Fleiri fréttir Það er vont, en það venst Frumvarpi um málefni RUV ohf. hefur verið frestað á Alþingi og er nú ljóst að ekki verður af afgreiðslu þess fyrr en á vorþingi. Það er vont, en það venst, segir útvarpsstjóri um áframhaldandi óvissu varðandi málefni stofnunarinnar. Í morgun hófst á Alþingi önnur umræða um málefni Ríkisútvarpsins, en ákveðið hefur verið að fresta þriðju umræðu þessa umdeilda frumvarps þar til í janúar. 7.12.2006 12:03 Ólafur Ragnar og Al Gore í San Francisco Forseti Íslands mun gera grein fyrir árangri Íslendinga í nýtingu jarðhita og hvernig sú kunnátta hefur stuðlað að samstarfsverkefnum víða um veröld, á samráðsfundi sem honum og Al Gore, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna var sérstaklega boðið til, í San Francisco. 7.12.2006 11:16 Mótmælendur fá skilorðsbundinn dóm Héraðdsdómur Austurlands hefur dæmt sex breska ríkisborgara í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og tvo Breta í eins mánaðar fangelsi fyrir að hafa ruðst í heimildarleysi inn á skrifstofu verkfræðistofunnar Hönnunar á Reyðarfirði í sumar og gert þar tilraun til að svipta starfsmenn frelsi sínu. 7.12.2006 11:10 Afgreiðslu RÚV-frumvarps frestað fram yfir jól Frumvarp um Ríkisútvarpið ohf. verður ekki afgreitt fyrir jól en þinglok verða á laugardag. Þetta var að samkomulagi milli stjórnar og stjórnarandstöðu á Alþingi. 7.12.2006 10:34 Dómssátt í máli fyrrv. ráðuneytisstjóra og ríkisins Dómssátt varð í dag í máli Björns Friðfinnssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í viðskipta- og iðnaðarráðuneytinu, og íslenska ríkisins sem felur í sér að Björn heldur launum til sjötugs auk þess sem hann fær tvær milljónir í miskabætur. Björn höfðaði mál á hendur ríkinu eftir að honum var meinað að snúa aftur til starfa. 7.12.2006 10:24 Heilagur Nikulás heimsótti börn á Vestfjörðum Pólski jólasveinninn Mikotaj bankaði upp á á leikskólum á Suðureyri og Flateyri í dag, eftir því sem fram kemur á vefsíðu Bæjarins besta. Sveinninn talaði reyndar enga íslensku, enda frá Póllandi, en pólsk börn á leikskólunum gegndu lykilhlutverki túlka. Dagur heilags Nikulásar, sem talinn er vera forfaðir jólasveinanna, er haldinn hátíðlegur í dag. 6.12.2006 23:00 Týndi lyklunum sem allir vildu eiga Rheinbach-fangelsið í Þýskalandi var fært á hæsta öryggisstig í tvo daga eftir að yfirfangavörðurinn týndi masterlyklinum sem gengur að hverri einustu skrá í byggingunni. Verðirnir voru á sólarhringsvöktum og fangarnir lokaðir í klefum sínum þar til lykillinn fannst, - í sófanum inni í búningsherbergi fangavarðanna. 6.12.2006 22:48 Hornfirðingar vilja göng undir Lónsheiði Bæjarráð Hornafjarðar hvetur til að 200 milljónir sem ætlaðar eru til lagfæringar á veginum um Hvalnes- og Þvottárskriður verði frekar notaðar til að hefja undirbúning jarðganga undir Lónsheiði. Fréttavefurinn horn.is greinir frá þessu. Í bókun á bæjarráðsfundi frá í gær er sagt ljóst að ekki sé um framtíðarvegstæði að ræða í Skriðunum vegna grjóthruns og skriðufalla. 6.12.2006 21:30 Talsverður reykur og erfið jólahreingerning framundan Lítilsháttar eldur kviknaði í þvottavél í Torfufelli í Breiðholti klukkan hálfátta í kvöld en talsverður reykur gaus upp í íbúðinni. Kona sem var í íbúðinni var skoðuð á staðnum en ekki þótti ástæða til að flytja hana á sjúkrahús vegna reykeitrunar, að sögn lögreglu. Greiðlega gekk að slökkva og reykræsta en jólahreingerningin gæti orðið ærin á þessu heimili. 6.12.2006 21:25 2.000 tonna grettistak hrunið úr Klifinu 2.000 tonna bergblokk virðist vera stærsta bjargið sem hrunið í nýlegu berghruni í Klifinu í Heimaey. Forstöðumaður Náttúrustofu Suðurlands áætlar að von sé á meira hruni þarna á næstu dögum því bergstálið sé mjög sprungið. Stórfínar myndir eru inni á vef Náttúrustofu Suðurlands. 