Dómssátt í máli fyrrv. ráðuneytisstjóra og ríkisins 7. desember 2006 10:24 MYND/E.Ól Dómssátt varð í dag í máli Björns Friðfinnssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í viðskipta- og iðnaðarráðuneytinu, og íslenska ríkisins sem felur í sér að Björn heldur launum til sjötugs auk þess sem hann fær tvær milljónir í miskabætur. Björn höfðaði mál á hendur ríkinu eftir að honum var meinað að snúa aftur til starfa.Björn var skipaður ráðuneytisstjóri í viðskipta- og iðnaðarráðuneytinu með æviráðningu árið 1989 en fékk leyfi frá störfum þegar hann gegndi starfi framkvæmdastjóra Eftirlitsstofnunar EFTA í þrjú ár. Þegar hann hugðist snúa það ár aftur hafnaði Finnur Ingólfsson, þáverandi viðskipta- og iðnaðarráðherra, því án þess að nokkrar ástæður væru gefnar fyrir því.Við þetta sætti Björn sig ekki en niðurstaðan varð sú að hann félsst á að taka við starfi sérstaks ráðgjafa ríkisstjórnarinnar um málefni EES til tveggja ára og snúa þá aftur í starf ráðuneytisstjóra.Aftur hafnaði ráðherra því en Björn tók við stjórn dóms- og kirkjumálaráðuneytisins til fimm ára, en þá voru einnig gerðar fleiri tilfærslur ráðuneytisstjóra milli ráðuneyta með samþykki þeirra. Um leið var gert skriflegt samkomulag um að Björn skyldi taka við starfi ráðuneytisstjóra í iðanaðar- og viðskiptaráðuneytinu að þessum fimm árum loknum.Þegar að því kom var heldur ekki staðið við það og gerður nýr tveggja ára samningur um frestun þess að Björn sneri aftur til starfa í viðskiptaráðuneytinu. Hann átti svo að snúa aftur til starfa um síðustu áramót en þá tilkynnti Valgerður Sverrisdóttir, þáverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra, honum að Kristján Skarphéðinsson hefði skipaður í embættið.Í kjölfarið höfðaði Björn mál á hendur ríkinu og krafði ríkið um fimm milljónir króna í miskabætur og að viðurkennt yrði að hann gæti snúið aftur í starf ráðuneytisstjóra. Til vara krafðist hann þess að hann fengi greidd full laun ráðuneytisstjóra til 70 ára aldurs og sautján og hálfa milljón króna í miskabætur.Sú dómssátt sem gerð var í dag kveður hins vegar á um að ríkissjóður greiði Birni laun til sjötugs ásamt miskabótum að upphæð tvær milljónir króna en ríkissjóður áskilur sér rétt til að leita til Björns um ráðgjöf og verkefnavinnu á meðan á launagreiðslunum stendurFram kemur í yfirlýsingu frá Birni að hann telji að sáttin sem gerð hafi verið og undirrituð er af forsætis-, fjármála- og iðnaðar- og viðskiptaráðherra feli í sér viðurkenningu á margföldum vanefndum ríkisins á gerðum samningum og ólögmætum vinnubrögðum af þess hálfu.Björn telur einnig að málið ætti að vekja menn til umhugsunar um skort á skýrum reglum um réttindi þeirra starfsmanna hins opinbera sem taka að sér tímabundið að sinna á erlendri grundu störfum á vegum íslenskra stjórnvalda. „Þar til slíkar reglur verða settar, er viðbúið að til fleiri dómsmála af svipaðri rót eigi eftir að koma," segir í yfirlýsingu Björns.Arnar Þór Jónsson lögmaður, sem hefur haft umsjón með máli Björns, segir að auk miskabótanna hafi ríkið fallist á að greiða allan málskostnað tengdan málinu. Hann segir jafnframt að tveggja milljóna króna skaðabætur séu mjög háar bætur miðað við íslenska dómaframkvæmd. Stj.mál Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Sjá meira
