Innlent

Framsóknarmenn kynna framboðslista sína í Reykjavík

MYND/Pjetur

Kjördæmissambönd Framsóknarflokksins í Reykjavík norður og suður hafa boðað til blaðamannafundar klukkan hálfsex í dag í Framsóknarhúsinu að Hverfisgötu þar sem framboðslistar flokksins í kjördæmunum tveimur fyrir komandi þingkosningar verða kynntir. Búast má við að Jón Sigurðsson, formaður flokksins og iðnaðarráðherra, og Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra leiði listana en þau hafa bæði lýst yfir vilja til þess.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×