6.12.2006 20:18 Mótmæltu meintu ofbeldi lögreglu í Reykjavík Hátt á annan tug manna tók sér stöðu fyrir utan lögreglustöðina við Hverfisgötu með logandi kerti í kvöld og mótmæltu meintu ofbeldi lögreglumanna gegn fólki í varðhaldi. Tilefnið var að ungur maður lést um helgina eftir að hafa fengið hjartastopp í lögreglubíl viku fyrr. Því máli hefur verið vísað til ríkissaksóknara. 6.12.2006 20:13 Andi liðinna jóla í Árbæjarsafnskirkju Börn og fullorðnir geta drukkið í sig anda liðinna jóla í Árbæjarkirkju á sunnudaginn þar sem Kristinn Ágúst Friðfinnsson þjónar í aðventuguðsþjónustu. Drengjakór Þorgeirsbræðra mun syngja jólalög undir stjórn Signýjar Sæmundsdóttur en kirkjugestir fá einnig tækifæri til að taka undir í söng. Guðsþjónustan hefst klukkan 14:00 á sunnudag. 6.12.2006 19:45 Garðarshólmi rís á Húsavík til heiðurs landnámsmanni Konungur Svíþjóðar og forseti Íslands verða verndarar verkefnis um Garðarshólma, alþjóðlegt fræðasetur sem komið verður á fót á Húsavík. Setrið mun rísa á bökkum Húsavíkurhafnar og hljóðar kostnaðaráætlun upp á 150 milljónir króna. 6.12.2006 19:30 Ljósastýrð gatnamót nýtt eins lengi og kostur er Samgönguráðherra telur eðlilegt að nýleg fjárfesting í ljósastýrðum gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar verði nýtt eins lengi og kostur er, en segir að vinna sé hafin við undirbúning mislægra gatnamóta. 6.12.2006 18:52 Fjárlög ársins 2007 samþykkt frá Alþingi Fjárlög ríkisins fyrir næsta ár voru samþykkt frá Alþingi í dag með níu milljarða króna tekjuafgangi. Formaður fjárlaganefndar lýsti þeim sem velferðarfjárlögum en formaður Samfylkingarinnar sem kosningafjárlögum. 6.12.2006 18:50 Kárahnjúkastífla síar aurinn úr vatninu og lekur nær ekkert Landsvirkjunarmenn segja að Kárahnjúkastífla leki svo lítið að það teljist nánast á heimsmælikvarða. Stíflan hafi til þessa reynst betur en menn þorðu að vona. Svo þétt er stíflan að hún síar aurugasta vatn landsins nógu vel til að drekka má þá fáu lítra sem sleppa í gegn. 6.12.2006 18:35 30 sjúklingar í einangrun vegna fjölónæmra bakteríusýkinga Þrjátíu sjúklingar á Landsspítalanum í Fossvogi hafa verið settir í einangrun eftir að fjölónæm baktería greindist í sjúklingi. Bakterían er stórhættuleg og sýklalyf bíta illa eða ekki á henni. 6.12.2006 18:30 HB Grandi segir upp 16 manna áhöfn á Vopnafirði HB Grandi hefur sagt upp 16 manna áhöfn á ísfisktogaranum Brettingi sem gerður er út frá Vopnafirði. Skipið verður gert út fram í byrjun mars, meðan skipverjar vinna uppsagnarfrest sinn. Síðan verður skipinu lagt og fækkar þar með um eitt í flota fyrirtækisins því ekki er fyrirhugað að annað skip komi í staðinn. 6.12.2006 17:19 Fálkaungi fékk sér dúfu á Lækjartorgi Ungur fálki sat að snæðingi á Lækjartorgi þegar fjölmiðlamenn streymdu út úr Héraðsdómi Reykjavíkur í dag eftir dómsuppkvaðningu í fyrsta málinu tengdu verðsamráði olíufélaganna. Hann hafði náð sér í dúfu á torginu og sat sem fastast og reif hana í sig þrátt fyrir mikla athygli vegfarenda og ágang fréttamanna og blaðaljósmyndara. 6.12.2006 17:02 Frumvarpi breytt til að draga úr skerðingu bóta Árni Mathiesen, fjármálaráðherra, og Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra kynntu í dag aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að draga úr áhrifum tekna lífeyrisþega á bætur. Gert er ráð fyrir að frumvarp um almannatryggingar og málefni aldraðra verði breytt í þremur atriðum vegna þessa. 6.12.2006 16:51 Dæmdur fyrir að hindra lögreglu að störfum Karlmaður hefur verið dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Suðurlands fyrir að brot gegn valdstjórninni með því að hafa hindrað lögreglu að störfum. 6.12.2006 16:39 Jafnræðisákvæði vantar í frumvarp um heilbrigðisþjónustu Talsmaður neytenda telur þörf á jafnræðisákvæði í lögum um heilbrigðisþjónustu en frumvarp þar að lútandi er nú fyrir Alþingi. 