Dómssátt varð í dag í máli Björns Friðfinnssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í viðskipta- og iðnaðarráðuneytinu, og íslenska ríkisins sem felur í sér að Björn heldur launum til sjötugs auk þess sem hann fær tvær milljónir í miskabætur. Björn höfðaði mál á hendur ríkinu eftir að honum var meinað að snúa aftur til starfa.Björn var skipaður ráðuneytisstjóri í viðskipta- og iðnaðarráðuneytinu með æviráðningu árið 1989 en fékk leyfi frá störfum þegar hann gegndi starfi framkvæmdastjóra Eftirlitsstofnunar EFTA í þrjú ár. Þegar hann hugðist snúa það ár aftur hafnaði Finnur Ingólfsson, þáverandi viðskipta- og iðnaðarráðherra, því án þess að nokkrar ástæður væru gefnar fyrir því.Við þetta sætti Björn sig ekki en niðurstaðan varð sú að hann félsst á að taka við starfi sérstaks ráðgjafa ríkisstjórnarinnar um málefni EES til tveggja ára og snúa þá aftur í starf ráðuneytisstjóra.Aftur hafnaði ráðherra því en Björn tók við stjórn dóms- og kirkjumálaráðuneytisins til fimm ára, en þá voru einnig gerðar fleiri tilfærslur ráðuneytisstjóra milli ráðuneyta með samþykki þeirra. Um leið var gert skriflegt samkomulag um að Björn skyldi taka við starfi ráðuneytisstjóra í iðanaðar- og viðskiptaráðuneytinu að þessum fimm árum loknum.Þegar að því kom var heldur ekki staðið við það og gerður nýr tveggja ára samningur um frestun þess að Björn sneri aftur til starfa í viðskiptaráðuneytinu. Hann átti svo að snúa aftur til starfa um síðustu áramót en þá tilkynnti Valgerður Sverrisdóttir, þáverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra, honum að Kristján Skarphéðinsson hefði skipaður í embættið.Í kjölfarið höfðaði Björn mál á hendur ríkinu og krafði ríkið um fimm milljónir króna í miskabætur og að viðurkennt yrði að hann gæti snúið aftur í starf ráðuneytisstjóra. Til vara krafðist hann þess að hann fengi greidd full laun ráðuneytisstjóra til 70 ára aldurs og sautján og hálfa milljón króna í miskabætur.Sú dómssátt sem gerð var í dag kveður hins vegar á um að ríkissjóður greiði Birni laun til sjötugs ásamt miskabótum að upphæð tvær milljónir króna en ríkissjóður áskilur sér rétt til að leita til Björns um ráðgjöf og verkefnavinnu á meðan á launagreiðslunum stendurFram kemur í yfirlýsingu frá Birni að hann telji að sáttin sem gerð hafi verið og undirrituð er af forsætis-, fjármála- og iðnaðar- og viðskiptaráðherra feli í sér viðurkenningu á margföldum vanefndum ríkisins á gerðum samningum og ólögmætum vinnubrögðum af þess hálfu.Björn telur einnig að málið ætti að vekja menn til umhugsunar um skort á skýrum reglum um réttindi þeirra starfsmanna hins opinbera sem taka að sér tímabundið að sinna á erlendri grundu störfum á vegum íslenskra stjórnvalda. „Þar til slíkar reglur verða settar, er viðbúið að til fleiri dómsmála af svipaðri rót eigi eftir að koma," segir í yfirlýsingu Björns.Arnar Þór Jónsson lögmaður, sem hefur haft umsjón með máli Björns, segir að auk miskabótanna hafi ríkið fallist á að greiða allan málskostnað tengdan málinu. Hann segir jafnframt að tveggja milljóna króna skaðabætur séu mjög háar bætur miðað við íslenska dómaframkvæmd.
Stj.mál Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Sjá meira