Fleiri fréttir Holtavörðuheiði lokuð vegna vatnsflaums Þjóðvegur eitt er lokaður milli Brúar í Hrútafirði og Dalsminnis við Bröttubrekkuafleggjarann en mikill vatnsflaumur er á veginum vegna rigninga. Lokað er því fyrir alla umferð á Holtavörðuheiðina. Umferð er beint um Bröttubrekku og Laxárdalsheiði en sú leið er mun lengri og ekki öll malbikuð. 19.12.2006 23:00 Flutningaskipið snéri sér aðeins á kvöldflóðinu Svo virðist sem að flutningaskipið Wilson Muugo, sem strandaði við Hvalsnes skammt frá Sandgerði snemma í morgun, hafi snúið sér um tíu til fimmtán gráður á kvöldflóðinu. Björgunarsveitarmenn vakta strandstaðinn í alla nótt en lítið sést til skipsins núna enda er myrkur og leiðinlegt veður á staðnum. 19.12.2006 21:53 Vatnsflaumur hamlar umferð um Norðurárdal Verið er að meta hvort að loka þurfi veginum um Norðurárdal en þar flæðir vatn yfir veginn á nokkrum stöðum eftir miklar rigningar. Lögreglan í Borgarnesi en vatnið hefur valdið nokkrum vandræðum fyrir ökumenn. 19.12.2006 21:18 Sló mann með álstöng í höfuðið Tuttugu og fimm ára karlmaður var í dag dæmdur í Hæstarétti Íslands í átta mánaða fangelsi, þar af sex mánuði skilorðsbundið, fyrir hættulega líkamsárás. Maðurinn sló annan mann með tveggja kílóa álstöng í höfuðið og tvisvar með krepptum hnefa í andlitið. 19.12.2006 21:07 Ekki Birkis mál að vekja athygli á svartri skýrslu um Byrgið Birkir Jón Jónsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis segir það ekki hafa verið sitt hlutverk að vekja athygli nefndarinnar á svartri skýrslu um málefni Byrgisins. Slíkt sé hlutverk fagráðuneyta og Ríkisendurskoðunar. 19.12.2006 20:45 Stórtjón í brjáluðu veðri á Akureyri Stórtjón varð í brjáluðu veðri á Akureyri í nótt. Tré rifnuðu upp með rótum, bílar fuku og sumir vöknuðu upp við að hurðir vantaði á húsið. 19.12.2006 20:00 Könnunarviðræður halda áfram Könnunarviðræðum um varnarsamstarf Íslendinga við Dani og Norðmenn lauk í dag. Þeim verður fram haldið á næsta ári auk þess sem rætt verður við Breta og Kanadamenn. Utanríkisráðherra segir að byggt verði á eldra samstarfi við þessar fjórar þjóðir. 19.12.2006 19:30 Á stærð við 15 knattspyrnuvelli Breska stórfyrirtækið BT Group hefur gert samning við Data Íslandia um að gera hagkvæmnisathugun á byggingu allt að 100 þúsund fermetra gagnamiðstöðvar á Íslandi en það jafnast á við 15 knattspyrnuvelli. 200 ný störf gætu þá skapast. Framkvæmdastjóri Data Íslandia ætlar að bjóða fleiri alþjóðlegum fyrirtækjum samskonar þjónustu. 19.12.2006 18:59 Hefur áhyggjur af flugstjórnarmálum Sturla Böðvarsson samgönguráðherra hefur áhyggjur af stöðu flugumferðarstjórnar hér við land eftir að sextíu flugumferðarstjórar nýttu ekki lokafrest til að ráða sig hjá Flugstoðum sem tekur til starfa um áramót. 19.12.2006 18:57 Sveitarfélögin ákveða útsvar Hlutfall tekjuskatts lækkar á næsta ári um 1% og verður 22,75%. Meðalútsvar hjá sveitarfélögunum á árinu 2007 verður 12,97% sem er það sama og í ár. Af 79 sveitarfélagum ætla 61 þeirra að innheimta hámarksútsvar á næsta ári en 3 sveitarfélög verða með lágmarksútsvar. 19.12.2006 18:53 Einn fórst og nítján bjargað eftir strand flutningaskips Danskur strandgæslumaður fórst en nítján menn björguðust þegar flutningaskip strandaði við Hvalsnes skammt frá Sandgerði snemma í morgun. Átta sjóliðar af danska strandgæsluskipinu Triton lentu í sjávarháska þegar smábáti, sem þeir voru í, hvolfdi við björgunaraðgerðirnar. 