6.12.2006 16:24 140 milljónir þarf til að framfylgja aðgerðaáætlun gegn ofbeldi 140 milljónir þarf til að framfylgja aðgerðaáætlun stjórnvalda vegna ofbeldis á heimilum og kynferðisofbeldis á árunum 2007-2011. Þetta kom fram á kynningarfundi Magnúsar Stefánssonar félagsmálaráðherra á áætluninni í Þjóðmenningarhúsinu í dag. 6.12.2006 15:43 Ker sýknað af skaðabótakröfu tengdri samráði Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag Ker af kröfu Sigurðar Hreinssonar frá Húsavík um bætur vegna þess skaða sem hann taldi sig hafa orðið fyrir vegna samráðs stóru olíufélaganna. Þetta er fyrsti dómur sem fellur í máli tengdu samráði olíufélaganna. 6.12.2006 15:22 Lögregla kölluð í heimahús vegna deilna um tölvunotkun Lögreglan í Reykjavík var kölluð út nokkrum sinnum í gær vegna heimiliserja. Ágreiningurinn var af ýmsum toga en í einu tilfelli var rifist um tölvunotkun unglingsins á heimilinu. Þar hafði ástandið farið úr böndunum en lögregla segir ekki um einsdæmi að ræða. 6.12.2006 15:04 Félagi eldri borgara í Reykjavík ekki heimilt að fara í framboð Félag eldri borgara í Reykjavík fer ekki í þingframboð í vor þar sem það er ekki heimilt samkvæmt lögum félagins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. 6.12.2006 14:48 Vitnaleiðslur geti tekið hátt í mánuð í Baugsmáli Búast má við að vitnaleiðslur í tenglsum við þá 18 ákæruliði Baugsmálsins sem eftir eru fyrir héraðsdómi taki á bilinu 20-28 daga en þær hefjast 12. febrúar. Þetta kom fram við fyrirtöku málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur eftir hádegi í dag. 6.12.2006 14:40 Á þriðja hundrað barna bíður eftir greiningu 71 barn á leikskólaaldri og 124 börn á grunnskólaaldri bíða eftir greiningu hjá Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins samkvæmt svari sem Magnús Stefánsson gaf á Alþingi í dag við fyrirspurn Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur, þingmanns Samfylkingarinnar. 6.12.2006 14:30 Fjölskylduhjálp fær tvær milljónir Fjölskylduhjálp Íslands fékk klukkan tvö í dag afhenta ávísun upp á tvær milljónir króna en það er sölugróði af geisladisk sem seldur var til styrktar henni. 6.12.2006 14:20 Úrskurður héraðsdóms frá því morgun kærður til Hæstaréttar Málflutningi í Héraðsdómi Reykjavíkur um hæfi yfirmanna efnahagsbrotadeildar til að fara með rannsókn á skattamálum fimm manna tengdum Baugi hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Til stóð að halda áfram með málið klukkan 14 en þá tilkynntu lögmenn Baugsmanna að þeir hefðu ákveðið að kæra úrskurð dómsins frá því í morgun til Hæstaréttar. 6.12.2006 14:17 Dómur fellur í máli tengdu olíusamráði í dag Héraðsdómur Reykjavíkur fellir í dag dóm í fyrsta málinu tengt olíusamráði stóru olíufélaganna. Það er Sigurður Hreinsson á Húsavík sem höfðar málið og fer fram á það að Ker hf., sem er fyrrverandi eigandi Olíufélagsins Esso, greiði sér um 180 þúsund krónur í skaðabætur vegna skaða sem hann hafi orðið fyrir í tengslum við samráð olíufélaganna á níunda áratug síðustu aldar. 6.12.2006 14:04 Stofna sjóð til að styrkja blinda og sjónskerta til háskólanáms Blindir og sjónskertir munu eiga meiri möguleika til háskólanáms, eftir stofnun Þórsteinssjóðs, sem stofnaður var í dag af Blindravinafélagi Íslands. 6.12.2006 13:15 Valgerður heimsækir Japana Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra hóf í dag opinbera heimsókn sína til Japans en hún er farin tilefni 50 ára afmælis stjórnmálasambands ríkjanna. 6.12.2006 13:09 Gildi verðlaunaður sem besti lífeyrissjóður landsins í ár Gildi-lífeyrissjóður hefur verið valinn besti lífeyrissjóðurinn á Íslandi árið 2006 af tímaritinu Investment & Pensions Europe (IPE). Fram kemur í tilkynningu frá sjóðnum að þetta sé í annað sinn á tveimur árum sem sjóðurinn hlýtur þessi verðlaun. 