Fleiri fréttir Fær 23 milljónir vegna mistaka í brjóstastækkunaraðgerð Tveir læknar voru í dag dæmdir í Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða konu rúmar tuttugu og þrjár milljónir króna í bætur vegna mistaka í aðgerð. Konan fór í brjóststækkunaraðgerð en á meðan á aðgerðinni stóð hætti hún að anda og fékk hjartastopp. 5.12.2006 15:56 Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Suðuvesturkjördæmi ákveðinn Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi var ákveðinn á fundi í Valhöll á síðastliðinn laugardag. Miðstjórn flokksins á eftir að samþykkja hann en Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sem sigraði prófkjör flokksins í kjördæminu leiðir listann. 5.12.2006 15:40 Gert ráð fyrir nærri 14 milljarða króna afgangi hjá borginni á næsta ári Gert er ráð fyrir 13,7 milljarða króna hagnaði af rekstri borgarinnar á næsta ári samkvæmt frumvarpi að fjárhagsáætlun sem nýr meirihluti í borgarstjórn leggur fram í dag. 5.12.2006 15:30 Hörður hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin 2006 Hörður Áskelsson hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin 2006. Verðlaunin voru afhent í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar, í dag. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, afhenti Herði verlaunin en Hörður er tónlistarmaður og kórstjóri. 5.12.2006 15:24 Niðurgreiðslur vegna skólamáltíða auknar vegna misræmis Menntaráð Reykjavíkur hefur ákveðið að hækka niðurgreiðslur vegna skólamáltíða í grunnskólum sem vegna aðstöðuleysis hafa þurft að bjóða nemendum upp á aðkeyptan heitan mat. 5.12.2006 14:43 Þrjár milljónir vinnustunda án alvarlegra slysa Starfsmenn við Fjarðaálsverkefnið á Reyðarfirði náðu þeim áfanga á laugardaginn var að vinna þrjár milljónir vinnustunda án þess að slys yrðu á staðnum sem leiddu til vinnutaps. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Fjarðaálsverkefninu. 5.12.2006 14:31 Glitnir opnar skrifstofu í Shanghai Glitnir opnaði í dag skrifstofu í Shanghai í Kína sem hefur það hlutverk að veita almenna fjármálaþjónustu á áherslusviðum bankans á alþjóðavettvangi en það eru meðal annars matvælaiðnaður, sjávarútvegur, sjálfbær orkuframleiðsla og skipaiðnaður. 5.12.2006 14:25 Álit Samkeppniseftirlitsins vegna RÚV-frumvarps Samkeppniseftirlitið segir nýtt frumvarp um Ríkisútvarpið ohf. skekkja samkeppnisstöðu keppinautanna og stríða gegn anda samkeppnislaga. Þetta kemur fram í áliti sem eftirlitið lagði fyrir menntamálanefnd vegna málsins. 5.12.2006 14:10 Öryggisvitund í samfélaginu verði þróuð með markvissum hætti Lagt er til að unnið verði að því með markvissum hætti að þróa öryggisvitund í samfélaginu og áhersla verði lögð á að byggja upp traust á upplýsingasamfélaginu, öryggi innviða þess og samkeppnishæfni samkvæmt skýrslu starfshóps samgönguráðherra um netöryggi og öryggi fjarskipta. 5.12.2006 13:51 Flugfélög minnka losun gróðurhúsalofttegunda Alþjóðasamtök flugfélaga hafa ákveðið að draga losun gróðurhúsalofttegunda um tíu prósent milli áranna 2000 og 2010. Þetta kom fram í máli Jóns Karls Ólafssonar, forstjóra Icelandair Group, á fundi Samtaka atvinnulífsins um loftslagsmál og atvinnulífið í dag. 5.12.2006 13:40 Tímamót við Kárahnjúkavirkjun Búið er að opna aðrennslisgöngin sem ætlað er að flytja Jöklu úr Hálslóni yfir í stöðvarhúsið í Fljótsdal. Borað var í gegnum síðasta haft ganganna klukkan hálf ellefu í morgun. 