19.12.2006 18:44 Afeitrun Byrgisins var brot á lögum Byrgið braut lög, með vitneskju yfirvalda, þegar þar var stunduð afeitrun árum saman. Skortur á eftirliti með meðferðarheimilum býður hættunni heim, segir þroskaþjálfi sem gerði úttekt á meðferðarmálum landsins. Stígamót segja alveg ljóst að rannsaka þurfi mál þeirra kvenna sem saka forstöðumann Byrgisins um að hafa misnotað sér sjúkleika þeirra. 19.12.2006 18:30 Lögreglan í Vestmannaeyjum óskar eftir vitnum vegna brunans Lögreglan í Vestmannaeyjum leitar nú að öllum þeim sem gætu veitt einhverjar upplýsingar um brunann í Fiskimjölsverksmiðju Ísfélagsins á laugardaginn. 19.12.2006 18:09 Jón og Jónína leiða hjá Framsóknarflokknum Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, og Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra munu leiða lista Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur fyrir næstu Alþingiskosningar. 19.12.2006 17:42 18 mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn 13 ára stúlku Karlmaður var í Héraðsdómi Suðurlands dæmdur í eins og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa þröngvað 13 ára stúlku með ofbeldi til annarra kynferðismaka en samræðis og fyrir að gefa henni áfengi þrátt fyrir að vita að hún væri undir lögaldri. Þá var hann dæmdur til að greiða fórnarlambi sínu 900 þúsund krónur í skaðabætur. 19.12.2006 17:32 Sýknaður af ákæru um fíkniefnabrot Héraðsdómur Norðurlands eystra sýknaði í dag karlmann af ákæru um fíkniefnabrot sem átti að hafa átt sér stað um síðustu verslunarmannahelgi. 19.12.2006 17:03 Spyr forsætisráðherra um misræmi í matarverðsútreikingum Talsmaður neytenda hefur sent forsætisráðherra bréf vegna misræmis sem hann segir vera í upplýsingum um hve mikið matarverð lækki með aðgerðum ríkisstjórnarinnar. Þar vísar hann í fréttapóst Samtaka verslunar og þjónustu þar sem segir að matvælaverð muni með aðgerðunum lækka um 9-10 prósent en ekki 16 prósent eins og ríkisstjórnin haldi fram 19.12.2006 16:41 Björgunarvesti látins sjóliða sagt hafa rifnað Vesti danska sjóliðans af varðskipinu Triton, sem drukknaði í björgunaraðgerðum úti fyrir Sandgerði í morgun, rifnaði þegar björgunarbátnum hvolfdi. Frá þessu greinir Jótlandspósturinn. Þar segir einnig að tveir af félögum hans hafi reynt að halda honum á floti en að galli hans hafi smám saman fyllst af vatni og hann því orðið æ þyngri. 19.12.2006 16:17 Slökkvilið kvatt að Engeynni við Reykjavíkurhöfn Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kvatt niður á Reykjavíkurhöfn nú á fjórða tímanum vegna gruns um eld í togaranum Engey sem liggjur við bryggju. Óttast var að glóð hefði komist á milli þilja í skipinu en sögn slökkviliðs virðist svo ekki hafa verið. Því reyndist ekki hætta á ferðum. 19.12.2006 15:55 Gert ráð fyrir 300 milljóna króna afgangi hjá Akureyrarbæ Akueyrarbær gerir ráð fyrir tæplega 300 milljóna króna rekstrarafgangi á næsta á samkvæmt fjárhagsáætlun bæjarins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bænum. Síðari umræða um fjárhagsáætluna verður á bæjarstjórnarfundi í dag og fram kemur í tilkynningu frá bænum að heildartekjur bæjarins verði tæpir 12,2 milljarðar króna en heildargjöld tæplega 11,9 milljarðar. 19.12.2006 15:49 Sjötíu ára starfi St. Franciskussystra lýkur Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra og systir Belén Aldonando, fulltrúi St. Franciskusreglunnar, undirrituðu í dag samkomlag um að ríkið kaupi St. Franciskuspítalann í Stykkishólmi. Greiddar verða 140 milljónir fyrir hlut reglunnar í spítlanum en ríkið tekur auk þess að sér lífeyrisréttindi starfsmanna eftir því segir í fréttatilkynningu. 