6.12.2006 12:45 Kampavínið hvarf í göngunum Ekkert varð af því að þyrstir gestir gætu vætt kverkar sínar í kampavíni til að fagna því að síðasta haftið í Kárahnjúkagöngum var rofið í gær því kampavínið var horfið þegar til átti að taka. 6.12.2006 12:30 Kárahnjúkavirkjun á kostnaðaráætlun Stærsta fjárhagslega óvissuþætti Kárahnjúkavirkjunar var eytt með gegnumbroti risaborsins í gær og segja Landsvirkjunarmenn nú að virkjunin verði nokkurn veginn á kostnaðaráætlun. Frávik verði í mesta lagi eitt til tvö prósent. 6.12.2006 12:12 Fjárlög ríkisins fyrir árið 2007 samþykkt á Alþingi Fjárlög ríkisins fyrir næsta ár voru samþykkt frá Alþingi fyrir hálfri klukkustund með 34 atkvæðum stjórnarmeirihlutans en 26 þingmenn stjórnarandstöðu sátu hjá. Fjármálaráðherra sagði fjárlögin markast af hagvaxtarskeiði en stjórnarandstaðan kallaði þau kosningafjárlög. 6.12.2006 12:02 Yfirmenn hjá Ríkislögreglustjóra bera ekki vitni Héraðdómur Reykjavíkur hafnaði fyrir stundu þeirri kröfu fimm manna tengdum Baugi að Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri og Jón H. skyldu bera vitni fyrir dómnum í tengslum við ákæru Baugsmanna um að þeir séu vanhæfir til að fara með rannsókn á hendur Baugsmönnum vegna meintra skattalaga brota þeirra. 6.12.2006 11:55 Úrskurðar um vitnisburð að vænta fyrir hádegi Dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur kveður upp úr um það klukkan 11. 45 hvort Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri og Jón H. B. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra skuli bera vitni fyrir dómnum í tengslum við ákæru fimm aðila tengdum Baugi um að þeir séu vanhæfir til að fara með ákærur á hendur Baugsmönnum vegna meintra skattabrota þeirra. 6.12.2006 11:18 Fons kaupir hlut Straums Burðaráss í 365 hf. Straumur Burðarás fjárfestingarbanki hefur selt allan hlut sinn í 365 hf., alls 9,23 prósent. Kaupandi er Fons eignarhaldsfélag sem er í eigu Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar. Eftir kaupin á Fons og tengd félög tæp 15 prósent í félaginu sem m.a. rekur fréttastofu Stöðvar 2 og Vísir.is. 6.12.2006 10:48 Mikill reykur í íbúð í Þangbakka Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað að Þangbakka í Mjóddinni í Reykjavík rétt fyrir kl 22 í kvöld þar sem mikill reykur var í íbúð á 8.hæð. Betur fór en á horfðist í fyrstu því enginn eldur var í íbúðinni en slökkviliðsmenn vinna nú að því að reykræsta. Ekki er vitað hvort einhver var inni í íbúðinni eða ekki. 5.12.2006 22:06 Óblíðar móttökur fyrir nýaðflutta Hornfirðinga Tveir menn hafa lagt fram kæru á Höfn í Hornafirði á hendur hópi unglingspilta vegna ofbeldisárásar aðfaranótt síðastliðins laugardags. Fréttastofa útvarps greindi frá þessu í kvöld. Mennirnir tveir eru nýfluttir til Hornafjarðar og segir lögreglan það því miður ekki einsdæmi að nýbakaðir Hornfirðingar fái óblíðar móttökur við komuna. 5.12.2006 19:56 Bóndi ákærður fyrir spjöll við álver á Reyðarfirði Ábúandinn á Kollaleiru í Reyðarfirði, sagði fyrir Héraðsdómi Austurlands í dag, að honum liði eins og flóttamanni í eigin landi. Hann er sakaður um að hafa valdið Bechtel vinnutjóni á álverssvæðinu en sjálfur segir hann að fyrirtækið hafi valdið honum tjóni með ólöglegu athæfi á jörð hans. 5.12.2006 18:49 Vildu hækka eigin kjör um 75% Sjálfstæðismenn í Árborg fullyrða að þeir hafi staðið í vegi fyrir áformum framsóknarmanna í bæjarstjórn um allt að 75% kjarabót til bæjarfulltrúa. Upp úr samstarfinu slitnaði á föstudag með gagnkvæmum brigslyrðum. Eyþór Arnalds vísar því til föðurhúsanna að hans hagsmunir hafi nokkuð með uppslit samstarfsins að gera. 5.12.2006 18:46 Matisse á Íslandi Menning upp á tvo milljarða verður til sýnis í Listasafni Íslands í jólamánuðinum og geta þá landsmenn í fyrsta sinni barið verk eftir sjálfan Matisse augum á íslenskri grundu. 5.12.2006 18:43 Sjá næstu 50 fréttir
