Innlent

Háskóli Íslands missir netsambandið aftur

Háskóli Íslands er aftur orðinn sambandslaus við umheiminn. Starfsfólk og nemendur hafa þurft að glíma við afar slitrótta tengingu við Internetið vegna bilunar sem varð í CANTAT-3 strengnum um helgina. Í þetta skiptið er bilunin þó ekki í CANTAT-3 strengnum heldur í innanlandstengingu í legg í Danmörku milli Kolding og Kaupmannahafnar, sem háskólanetið (RH-net) nýtir sér til tengingar við Netið. Ekki er vitað hversu langan tíma tekur að gera við sambandið, en ljóst er að þessi kapall er mun aðgengilegri en sæstrengur úti á reginhafi, segir í tilkynningu ávef Reiknistofnunar háskólans sem sér um netmál HÍ. Vonast er til að tengingin komist í lag í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×