5.12.2006 12:58 Segir erfiðar samningalotur framundan Formaður nefndar Evrópusamtaka atvinnulífsins um loftslagsbreytingar telur að árangur hafi náðst á loftslagráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Naíróbí í Kenía í síðasta mánuði. Hann varar þó við erfiðu samningaferli næstu árin. 5.12.2006 12:45 Gjaldskrár borgarinnar hækki um 8,5 prósent Fjármálasvið borgarinnar hefur lagt það til við öll svið borgarinnar að hækka gjaldskrár um 8,5 prósent til að mæta auknum kostnaði á næsta ári. Gjöld fyrir börn á frístundaheimilum í Reykjavík hækka um tæp níu prósent um áramót og hafa þá hækkað um næstum fimmtán prósent á einu ári. 5.12.2006 12:30 „Þú skalt ekki mann deyða,“ segja prestar í Árnessprófastsdæmi Prestar í Árnessprófastsdæmi skora á yfirvöld að leggja hið snarasta tvær aðskildar akbrautir frá Reykjavík austur á Selfoss. Þetta kemur fram í ályktun frá þeim. 5.12.2006 12:19 Niðurlægði þingflokk Samfylkingarinnar Guðjón Ólafur Jónsson, þingmaður Framsóknarflokksinsk segir fá eða engin dæmi um að formaður flokks hafi niðurlægt þingmenn sína með þeim hætti sem formaður Samfylkingarinnar hafi gert í ræðu á flokkstjórnarfundi flokksins um helgina, þegar hún sagði þjóðina ekki treysta þingflokknum. 5.12.2006 12:17 Fráleit ásökun um óheiðarleika Eyþór Arnalds segir það tilhæfulaust að tengja samstarfsslit meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks á Selfossi við sína persónu eða hagsmuni. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vísa einnig til föðurhúsanna ásökunum um óheiðarleika í starfi í bæjarstjórninni og standa við fullyrðingar sínar um að steytt hafi á óhóflegum tillögum framsóknarmanna um allt að 70% hækkun til bæjarfulltrúa. 5.12.2006 12:05 Tveir í haldi vegna fólskulegrar árásar í Keflavík Tveir kalrmenn eru í haldi lögreglunnar í Keflavík, grunaðir um húsbrot og fólskulega árás á húsráðanda. 5.12.2006 12:01 Talsmaður neytenda leggst gegn því að OV og Rarik fari undir Landsvirkjun Talsmaður neytenda leggst gegn því að eignarhlutur ríkisins í Orkubúi Vestfjarða og Rafmagnsveitu ríkisins verði fluttur undir Landsvirkjun eins og gert er ráð fyrir í frumvarpi sem nú er til umfjöllunar á Alþingi. Þetta kemur fram í umsögn hans til iðnaðarnefndar vegna málsins. 5.12.2006 11:45 Fékk snöru til að hengja sig með í jólagjöf Karlmaður um fertugt var í dag dæmdur í tveggja mánaða fangelsik í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að reyna að aka á fyrrverandi eiginkonu sína. Maðurinn reyndi tvívegis að aka á konuna. Konan fékk jólagjöf frá manninum um síðustu jól en í pakkanum var snara til að hengja sig með. 5.12.2006 11:19 Krefjast stefnubreytingar í umferðarmálum Neytendasamtökin krefjast stefnubreytingar í umferðarmálum af hálfu ráðamanna landsins með það að markmiði að auka umferðaröryggi og fækka hörmulegum slysum og örkumlum á vegunum. 