Það er vont, en það venst Frumvarpi um málefni RUV ohf. hefur verið frestað á Alþingi og er nú ljóst að ekki verður af afgreiðslu þess fyrr en á vorþingi. Það er vont, en það venst, segir útvarpsstjóri um áframhaldandi óvissu varðandi málefni stofnunarinnar. Í morgun hófst á Alþingi önnur umræða um málefni Ríkisútvarpsins, en ákveðið hefur verið að fresta þriðju umræðu þessa umdeilda frumvarps þar til í janúar. 7.12.2006 12:03
Ólafur Ragnar og Al Gore í San Francisco Forseti Íslands mun gera grein fyrir árangri Íslendinga í nýtingu jarðhita og hvernig sú kunnátta hefur stuðlað að samstarfsverkefnum víða um veröld, á samráðsfundi sem honum og Al Gore, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna var sérstaklega boðið til, í San Francisco. 7.12.2006 11:16
Mótmælendur fá skilorðsbundinn dóm Héraðdsdómur Austurlands hefur dæmt sex breska ríkisborgara í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og tvo Breta í eins mánaðar fangelsi fyrir að hafa ruðst í heimildarleysi inn á skrifstofu verkfræðistofunnar Hönnunar á Reyðarfirði í sumar og gert þar tilraun til að svipta starfsmenn frelsi sínu. 7.12.2006 11:10
Afgreiðslu RÚV-frumvarps frestað fram yfir jól Frumvarp um Ríkisútvarpið ohf. verður ekki afgreitt fyrir jól en þinglok verða á laugardag. Þetta var að samkomulagi milli stjórnar og stjórnarandstöðu á Alþingi. 7.12.2006 10:34
Dómssátt í máli fyrrv. ráðuneytisstjóra og ríkisins Dómssátt varð í dag í máli Björns Friðfinnssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í viðskipta- og iðnaðarráðuneytinu, og íslenska ríkisins sem felur í sér að Björn heldur launum til sjötugs auk þess sem hann fær tvær milljónir í miskabætur. Björn höfðaði mál á hendur ríkinu eftir að honum var meinað að snúa aftur til starfa. 7.12.2006 10:24
Heilagur Nikulás heimsótti börn á Vestfjörðum Pólski jólasveinninn Mikotaj bankaði upp á á leikskólum á Suðureyri og Flateyri í dag, eftir því sem fram kemur á vefsíðu Bæjarins besta. Sveinninn talaði reyndar enga íslensku, enda frá Póllandi, en pólsk börn á leikskólunum gegndu lykilhlutverki túlka. Dagur heilags Nikulásar, sem talinn er vera forfaðir jólasveinanna, er haldinn hátíðlegur í dag. 6.12.2006 23:00
Týndi lyklunum sem allir vildu eiga Rheinbach-fangelsið í Þýskalandi var fært á hæsta öryggisstig í tvo daga eftir að yfirfangavörðurinn týndi masterlyklinum sem gengur að hverri einustu skrá í byggingunni. Verðirnir voru á sólarhringsvöktum og fangarnir lokaðir í klefum sínum þar til lykillinn fannst, - í sófanum inni í búningsherbergi fangavarðanna. 6.12.2006 22:48
Hornfirðingar vilja göng undir Lónsheiði Bæjarráð Hornafjarðar hvetur til að 200 milljónir sem ætlaðar eru til lagfæringar á veginum um Hvalnes- og Þvottárskriður verði frekar notaðar til að hefja undirbúning jarðganga undir Lónsheiði. Fréttavefurinn horn.is greinir frá þessu. Í bókun á bæjarráðsfundi frá í gær er sagt ljóst að ekki sé um framtíðarvegstæði að ræða í Skriðunum vegna grjóthruns og skriðufalla. 6.12.2006 21:30
Talsverður reykur og erfið jólahreingerning framundan Lítilsháttar eldur kviknaði í þvottavél í Torfufelli í Breiðholti klukkan hálfátta í kvöld en talsverður reykur gaus upp í íbúðinni. Kona sem var í íbúðinni var skoðuð á staðnum en ekki þótti ástæða til að flytja hana á sjúkrahús vegna reykeitrunar, að sögn lögreglu. Greiðlega gekk að slökkva og reykræsta en jólahreingerningin gæti orðið ærin á þessu heimili. 6.12.2006 21:25
2.000 tonna grettistak hrunið úr Klifinu 2.000 tonna bergblokk virðist vera stærsta bjargið sem hrunið í nýlegu berghruni í Klifinu í Heimaey. Forstöðumaður Náttúrustofu Suðurlands áætlar að von sé á meira hruni þarna á næstu dögum því bergstálið sé mjög sprungið. Stórfínar myndir eru inni á vef Náttúrustofu Suðurlands. 6.12.2006 20:18