19.12.2006 15:38 Búið að bjarga öllum skipverjum af Wilson Muuga Búið er að bjarga öllum skipverjum af kýpverska flutningaskipinu Wilson Muuga sem strandaði úti fyrir Sandgerði í dag. Lent var með síðustu fjóra skipverjana, þar á meðal skipstjórann, og stýrimann frá Landhelgisgæslunni í Keflavík klukkan kortér í þrjú og er skipið því mannlaust nú. 19.12.2006 15:18 Kanna möguleika á 100 þúsund fermetra gagnamiðstöð hér á landi Breska stórfyrirtækið BT Group, sem áður hér British Telecom, hefur gert samning við Data Íslandia um að gera hagkvæmnisathugun á byggingu allt að 100.000 fermetra gagnamiðstöðvar á Íslandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Data Íslandia. 19.12.2006 14:58 Leggur til sæstreng til Írlands fyrir haustið 2008 Starfshópur um öruggt varasamband fjarskipta við umheiminn leggur til að lagningu nýs sæstrengs milli Íslands og meginlands Evrópu verði lokið haustið 2008. Hópurinn telur það hafa ákveðna kosti að leggja strenginn til Írlands þar sem það auki öryggi. 19.12.2006 14:44 Ólíklegt að olíu verði dælt úr flutningaskipi í dag Eitthvað af hráolíu hefur lekið frá flutningaskipinu Wilson Muuga sem strandaði úti fyrir Sandgerði í nótt og er útlit fyrir að ekki takist að dæla olíu úr skipinu í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni í Keflavík. Þar segir að göt séu á skrokki skipsins og vinna fulltrúar frá Umhverfisstofnun og Olíudreifingu vinna að mengunarvörnum á slysstað. 19.12.2006 14:18 Vilja tryggja rekstur Konukots til 1. maí Fjármagn til reksturs Konukots og auknar niðurgreiðslur til dagforeldra og sjálfstætt rekinna leikskóla eru meðal breytinga sem meirihluti borgarstjórnar leggur til á frumvarpi að fjárhagsáætlun borgarinnar sem tekið verður til seinni umræðu í dag. 19.12.2006 14:04 Háskóli Íslands missir netsambandið aftur Háskóli Íslands er aftur orðinn sambandslaus við umheiminn. Starfsfólk og nemendur hafa þurft að glíma við afar slitrótta tengingu við Internetið vegna bilunar sem varð í CANTAT-3 strengnum um helgina. 19.12.2006 13:53 Háskóli Íslands brýtur jafnréttislög í annað sinn á árinu Kærunefnd jafnréttismála komst í gær að þeirri niðurstöðu að Háskóli Íslands hefði brotið gegn jafnréttislögum þegar hann réð karlmann í stöðu sérfræðings við stærðfræðistofu Raunvísindastofnunar HÍ. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögmanni konunnar. 19.12.2006 13:36 Skipverjar fluttir með þyrlu - veður fer versnandi Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur nú flutt átta af tólf skipverjum á kýpverska flutningaskipinu Wilson Muuga í land og því eru aðeins fjórir skipverjar og stýrimaður frá Landhelgisgæslunni eftir í bátnum. 19.12.2006 13:25 Varnarviðræður við Norðmenn í dag Viðræður Norðmanna og Íslendinga um mögulegt varnarsamtarf þjóðanna hófust í utanríkisráðuneytinu í morgun og standa enn. Viðræðunefnd Norðmanna kom til landsins í gærkvöldi. Sendinefndin mun meðal annars skoða varnarsvæðið í Keflavík eftir hádegi. 19.12.2006 13:00 Framsóknarmenn kynna framboðslista sína í Reykjavík Kjördæmissambönd Framsóknarflokksins í Reykjavík norður og suður hafa boðað til blaðamannafundar klukkan hálfsex í dag í Framsóknarhúsinu að Hverfisgötu þar sem framboðslistar flokksins í kjördæmunum tveimur fyrir komandi þingkosningar verða kynntir. 19.12.2006 12:40 Byrgið þarf að rannsaka Guðrún Jónsdóttir hjá Stígamótum segir alveg ljóst að rannsaka þurfi mál þeirra kvenna sem saka forstöðumann Byrgisins um að hafa misnotað sér sjúkleika þeirra. 