5.12.2006 11:10 Erlendir fjárfestar eiga tæp fimm prósent í Icelandair Group Erlendir fagfjárfestar eiga nú tæplega fimm prósenta hlut í Icelandair Group Holding en hlutafjárútboði félagsins lauk í gær. Fram kemur í tilkynningu frá félaginu að í boði hafi verði hlutir að söluvirði nærri fimm milljarðar króna en alls óskuðu fjárfestar eftir að kaupa hluti fyrir rúmlega helmingi hærri upphæð og því var mikil umframeftirspurn eftir bréfum í félaginu. 5.12.2006 10:51 Ók ölvaður inn á flugvélaplanið á Keflavíkurflugvelli Ölvaður ökumaður, sem var seinn fyrir í flug til útlanda í morgun, ók á fullri ferð í gegnum háa girðingu við Leifsstöð og inni á flugvélaplanið með fjóra lögreglubíla á hælunum. Þar stökk hann úr úr bílnum og ætlaði að hlaupa um borð í næstu vél þegar lögreglumenn hlupu hann uppi og handtóku hann umsvifalaust. 5.12.2006 10:33 Höggva sitt eigið jólatré Sífellt fleiri höggva sitt eigið jólatré hér á landi. Skógræktarfélag Reykjavíkur býður í ár líkt og fyrri ár fólki að koma í Heiðmörk fyrir jólin og höggva jólatré gegn hóflegu gjaldi. 5.12.2006 10:32 Segja vinnubrögð ekki hafa verið óeðlileg Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Árborg hafna þeim fullyrðingum tveggja bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar og Framsóknarflokksins í bæjarfélaginu að óeðlileg vinnubrögð hafi átt sér stað við þá beiðni Eðalhúsa að fá auglýsta tillögu sína um deiliskipulag svokallaðs Sigtúnsreits. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá bæjarfulltrúunum í kjölfar fréttar á Stöð 2 í gærkvöld. 5.12.2006 10:27 180 þúsund króna sekt fyrir vörslu og sölu fíkniefna Karlmaður hefur í Héraðsdómi Norðurlands eystra verið dæmdur til að greiða 180 þúsund króna sekt og til upptöku á nærri átta grömmum af amfetamíni fyrir sölu og vörslu fíkniefna. Þá var kona dæmd til greiðslu 30 þúsund króna vegna vörslu amfetamíns í sama máli. 5.12.2006 10:17 Töluvert um þjófnaði í borginni um helgina Töluvert var um þjófnaði í borginni um helgina en lögreglunni í Reykjavík bárust allmargar tilkynningar þess efnis eftir því sem segir á vef hennar. Voru það ekki síst verslunareigendur sem urðu fyrir barðinu á fingralöngum. L 5.12.2006 10:06 Klessti á ljósastaur grunaður um ölvun Ökumaður fólksbíls missti stjórn á farartækinu á Nýbýlavegi á níunda tímanum og klessti á ljósastaur. Hann er grunaður um ölvun við akstur en enginn slasaðist. Engin hálka var á veginum en malbikið var blautt að sögn lögreglu. 4.12.2006 23:36 Atvinnuauglýsingu dansks klámframleiðanda hafnað Atvinnumiðlun danska ríkisins ákvað í dag að klámmyndaframleiðanda væri ekki heimilt að auglýsa eftir starfskröftum á netinu, jafnvel þó að vefstjórastaðan sem fyrirtækið vildi auglýsa feldi ekki í sér neinn hlut í klámmyndatökum. Vinnumálastofnun Dana sagði að auglýsingin gæti virkað stuðandi á vinnuleitendur. 4.12.2006 21:05 43% segjast ekki hafa fengið lögbundnar launahækkanir Stór hluti verkafólks, 43%, segist svikinn um lögbundnar launahækkanir sem samið var um og áttu að ganga í gegn þann 1. júlí síðastliðinn, samkvæmt nýrri könnun. Atvinnurekendur draga niðurstöðurnar í efa 4.12.2006 20:49 Tvöföldun Suðurlands- og Vesturlandsvega kostar 20 milljarða Tvöföldun Suðurlandsvegar að Selfossi og Vesturlandsvegar að Hvalfjarðargöngum myndi kosta um 20 milljarða - helmingi meira heldur en svokölluð tveir plús einn leið með vegriði. Sveitarstjórnarmenn í Ölfusi eru hins vegar ekki til viðræðu um annað en tvöföldun. 