Innlent

Skipverjar fluttir með þyrlu - veður fer versnandi

MYND/Stöð 2

Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur nú flutt átta af tólf skipverjum á kýpverska flutningaskipinu Wilson Muuga í land og því eru aðeins fjórir skipverjar og stýrimaður frá Landhelgisgæslunni eftir í bátnum.

Að sögn upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar fara aðstæður nú hratt versnandi með versnandi veðri og er reiknað með að skipverjarnir tólf verði fluttir í land í þremur ferðum.

Til vara komu björgunarsveitir línu út í skipið ef ske kynni að flytja hefði þurft mennina með björgunarstól í land. Eftir því sem Landsbjargarmenn muna best hefur björgunarstóll ekki verið notaður í björgunaraðgerðir frá því að skipið Núpur strandaði í Patreksfirði í nóvember 2001. Þá mun línan einnig nýtast ef ákveðið verður að dæla olíu úr skipinu.

Skipið var á leið frá Grundartanga, þar sem það hafði losað farm, til Múrmansk og að sögn skipstjórans bilaði sjálfsstýring skipsins með þeim afleiðingum að það strandaði í nótt.

Ítarefni:  Ný myndskeið frá strandsstað.

Myndir
Maður sígur um borð í skipið
Þyrlan kemur að skipinu



Fleiri fréttir

Sjá meira


×