19.12.2006 12:31 Dómara dæmd laun í samræmi við úrskurð Kjaradóms Héraðsdómur Reykjavíkur komst í dag að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkinu bæri að greiða Guðjóni St. Marteinssyni héraðsdómara rúmar sextíu þúsund krónur vegna þeirrar ákvörðunar alþingis að fella úr gildi ákvörðun Kjaradóms um hækkun launa æðstu embættismanna frá því seint á síðasta ári. 19.12.2006 11:53 Fangi á Litla-Hrauni dæmdur fyrir vörslu fíkniefna Héraðsdómur Suðurlands dæmdi dag fanga á Litla-Hrauni í eins mánaðar fangelsi fyrir fíkniefnabrot í fangelsinu fyrr á árinu. Hass og amfetamín fannst í munnholi og í klefa fangans í júlí í sumar og tæpum tveimur vikum síðar fannst einnig hass og tóbaksblandað kannabisefni við klefaleit. 19.12.2006 11:16 Dæmdur fyrir vörslu nærri 260 barnaklámsmynda Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot með með því hafa haft nærri 260 ljósmyndir af barnaklámi í tölvu sinni sem margar hverjar voru mjög grófar. 19.12.2006 10:58 Átta mánaða fangelsi fyrir fíkniefnabrot Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í morgun karlmann í átta mánaða fangelsi fyrir tvö fíkniefnabrot fyrr á þessu ári. Í fyrra tilvikinu var hann handtekinn eftir að tvær e-pillur og rúm tvö grömm af hassi fundust á honum en í síðara tilvikinu fundust nærri 15 grömm af amfetamíni og tæp 80 grömm af hassi. 19.12.2006 10:49 Óskar vill rifta samningi við Faxaflóahafnir Óskar Bergsson, varaborgarfulltrúi Framsóknarflokksins í Reykjavík, segir gagnrýni á verktakasamning hans við Faxaflóahafnir ómaklega og af pólitískum rótum sprottna. Hann vill að sátt ríki um verkefnið og biður því um að verktakasamningi hans við Faxaflóahafnir verði rift. 19.12.2006 10:46 Ríkið kaupir St. Franciskusspítalann Samningar hafa náðst um að ríkið kaupi St. Franciskusspítalann í Stykkishólmi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Fjármálaráðherra og fulltrúi St. Franciskus-systrareglunnar undirrita samkomulag um kaupin ásamt heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra í dag. 19.12.2006 10:37 Atburðarás strandsins Björgunar- og mengunarvarnaaðgerðir standa yfir á slysstað við Hvalsnes og nú er búið að flytja alla skipverja í land. Atburðarás strandsins og björgunaraðgerðanna er í grófum dráttum þessi: 19.12.2006 10:31 Skilorðsbundið fangelsi og sekt fyrir ýmis brot Karlmaður var í Héraðsdómi Suðurlands í dag dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 300 þúsund króna í sekt fyrir þjófnað og umferðarlagabrot. 19.12.2006 10:25 Vegagerðin varar við hálku á heiðum norðan og austan lands Vegagerðin varar við flughálku er á Hólasandi, Mývatnsheiði, Vopnafjarðarheiði, Möðrudalsöræfum, Öxi og frá Kirkjubæjarklaustri að Lómagnúp. 19.12.2006 10:08 Vildu gista í bílum sínum á Breiðdalsheiði Björgunarsveitin Hérað var kölluð út fyrr í kvöld vegna tveggja bíla sem voru í vandræðum við Axarafleggjarann á Breiðdalsheiði. Björgunarsveitarmenn komu að bílnum um klukkan tíu. Fólkið í bílunum, sem var erlent, neitaði allri aðstoð og kvaðst ætla gista í bílunum í nótt. Björgunarsveitin hélt því aftur heim. 18.12.2006 23:50 Maður fastur uppi í mastri hjá Fjarðaráli Björgunarsveitarmenn vinna nú að því að ná niður manni sem fastur er uppi í mastri í lóð Fjarðaráls á Reyðarfirði. Björgunarsveitarmenn frá Héraði og Norðfirði aðstoða björgunarsveitina Ársól á Reyðarfirði við aðgerðirnar. Maðurinn er fastur í 20 til 30 metra hæð. 18.12.2006 23:25 Lögreglan í Vík heimsækir skotvopnaeigendur Lögreglan í Vík hefur síðustu vikur verið að heimsækja eigendur skotvopna um sýsluna sem eiga þrjú skotvopn eða fleiri. 18.12.2006 22:22 Blysför á Þorláksmessu í tuttugasta og sjöunda sinn Íslenskir friðarsinnar standa fyrir sinni árlegu blysför niður Laugarveginn á Þorláksmessu. Þetta er í tuttugasta og sjöunda sinn sem ganga er farin. 18.12.2006 22:00 Sjá næstu 50 fréttir
