Innlent

Félagi eldri borgara í Reykjavík ekki heimilt að fara í framboð

Félag eldri borgara í Reykjavík fer ekki í þingframboð í vor þar sem það er ekki heimilt samkvæmt lögum félagins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Þar segir að á undanförnum vikum hafi því borist fyrirspurnir frá félagsmönnum þess efnis hvort félagið hyggist standa fyrir framboði vegna komandi þingkosninga í vor. Vísað er til laga félagsins þar sem fram kemur að það sér skipulagslega óháð stjórnmálaflokkum og hlutlaust í afstöðu til trúmála. Innan félagsins sé fólk úr öllum stjórnmálaflokkum og framboð til Alþingis myndi ganga á svig við lögin. Hins vegar takið félagið að sjálfsögðu til þess hvernig ríkisvaldið sinni hagsmunum eldri borgara hverju sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×