Mótmæltu meintu ofbeldi lögreglu í Reykjavík Hátt á annan tug manna tók sér stöðu fyrir utan lögreglustöðina við Hverfisgötu með logandi kerti í kvöld og mótmæltu meintu ofbeldi lögreglumanna gegn fólki í varðhaldi. Tilefnið var að ungur maður lést um helgina eftir að hafa fengið hjartastopp í lögreglubíl viku fyrr. Því máli hefur verið vísað til ríkissaksóknara. 6.12.2006 20:13
Andi liðinna jóla í Árbæjarsafnskirkju Börn og fullorðnir geta drukkið í sig anda liðinna jóla í Árbæjarkirkju á sunnudaginn þar sem Kristinn Ágúst Friðfinnsson þjónar í aðventuguðsþjónustu. Drengjakór Þorgeirsbræðra mun syngja jólalög undir stjórn Signýjar Sæmundsdóttur en kirkjugestir fá einnig tækifæri til að taka undir í söng. Guðsþjónustan hefst klukkan 14:00 á sunnudag. 6.12.2006 19:45
Garðarshólmi rís á Húsavík til heiðurs landnámsmanni Konungur Svíþjóðar og forseti Íslands verða verndarar verkefnis um Garðarshólma, alþjóðlegt fræðasetur sem komið verður á fót á Húsavík. Setrið mun rísa á bökkum Húsavíkurhafnar og hljóðar kostnaðaráætlun upp á 150 milljónir króna. 6.12.2006 19:30
Ljósastýrð gatnamót nýtt eins lengi og kostur er Samgönguráðherra telur eðlilegt að nýleg fjárfesting í ljósastýrðum gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar verði nýtt eins lengi og kostur er, en segir að vinna sé hafin við undirbúning mislægra gatnamóta. 6.12.2006 18:52
Fjárlög ársins 2007 samþykkt frá Alþingi Fjárlög ríkisins fyrir næsta ár voru samþykkt frá Alþingi í dag með níu milljarða króna tekjuafgangi. Formaður fjárlaganefndar lýsti þeim sem velferðarfjárlögum en formaður Samfylkingarinnar sem kosningafjárlögum. 6.12.2006 18:50
Kárahnjúkastífla síar aurinn úr vatninu og lekur nær ekkert Landsvirkjunarmenn segja að Kárahnjúkastífla leki svo lítið að það teljist nánast á heimsmælikvarða. Stíflan hafi til þessa reynst betur en menn þorðu að vona. Svo þétt er stíflan að hún síar aurugasta vatn landsins nógu vel til að drekka má þá fáu lítra sem sleppa í gegn. 6.12.2006 18:35
30 sjúklingar í einangrun vegna fjölónæmra bakteríusýkinga Þrjátíu sjúklingar á Landsspítalanum í Fossvogi hafa verið settir í einangrun eftir að fjölónæm baktería greindist í sjúklingi. Bakterían er stórhættuleg og sýklalyf bíta illa eða ekki á henni. 6.12.2006 18:30
HB Grandi segir upp 16 manna áhöfn á Vopnafirði HB Grandi hefur sagt upp 16 manna áhöfn á ísfisktogaranum Brettingi sem gerður er út frá Vopnafirði. Skipið verður gert út fram í byrjun mars, meðan skipverjar vinna uppsagnarfrest sinn. Síðan verður skipinu lagt og fækkar þar með um eitt í flota fyrirtækisins því ekki er fyrirhugað að annað skip komi í staðinn. 6.12.2006 17:19
Fálkaungi fékk sér dúfu á Lækjartorgi Ungur fálki sat að snæðingi á Lækjartorgi þegar fjölmiðlamenn streymdu út úr Héraðsdómi Reykjavíkur í dag eftir dómsuppkvaðningu í fyrsta málinu tengdu verðsamráði olíufélaganna. Hann hafði náð sér í dúfu á torginu og sat sem fastast og reif hana í sig þrátt fyrir mikla athygli vegfarenda og ágang fréttamanna og blaðaljósmyndara. 6.12.2006 17:02
Frumvarpi breytt til að draga úr skerðingu bóta Árni Mathiesen, fjármálaráðherra, og Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra kynntu í dag aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að draga úr áhrifum tekna lífeyrisþega á bætur. Gert er ráð fyrir að frumvarp um almannatryggingar og málefni aldraðra verði breytt í þremur atriðum vegna þessa. 6.12.2006 16:51
Dæmdur fyrir að hindra lögreglu að störfum Karlmaður hefur verið dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Suðurlands fyrir að brot gegn valdstjórninni með því að hafa hindrað lögreglu að störfum. 6.12.2006 16:39
Jafnræðisákvæði vantar í frumvarp um heilbrigðisþjónustu Talsmaður neytenda telur þörf á jafnræðisákvæði í lögum um heilbrigðisþjónustu en frumvarp þar að lútandi er nú fyrir Alþingi. 6.12.2006 16:24