4.12.2006 18:27 16 þúsund erlendir ríkisborgarar í starfi hérlendis Um 16 þúsund erlendir ríkisborgarar starfa hér á landi um þessar mundir, eftir því sem fram kemur í svari félagsmálaráðherra við fyrirspurn Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, þingmanns frjálslyndra. Pólverjar eru langfjölmennastir í hópi þeirra sem komið hafa til landsins á þessu ári og meirihluti þeirra atvinnuleyfa sem veitt voru í ár voru vegna byggingariðnaðar. 4.12.2006 18:23 Gegn anda samkeppnislaga Páll Gunnar Pálsson, forstöðumaður Samkeppniseftirlitsins, segir að þær breytingar sem hafi verið gerðar á frumvarpi um Ríkisútvarpið ohf, breyti engu um að það stríði gegn markmiðum samkeppnislaga. 4.12.2006 18:22 Einkaframkvæmd komi til greina ef hún flýti fyrir framkvæmdum Sturla Böðvarsson samgönguráðherra sagði á Alþingi í dag að hann teldi koma til greina að fela einkaaðilum að tvöfalda Suðurlandsveg ef það yrði til að flýta framkvæmdum við hann. Þetta kom fram í svari hans til Björgvins G. Sigurðssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, sem spurðist fyrir um stefnu stjórnvalda í málefnum Suðurlandsvegar. 4.12.2006 16:25 Heppilegra hefði verið að hafa meira samráð við utanríkismálanefnd Geir H. Haarde forsætisráðherra segir að betra og heppilegra hefði verið að hafa meira samráð við utanríkismálanefnd þegar ákveðið var að styðja innrásina í Írak árið 2003 en hins vegar telur hann að ákvörðunin hafi verið rétt miðað við þær upplýsingar sem lágu fyrir á þeim tíma. 4.12.2006 15:52 Dæmdir fyrir peningafölsun Þrír karlmenn voru í dag dæmdir í Héraðsdómi Norðurlands eystara fyrir peningafölsun. Einn mannanna var einnig dæmdur fyrir þjófnað og annar fyrir vörslu fíkniefna. Þeir notuðu falsaðan fimm þúsund króna seðil í Bónusvídeó á Akureyri. Mennirnir eru á aldrinum sextán til tuttugu og eins árs. 4.12.2006 15:46 Maður á níræðisaldri handtekinn fyrir akstur undir áhrifum Lögreglan í Reykjavík hafði afskipti af tólf ökumönnum vegna ölvunaraksturs og eins vegna aksturs undir áhrifum lyfja um helgina. Flestir hinna teknu voru á þrítugs- og fertugsaldri en sá elsti er á tíræðisaldri. 4.12.2006 15:45 Bónus styrkir Hjálparstarfi kirkjunnar og Mæðrastyrksnefnd Bónus færði í dag Hjálparstarfi kirkjunnar og Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur 21 milljón króna að gjöf. Þessar tvær stofnanir taka sameinast um að veita jólaaðstoð nú í desember. Aðstoðin er veitt bæði í Reykjavík og á landsbyggðinni þeim sem búa við bág kjör. 4.12.2006 15:33 Þungatakmarkanir á fjórum vegum frá og með morgundeginum Vegagerðin bendir á að vegna hættu á slitlagaskemmdum verður viðauki 1 felldur úr gildi og ásþungi takmarkaður við 10 tonn á eftirfarandi vegum frá og með kl. 8 í fyrramálið, 5. desember: 4.12.2006 15:30 Sífellt færri bækur prentaðar hér á landi Hlutfall þeirra bóka sem er að finna í Bókatíðindum Félags íslenskra bókaútgefenda í ár og prentaður er hér á landi hefur dregist verulega saman frá fyrra ári samkvæmt könnun Bókasambands Íslands. 