Holtavörðuheiði lokuð vegna vatnsflaums Þjóðvegur eitt er lokaður milli Brúar í Hrútafirði og Dalsminnis við Bröttubrekkuafleggjarann en mikill vatnsflaumur er á veginum vegna rigninga. Lokað er því fyrir alla umferð á Holtavörðuheiðina. Umferð er beint um Bröttubrekku og Laxárdalsheiði en sú leið er mun lengri og ekki öll malbikuð. 19.12.2006 23:00
Flutningaskipið snéri sér aðeins á kvöldflóðinu Svo virðist sem að flutningaskipið Wilson Muugo, sem strandaði við Hvalsnes skammt frá Sandgerði snemma í morgun, hafi snúið sér um tíu til fimmtán gráður á kvöldflóðinu. Björgunarsveitarmenn vakta strandstaðinn í alla nótt en lítið sést til skipsins núna enda er myrkur og leiðinlegt veður á staðnum. 19.12.2006 21:53
Vatnsflaumur hamlar umferð um Norðurárdal Verið er að meta hvort að loka þurfi veginum um Norðurárdal en þar flæðir vatn yfir veginn á nokkrum stöðum eftir miklar rigningar. Lögreglan í Borgarnesi en vatnið hefur valdið nokkrum vandræðum fyrir ökumenn. 19.12.2006 21:18
Sló mann með álstöng í höfuðið Tuttugu og fimm ára karlmaður var í dag dæmdur í Hæstarétti Íslands í átta mánaða fangelsi, þar af sex mánuði skilorðsbundið, fyrir hættulega líkamsárás. Maðurinn sló annan mann með tveggja kílóa álstöng í höfuðið og tvisvar með krepptum hnefa í andlitið. 19.12.2006 21:07
Ekki Birkis mál að vekja athygli á svartri skýrslu um Byrgið Birkir Jón Jónsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis segir það ekki hafa verið sitt hlutverk að vekja athygli nefndarinnar á svartri skýrslu um málefni Byrgisins. Slíkt sé hlutverk fagráðuneyta og Ríkisendurskoðunar. 19.12.2006 20:45
Stórtjón í brjáluðu veðri á Akureyri Stórtjón varð í brjáluðu veðri á Akureyri í nótt. Tré rifnuðu upp með rótum, bílar fuku og sumir vöknuðu upp við að hurðir vantaði á húsið. 19.12.2006 20:00
Könnunarviðræður halda áfram Könnunarviðræðum um varnarsamstarf Íslendinga við Dani og Norðmenn lauk í dag. Þeim verður fram haldið á næsta ári auk þess sem rætt verður við Breta og Kanadamenn. Utanríkisráðherra segir að byggt verði á eldra samstarfi við þessar fjórar þjóðir. 19.12.2006 19:30
Á stærð við 15 knattspyrnuvelli Breska stórfyrirtækið BT Group hefur gert samning við Data Íslandia um að gera hagkvæmnisathugun á byggingu allt að 100 þúsund fermetra gagnamiðstöðvar á Íslandi en það jafnast á við 15 knattspyrnuvelli. 200 ný störf gætu þá skapast. Framkvæmdastjóri Data Íslandia ætlar að bjóða fleiri alþjóðlegum fyrirtækjum samskonar þjónustu. 19.12.2006 18:59
Hefur áhyggjur af flugstjórnarmálum Sturla Böðvarsson samgönguráðherra hefur áhyggjur af stöðu flugumferðarstjórnar hér við land eftir að sextíu flugumferðarstjórar nýttu ekki lokafrest til að ráða sig hjá Flugstoðum sem tekur til starfa um áramót. 19.12.2006 18:57
Sveitarfélögin ákveða útsvar Hlutfall tekjuskatts lækkar á næsta ári um 1% og verður 22,75%. Meðalútsvar hjá sveitarfélögunum á árinu 2007 verður 12,97% sem er það sama og í ár. Af 79 sveitarfélagum ætla 61 þeirra að innheimta hámarksútsvar á næsta ári en 3 sveitarfélög verða með lágmarksútsvar. 19.12.2006 18:53
Einn fórst og nítján bjargað eftir strand flutningaskips Danskur strandgæslumaður fórst en nítján menn björguðust þegar flutningaskip strandaði við Hvalsnes skammt frá Sandgerði snemma í morgun. Átta sjóliðar af danska strandgæsluskipinu Triton lentu í sjávarháska þegar smábáti, sem þeir voru í, hvolfdi við björgunaraðgerðirnar. 19.12.2006 18:44