140 milljónir þarf til að framfylgja aðgerðaáætlun gegn ofbeldi 140 milljónir þarf til að framfylgja aðgerðaáætlun stjórnvalda vegna ofbeldis á heimilum og kynferðisofbeldis á árunum 2007-2011. Þetta kom fram á kynningarfundi Magnúsar Stefánssonar félagsmálaráðherra á áætluninni í Þjóðmenningarhúsinu í dag. 6.12.2006 15:43
Ker sýknað af skaðabótakröfu tengdri samráði Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag Ker af kröfu Sigurðar Hreinssonar frá Húsavík um bætur vegna þess skaða sem hann taldi sig hafa orðið fyrir vegna samráðs stóru olíufélaganna. Þetta er fyrsti dómur sem fellur í máli tengdu samráði olíufélaganna. 6.12.2006 15:22
Lögregla kölluð í heimahús vegna deilna um tölvunotkun Lögreglan í Reykjavík var kölluð út nokkrum sinnum í gær vegna heimiliserja. Ágreiningurinn var af ýmsum toga en í einu tilfelli var rifist um tölvunotkun unglingsins á heimilinu. Þar hafði ástandið farið úr böndunum en lögregla segir ekki um einsdæmi að ræða. 6.12.2006 15:04
Félagi eldri borgara í Reykjavík ekki heimilt að fara í framboð Félag eldri borgara í Reykjavík fer ekki í þingframboð í vor þar sem það er ekki heimilt samkvæmt lögum félagins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. 6.12.2006 14:48
Vitnaleiðslur geti tekið hátt í mánuð í Baugsmáli Búast má við að vitnaleiðslur í tenglsum við þá 18 ákæruliði Baugsmálsins sem eftir eru fyrir héraðsdómi taki á bilinu 20-28 daga en þær hefjast 12. febrúar. Þetta kom fram við fyrirtöku málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur eftir hádegi í dag. 6.12.2006 14:40
Á þriðja hundrað barna bíður eftir greiningu 71 barn á leikskólaaldri og 124 börn á grunnskólaaldri bíða eftir greiningu hjá Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins samkvæmt svari sem Magnús Stefánsson gaf á Alþingi í dag við fyrirspurn Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur, þingmanns Samfylkingarinnar. 6.12.2006 14:30
Fjölskylduhjálp fær tvær milljónir Fjölskylduhjálp Íslands fékk klukkan tvö í dag afhenta ávísun upp á tvær milljónir króna en það er sölugróði af geisladisk sem seldur var til styrktar henni. 6.12.2006 14:20
Úrskurður héraðsdóms frá því morgun kærður til Hæstaréttar Málflutningi í Héraðsdómi Reykjavíkur um hæfi yfirmanna efnahagsbrotadeildar til að fara með rannsókn á skattamálum fimm manna tengdum Baugi hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Til stóð að halda áfram með málið klukkan 14 en þá tilkynntu lögmenn Baugsmanna að þeir hefðu ákveðið að kæra úrskurð dómsins frá því í morgun til Hæstaréttar. 6.12.2006 14:17
Dómur fellur í máli tengdu olíusamráði í dag Héraðsdómur Reykjavíkur fellir í dag dóm í fyrsta málinu tengt olíusamráði stóru olíufélaganna. Það er Sigurður Hreinsson á Húsavík sem höfðar málið og fer fram á það að Ker hf., sem er fyrrverandi eigandi Olíufélagsins Esso, greiði sér um 180 þúsund krónur í skaðabætur vegna skaða sem hann hafi orðið fyrir í tengslum við samráð olíufélaganna á níunda áratug síðustu aldar. 6.12.2006 14:04
Stofna sjóð til að styrkja blinda og sjónskerta til háskólanáms Blindir og sjónskertir munu eiga meiri möguleika til háskólanáms, eftir stofnun Þórsteinssjóðs, sem stofnaður var í dag af Blindravinafélagi Íslands. 6.12.2006 13:15
Valgerður heimsækir Japana Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra hóf í dag opinbera heimsókn sína til Japans en hún er farin tilefni 50 ára afmælis stjórnmálasambands ríkjanna. 6.12.2006 13:09
Gildi verðlaunaður sem besti lífeyrissjóður landsins í ár Gildi-lífeyrissjóður hefur verið valinn besti lífeyrissjóðurinn á Íslandi árið 2006 af tímaritinu Investment & Pensions Europe (IPE). Fram kemur í tilkynningu frá sjóðnum að þetta sé í annað sinn á tveimur árum sem sjóðurinn hlýtur þessi verðlaun. 6.12.2006 12:45