4.12.2006 15:15 Nöfn þeirra sem létust í slysinu á Sandskeiði Stúlkan sem lést í bílslysinu á Sandskeiði á laugardaginn hét Svandís Þula Ásgeirsdóttir. Svandís var fimm ára til heimilis að Sandvaði 1 í Reykjavík. Karlmaður sem einnig lést í slysinu hét Ásgeir Jón Einarsson til heimilis að Fljótaseli 10 í Reykjavík. Ásgeir Jón var 29 ára, einhleypur og barnlaus. 4.12.2006 15:12 Ragnheiður nýr bæjarstjóri í Árborg Ragnheiður Hergeirsdóttir verður bæjarstjóri nýs meirihluta Samfylkingarinnar, Vinstri-grænna og Framsóknarflokks í Árborg. Gengið hefur verið frá samningi um samstarf flokkanna. Viðræður hafa staðið yfir frá því á föstudagskvöld eftir að það slitnaði upp úr samstarfi Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. 4.12.2006 14:30 Sigríður Björk verður aðstoðarríkislögreglustjóri Sigríður Björk Guðjónsdóttir, sýslumaður á Ísafirði, hefur verið skipuð aðstoðarríkislögreglustjóri við embætti Ríkislögreglustjóra til fimm ára frá og með næstu áramótum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá dóms- og kirkjumálaráðuneytinu. 4.12.2006 14:26 Tekinn fimm sinnum á bíl án bílprófs Lögreglan á Akranesi hafði afskipti af ungum ökumanni í liðinni viku þar sem hann reyndist ekki vera með bílpróf. Þetta væri varla í frásögur færandi nema fyrir það að þetta er í fimmta skiptið sem hann er tekinn án bílprófs. 4.12.2006 14:16 Fimm fíkniefnamál í Reykjavík um helgina Fimm fíkniefnamál komu til kasta lögreglunnar í Reykjavík um helgina en í þeim öllum fundust ætluð fíkniefni eins og lögregla kallar það. Á föstudagskvöld voru tveir karlmenn handteknir í miðbænum fyrir áðurnefndar sakir og aðfaranótt laugardags var þriðji karlmaðurinn stöðvaður í miðbænum af sömu ástæðu. 4.12.2006 13:45 Fiðla verður ekki í eigu RÚV Tæplega 280 ára gömul fiðla og önnur hljóðfæri sem Ríkisútvarpið hélt eftir við rekstarlegan aðskilnað Ríkisútvarpsins og Sinfóníuhljómsveitar Íslands verður ekki hluti af eignum Ríkisútvarpsins ohf. samkvæmt frumvarpi um breytingu á lögum um Sinfóníuhljómsveitina. 4.12.2006 13:37 Sjá næstu 50 fréttir
Fær 23 milljónir vegna mistaka í brjóstastækkunaraðgerð Tveir læknar voru í dag dæmdir í Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða konu rúmar tuttugu og þrjár milljónir króna í bætur vegna mistaka í aðgerð. Konan fór í brjóststækkunaraðgerð en á meðan á aðgerðinni stóð hætti hún að anda og fékk hjartastopp. 5.12.2006 15:56
Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Suðuvesturkjördæmi ákveðinn Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi var ákveðinn á fundi í Valhöll á síðastliðinn laugardag. Miðstjórn flokksins á eftir að samþykkja hann en Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sem sigraði prófkjör flokksins í kjördæminu leiðir listann. 5.12.2006 15:40
Gert ráð fyrir nærri 14 milljarða króna afgangi hjá borginni á næsta ári Gert er ráð fyrir 13,7 milljarða króna hagnaði af rekstri borgarinnar á næsta ári samkvæmt frumvarpi að fjárhagsáætlun sem nýr meirihluti í borgarstjórn leggur fram í dag. 5.12.2006 15:30