Afeitrun Byrgisins var brot á lögum Byrgið braut lög, með vitneskju yfirvalda, þegar þar var stunduð afeitrun árum saman. Skortur á eftirliti með meðferðarheimilum býður hættunni heim, segir þroskaþjálfi sem gerði úttekt á meðferðarmálum landsins. Stígamót segja alveg ljóst að rannsaka þurfi mál þeirra kvenna sem saka forstöðumann Byrgisins um að hafa misnotað sér sjúkleika þeirra. 19.12.2006 18:30
Lögreglan í Vestmannaeyjum óskar eftir vitnum vegna brunans Lögreglan í Vestmannaeyjum leitar nú að öllum þeim sem gætu veitt einhverjar upplýsingar um brunann í Fiskimjölsverksmiðju Ísfélagsins á laugardaginn. 19.12.2006 18:09
Jón og Jónína leiða hjá Framsóknarflokknum Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, og Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra munu leiða lista Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur fyrir næstu Alþingiskosningar. 19.12.2006 17:42
18 mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn 13 ára stúlku Karlmaður var í Héraðsdómi Suðurlands dæmdur í eins og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa þröngvað 13 ára stúlku með ofbeldi til annarra kynferðismaka en samræðis og fyrir að gefa henni áfengi þrátt fyrir að vita að hún væri undir lögaldri. Þá var hann dæmdur til að greiða fórnarlambi sínu 900 þúsund krónur í skaðabætur. 19.12.2006 17:32
Sýknaður af ákæru um fíkniefnabrot Héraðsdómur Norðurlands eystra sýknaði í dag karlmann af ákæru um fíkniefnabrot sem átti að hafa átt sér stað um síðustu verslunarmannahelgi. 19.12.2006 17:03
Spyr forsætisráðherra um misræmi í matarverðsútreikingum Talsmaður neytenda hefur sent forsætisráðherra bréf vegna misræmis sem hann segir vera í upplýsingum um hve mikið matarverð lækki með aðgerðum ríkisstjórnarinnar. Þar vísar hann í fréttapóst Samtaka verslunar og þjónustu þar sem segir að matvælaverð muni með aðgerðunum lækka um 9-10 prósent en ekki 16 prósent eins og ríkisstjórnin haldi fram 19.12.2006 16:41
Björgunarvesti látins sjóliða sagt hafa rifnað Vesti danska sjóliðans af varðskipinu Triton, sem drukknaði í björgunaraðgerðum úti fyrir Sandgerði í morgun, rifnaði þegar björgunarbátnum hvolfdi. Frá þessu greinir Jótlandspósturinn. Þar segir einnig að tveir af félögum hans hafi reynt að halda honum á floti en að galli hans hafi smám saman fyllst af vatni og hann því orðið æ þyngri. 19.12.2006 16:17
Slökkvilið kvatt að Engeynni við Reykjavíkurhöfn Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kvatt niður á Reykjavíkurhöfn nú á fjórða tímanum vegna gruns um eld í togaranum Engey sem liggjur við bryggju. Óttast var að glóð hefði komist á milli þilja í skipinu en sögn slökkviliðs virðist svo ekki hafa verið. Því reyndist ekki hætta á ferðum. 19.12.2006 15:55
Gert ráð fyrir 300 milljóna króna afgangi hjá Akureyrarbæ Akueyrarbær gerir ráð fyrir tæplega 300 milljóna króna rekstrarafgangi á næsta á samkvæmt fjárhagsáætlun bæjarins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bænum. Síðari umræða um fjárhagsáætluna verður á bæjarstjórnarfundi í dag og fram kemur í tilkynningu frá bænum að heildartekjur bæjarins verði tæpir 12,2 milljarðar króna en heildargjöld tæplega 11,9 milljarðar. 19.12.2006 15:49
Sjötíu ára starfi St. Franciskussystra lýkur Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra og systir Belén Aldonando, fulltrúi St. Franciskusreglunnar, undirrituðu í dag samkomlag um að ríkið kaupi St. Franciskuspítalann í Stykkishólmi. Greiddar verða 140 milljónir fyrir hlut reglunnar í spítlanum en ríkið tekur auk þess að sér lífeyrisréttindi starfsmanna eftir því segir í fréttatilkynningu. 19.12.2006 15:38