Kampavínið hvarf í göngunum Ekkert varð af því að þyrstir gestir gætu vætt kverkar sínar í kampavíni til að fagna því að síðasta haftið í Kárahnjúkagöngum var rofið í gær því kampavínið var horfið þegar til átti að taka. 6.12.2006 12:30
Kárahnjúkavirkjun á kostnaðaráætlun Stærsta fjárhagslega óvissuþætti Kárahnjúkavirkjunar var eytt með gegnumbroti risaborsins í gær og segja Landsvirkjunarmenn nú að virkjunin verði nokkurn veginn á kostnaðaráætlun. Frávik verði í mesta lagi eitt til tvö prósent. 6.12.2006 12:12
Fjárlög ríkisins fyrir árið 2007 samþykkt á Alþingi Fjárlög ríkisins fyrir næsta ár voru samþykkt frá Alþingi fyrir hálfri klukkustund með 34 atkvæðum stjórnarmeirihlutans en 26 þingmenn stjórnarandstöðu sátu hjá. Fjármálaráðherra sagði fjárlögin markast af hagvaxtarskeiði en stjórnarandstaðan kallaði þau kosningafjárlög. 6.12.2006 12:02
Yfirmenn hjá Ríkislögreglustjóra bera ekki vitni Héraðdómur Reykjavíkur hafnaði fyrir stundu þeirri kröfu fimm manna tengdum Baugi að Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri og Jón H. skyldu bera vitni fyrir dómnum í tengslum við ákæru Baugsmanna um að þeir séu vanhæfir til að fara með rannsókn á hendur Baugsmönnum vegna meintra skattalaga brota þeirra. 6.12.2006 11:55
Úrskurðar um vitnisburð að vænta fyrir hádegi Dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur kveður upp úr um það klukkan 11. 45 hvort Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri og Jón H. B. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra skuli bera vitni fyrir dómnum í tengslum við ákæru fimm aðila tengdum Baugi um að þeir séu vanhæfir til að fara með ákærur á hendur Baugsmönnum vegna meintra skattabrota þeirra. 6.12.2006 11:18
Fons kaupir hlut Straums Burðaráss í 365 hf. Straumur Burðarás fjárfestingarbanki hefur selt allan hlut sinn í 365 hf., alls 9,23 prósent. Kaupandi er Fons eignarhaldsfélag sem er í eigu Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar. Eftir kaupin á Fons og tengd félög tæp 15 prósent í félaginu sem m.a. rekur fréttastofu Stöðvar 2 og Vísir.is. 6.12.2006 10:48
Mikill reykur í íbúð í Þangbakka Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað að Þangbakka í Mjóddinni í Reykjavík rétt fyrir kl 22 í kvöld þar sem mikill reykur var í íbúð á 8.hæð. Betur fór en á horfðist í fyrstu því enginn eldur var í íbúðinni en slökkviliðsmenn vinna nú að því að reykræsta. Ekki er vitað hvort einhver var inni í íbúðinni eða ekki. 5.12.2006 22:06
Óblíðar móttökur fyrir nýaðflutta Hornfirðinga Tveir menn hafa lagt fram kæru á Höfn í Hornafirði á hendur hópi unglingspilta vegna ofbeldisárásar aðfaranótt síðastliðins laugardags. Fréttastofa útvarps greindi frá þessu í kvöld. Mennirnir tveir eru nýfluttir til Hornafjarðar og segir lögreglan það því miður ekki einsdæmi að nýbakaðir Hornfirðingar fái óblíðar móttökur við komuna. 5.12.2006 19:56
Bóndi ákærður fyrir spjöll við álver á Reyðarfirði Ábúandinn á Kollaleiru í Reyðarfirði, sagði fyrir Héraðsdómi Austurlands í dag, að honum liði eins og flóttamanni í eigin landi. Hann er sakaður um að hafa valdið Bechtel vinnutjóni á álverssvæðinu en sjálfur segir hann að fyrirtækið hafi valdið honum tjóni með ólöglegu athæfi á jörð hans. 5.12.2006 18:49
Vildu hækka eigin kjör um 75% Sjálfstæðismenn í Árborg fullyrða að þeir hafi staðið í vegi fyrir áformum framsóknarmanna í bæjarstjórn um allt að 75% kjarabót til bæjarfulltrúa. Upp úr samstarfinu slitnaði á föstudag með gagnkvæmum brigslyrðum. Eyþór Arnalds vísar því til föðurhúsanna að hans hagsmunir hafi nokkuð með uppslit samstarfsins að gera. 5.12.2006 18:46
Matisse á Íslandi Menning upp á tvo milljarða verður til sýnis í Listasafni Íslands í jólamánuðinum og geta þá landsmenn í fyrsta sinni barið verk eftir sjálfan Matisse augum á íslenskri grundu. 5.12.2006 18:43