Innlent

Atburðarás strandsins

Símamynd/Stöð 2



- Kl 04:43 barst lögreglunni í Sandgerði tilkynning frá vaktstöð siglinga um að 3,600 tonna flutningaskip, Wilson Muuga, hafi strandað.á grynningum 3 sjómílur út af Sandgerði.

- Skipið er skráð í Kýpur með 12 manna áhöfn frá Rússlandi, Póllandi og Úkraínu. Það var á leið frá Grundartanga til Murmansk. Skipið var ólestað. Um borð eru um 145 lestir af olíu, aðallega svartolíu.

- Kl. 05:07 var tilkynnt að leki væri kominn að skipinu og nokkru síðar að töluverður sjór væri kominn í skipið, meðal annars í vélarrúm.

- Skipstjórinn sendir ekki út neyðarkall. Biður um aðstoð dráttarbáts.

- Danska varðskipið Triton og Björgunarskip frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu koma á vettvang.

- Tvö íslensk varðskip, Týr og Ægir, eru send á slysstað, annað úr Reykjavík, hitt frá Vestmannaeyjum. Þau koma á strandstað um kl. 10.

- Átta varðskipsmenn af Triton fara á sjöunda tímanum á hraðbát áleiðis að skipinu. Báturinn veltur í briminu um kl. 8 og þeir lenda í sjónum.

- 2 þyrlur Landhelgisgæslunnar leita mannanna í sjónum í um klukkustund og nota m.a. nætursjónauka. Fjörur eru gengnar.

- Sjö þeirra finnast á lífi en sá 8. var látinn. Þeir eru hífðir um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar og fluttir til Keflavíkur.

- Stýrimaður frá Landhelgisgæslunni og lögreglumenn látnir síga um borð í skipið til að meta ástandið og möguleika á björgun.

- Áhöfnin ekki talin í mikilli hættu sem stendur. Reynt verður að bjarga henni í land strax og færi gefst.

- Fulltrúar Umhverfisstofnunar er komnir á vettvang. Björgunar- og mengunarvarnaaðgerðir standa yfir á slysstað við Hvalsnes af hálfu lögreglu, Landhelgisgæslunnar, björgunarsveita og Umhverfisstofnunar .

- Búið er að koma línu um borð. Þyrla er við skipið til að sækja hluta áhafnarinnar.

- Háfjara var um kl. 11:30, skipið stendur á kili og er stöðugt á strandstað.

- Þyrla Landhelgisgæslunnar ferjaði skipverja í land í þremur ferðum eftir hádegi

- Bilun í sjálfstýringu kanna að hafa valdið strandinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×