Búið að bjarga öllum skipverjum af Wilson Muuga Búið er að bjarga öllum skipverjum af kýpverska flutningaskipinu Wilson Muuga sem strandaði úti fyrir Sandgerði í dag. Lent var með síðustu fjóra skipverjana, þar á meðal skipstjórann, og stýrimann frá Landhelgisgæslunni í Keflavík klukkan kortér í þrjú og er skipið því mannlaust nú. 19.12.2006 15:18
Kanna möguleika á 100 þúsund fermetra gagnamiðstöð hér á landi Breska stórfyrirtækið BT Group, sem áður hér British Telecom, hefur gert samning við Data Íslandia um að gera hagkvæmnisathugun á byggingu allt að 100.000 fermetra gagnamiðstöðvar á Íslandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Data Íslandia. 19.12.2006 14:58
Leggur til sæstreng til Írlands fyrir haustið 2008 Starfshópur um öruggt varasamband fjarskipta við umheiminn leggur til að lagningu nýs sæstrengs milli Íslands og meginlands Evrópu verði lokið haustið 2008. Hópurinn telur það hafa ákveðna kosti að leggja strenginn til Írlands þar sem það auki öryggi. 19.12.2006 14:44
Ólíklegt að olíu verði dælt úr flutningaskipi í dag Eitthvað af hráolíu hefur lekið frá flutningaskipinu Wilson Muuga sem strandaði úti fyrir Sandgerði í nótt og er útlit fyrir að ekki takist að dæla olíu úr skipinu í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni í Keflavík. Þar segir að göt séu á skrokki skipsins og vinna fulltrúar frá Umhverfisstofnun og Olíudreifingu vinna að mengunarvörnum á slysstað. 19.12.2006 14:18
Vilja tryggja rekstur Konukots til 1. maí Fjármagn til reksturs Konukots og auknar niðurgreiðslur til dagforeldra og sjálfstætt rekinna leikskóla eru meðal breytinga sem meirihluti borgarstjórnar leggur til á frumvarpi að fjárhagsáætlun borgarinnar sem tekið verður til seinni umræðu í dag. 19.12.2006 14:04
Háskóli Íslands missir netsambandið aftur Háskóli Íslands er aftur orðinn sambandslaus við umheiminn. Starfsfólk og nemendur hafa þurft að glíma við afar slitrótta tengingu við Internetið vegna bilunar sem varð í CANTAT-3 strengnum um helgina. 19.12.2006 13:53
Háskóli Íslands brýtur jafnréttislög í annað sinn á árinu Kærunefnd jafnréttismála komst í gær að þeirri niðurstöðu að Háskóli Íslands hefði brotið gegn jafnréttislögum þegar hann réð karlmann í stöðu sérfræðings við stærðfræðistofu Raunvísindastofnunar HÍ. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögmanni konunnar. 19.12.2006 13:36
Skipverjar fluttir með þyrlu - veður fer versnandi Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur nú flutt átta af tólf skipverjum á kýpverska flutningaskipinu Wilson Muuga í land og því eru aðeins fjórir skipverjar og stýrimaður frá Landhelgisgæslunni eftir í bátnum. 19.12.2006 13:25
Varnarviðræður við Norðmenn í dag Viðræður Norðmanna og Íslendinga um mögulegt varnarsamtarf þjóðanna hófust í utanríkisráðuneytinu í morgun og standa enn. Viðræðunefnd Norðmanna kom til landsins í gærkvöldi. Sendinefndin mun meðal annars skoða varnarsvæðið í Keflavík eftir hádegi. 19.12.2006 13:00
Framsóknarmenn kynna framboðslista sína í Reykjavík Kjördæmissambönd Framsóknarflokksins í Reykjavík norður og suður hafa boðað til blaðamannafundar klukkan hálfsex í dag í Framsóknarhúsinu að Hverfisgötu þar sem framboðslistar flokksins í kjördæmunum tveimur fyrir komandi þingkosningar verða kynntir. 19.12.2006 12:40
Byrgið þarf að rannsaka Guðrún Jónsdóttir hjá Stígamótum segir alveg ljóst að rannsaka þurfi mál þeirra kvenna sem saka forstöðumann Byrgisins um að hafa misnotað sér sjúkleika þeirra. 19.12.2006 12:31
Dómara dæmd laun í samræmi við úrskurð Kjaradóms Héraðsdómur Reykjavíkur komst í dag að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkinu bæri að greiða Guðjóni St. Marteinssyni héraðsdómara rúmar sextíu þúsund krónur vegna þeirrar ákvörðunar alþingis að fella úr gildi ákvörðun Kjaradóms um hækkun launa æðstu embættismanna frá því seint á síðasta ári. 19.12.2006 11:53
