Innlent

Gildi verðlaunaður sem besti lífeyrissjóður landsins í ár

Gildi-lífeyrissjóður hefur verið valinn besti lífeyrissjóðurinn á Íslandi árið 2006 af tímaritinu Investment & Pensions Europe (IPE). Fram kemur í tilkynningu frá sjóðnum að þetta sé í annað sinn á tveimur árum sem sjóðurinn hlýtur þessi verðlaun.

Gildi hlýtur verðlaunin m.a. fyrir eignastýringu og fram kemur í umfjöllun IPE að Gildi hafi sýnt framúrskarandi ávöxtun á árinu 2005 og undanfarin ár.

Í tilkynningunni segir einnig að IPE sé fagtímarit um lífeyrismál þar sem fjallað sé um allt það helsta í lífeyrismálum á hverjum tíma í Evrópu. Undanfarin sex ár hefur blaðið verðlaunað þá lífeyrissjóði sem hafa skarað fram úr í sínu heimalandi eða í Evrópu, en að þessu sinni var finnski lífeyrissjóðurinn Ilmarinen kosinn besti lífeyrissjóðurinn í Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×