Fangi á Litla-Hrauni dæmdur fyrir vörslu fíkniefna Héraðsdómur Suðurlands dæmdi dag fanga á Litla-Hrauni í eins mánaðar fangelsi fyrir fíkniefnabrot í fangelsinu fyrr á árinu. Hass og amfetamín fannst í munnholi og í klefa fangans í júlí í sumar og tæpum tveimur vikum síðar fannst einnig hass og tóbaksblandað kannabisefni við klefaleit. 19.12.2006 11:16
Dæmdur fyrir vörslu nærri 260 barnaklámsmynda Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot með með því hafa haft nærri 260 ljósmyndir af barnaklámi í tölvu sinni sem margar hverjar voru mjög grófar. 19.12.2006 10:58
Átta mánaða fangelsi fyrir fíkniefnabrot Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í morgun karlmann í átta mánaða fangelsi fyrir tvö fíkniefnabrot fyrr á þessu ári. Í fyrra tilvikinu var hann handtekinn eftir að tvær e-pillur og rúm tvö grömm af hassi fundust á honum en í síðara tilvikinu fundust nærri 15 grömm af amfetamíni og tæp 80 grömm af hassi. 19.12.2006 10:49
Óskar vill rifta samningi við Faxaflóahafnir Óskar Bergsson, varaborgarfulltrúi Framsóknarflokksins í Reykjavík, segir gagnrýni á verktakasamning hans við Faxaflóahafnir ómaklega og af pólitískum rótum sprottna. Hann vill að sátt ríki um verkefnið og biður því um að verktakasamningi hans við Faxaflóahafnir verði rift. 19.12.2006 10:46
Ríkið kaupir St. Franciskusspítalann Samningar hafa náðst um að ríkið kaupi St. Franciskusspítalann í Stykkishólmi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Fjármálaráðherra og fulltrúi St. Franciskus-systrareglunnar undirrita samkomulag um kaupin ásamt heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra í dag. 19.12.2006 10:37
Atburðarás strandsins Björgunar- og mengunarvarnaaðgerðir standa yfir á slysstað við Hvalsnes og nú er búið að flytja alla skipverja í land. Atburðarás strandsins og björgunaraðgerðanna er í grófum dráttum þessi: 19.12.2006 10:31
Skilorðsbundið fangelsi og sekt fyrir ýmis brot Karlmaður var í Héraðsdómi Suðurlands í dag dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 300 þúsund króna í sekt fyrir þjófnað og umferðarlagabrot. 19.12.2006 10:25
Vegagerðin varar við hálku á heiðum norðan og austan lands Vegagerðin varar við flughálku er á Hólasandi, Mývatnsheiði, Vopnafjarðarheiði, Möðrudalsöræfum, Öxi og frá Kirkjubæjarklaustri að Lómagnúp. 19.12.2006 10:08
Vildu gista í bílum sínum á Breiðdalsheiði Björgunarsveitin Hérað var kölluð út fyrr í kvöld vegna tveggja bíla sem voru í vandræðum við Axarafleggjarann á Breiðdalsheiði. Björgunarsveitarmenn komu að bílnum um klukkan tíu. Fólkið í bílunum, sem var erlent, neitaði allri aðstoð og kvaðst ætla gista í bílunum í nótt. Björgunarsveitin hélt því aftur heim. 18.12.2006 23:50
Maður fastur uppi í mastri hjá Fjarðaráli Björgunarsveitarmenn vinna nú að því að ná niður manni sem fastur er uppi í mastri í lóð Fjarðaráls á Reyðarfirði. Björgunarsveitarmenn frá Héraði og Norðfirði aðstoða björgunarsveitina Ársól á Reyðarfirði við aðgerðirnar. Maðurinn er fastur í 20 til 30 metra hæð. 18.12.2006 23:25
Lögreglan í Vík heimsækir skotvopnaeigendur Lögreglan í Vík hefur síðustu vikur verið að heimsækja eigendur skotvopna um sýsluna sem eiga þrjú skotvopn eða fleiri. 18.12.2006 22:22
Blysför á Þorláksmessu í tuttugasta og sjöunda sinn Íslenskir friðarsinnar standa fyrir sinni árlegu blysför niður Laugarveginn á Þorláksmessu. Þetta er í tuttugasta og sjöunda sinn sem ganga er farin. 18.12.2006 22:00