Hörður hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin 2006 Hörður Áskelsson hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin 2006. Verðlaunin voru afhent í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar, í dag. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, afhenti Herði verlaunin en Hörður er tónlistarmaður og kórstjóri. 5.12.2006 15:24
Niðurgreiðslur vegna skólamáltíða auknar vegna misræmis Menntaráð Reykjavíkur hefur ákveðið að hækka niðurgreiðslur vegna skólamáltíða í grunnskólum sem vegna aðstöðuleysis hafa þurft að bjóða nemendum upp á aðkeyptan heitan mat. 5.12.2006 14:43
Þrjár milljónir vinnustunda án alvarlegra slysa Starfsmenn við Fjarðaálsverkefnið á Reyðarfirði náðu þeim áfanga á laugardaginn var að vinna þrjár milljónir vinnustunda án þess að slys yrðu á staðnum sem leiddu til vinnutaps. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Fjarðaálsverkefninu. 5.12.2006 14:31
Glitnir opnar skrifstofu í Shanghai Glitnir opnaði í dag skrifstofu í Shanghai í Kína sem hefur það hlutverk að veita almenna fjármálaþjónustu á áherslusviðum bankans á alþjóðavettvangi en það eru meðal annars matvælaiðnaður, sjávarútvegur, sjálfbær orkuframleiðsla og skipaiðnaður. 5.12.2006 14:25
Álit Samkeppniseftirlitsins vegna RÚV-frumvarps Samkeppniseftirlitið segir nýtt frumvarp um Ríkisútvarpið ohf. skekkja samkeppnisstöðu keppinautanna og stríða gegn anda samkeppnislaga. Þetta kemur fram í áliti sem eftirlitið lagði fyrir menntamálanefnd vegna málsins. 5.12.2006 14:10
Öryggisvitund í samfélaginu verði þróuð með markvissum hætti Lagt er til að unnið verði að því með markvissum hætti að þróa öryggisvitund í samfélaginu og áhersla verði lögð á að byggja upp traust á upplýsingasamfélaginu, öryggi innviða þess og samkeppnishæfni samkvæmt skýrslu starfshóps samgönguráðherra um netöryggi og öryggi fjarskipta. 5.12.2006 13:51
Flugfélög minnka losun gróðurhúsalofttegunda Alþjóðasamtök flugfélaga hafa ákveðið að draga losun gróðurhúsalofttegunda um tíu prósent milli áranna 2000 og 2010. Þetta kom fram í máli Jóns Karls Ólafssonar, forstjóra Icelandair Group, á fundi Samtaka atvinnulífsins um loftslagsmál og atvinnulífið í dag. 5.12.2006 13:40
Tímamót við Kárahnjúkavirkjun Búið er að opna aðrennslisgöngin sem ætlað er að flytja Jöklu úr Hálslóni yfir í stöðvarhúsið í Fljótsdal. Borað var í gegnum síðasta haft ganganna klukkan hálf ellefu í morgun. 5.12.2006 12:58
Segir erfiðar samningalotur framundan Formaður nefndar Evrópusamtaka atvinnulífsins um loftslagsbreytingar telur að árangur hafi náðst á loftslagráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Naíróbí í Kenía í síðasta mánuði. Hann varar þó við erfiðu samningaferli næstu árin. 5.12.2006 12:45
Gjaldskrár borgarinnar hækki um 8,5 prósent Fjármálasvið borgarinnar hefur lagt það til við öll svið borgarinnar að hækka gjaldskrár um 8,5 prósent til að mæta auknum kostnaði á næsta ári. Gjöld fyrir börn á frístundaheimilum í Reykjavík hækka um tæp níu prósent um áramót og hafa þá hækkað um næstum fimmtán prósent á einu ári. 5.12.2006 12:30
„Þú skalt ekki mann deyða,“ segja prestar í Árnessprófastsdæmi Prestar í Árnessprófastsdæmi skora á yfirvöld að leggja hið snarasta tvær aðskildar akbrautir frá Reykjavík austur á Selfoss. Þetta kemur fram í ályktun frá þeim. 5.12.2006 12:19
Niðurlægði þingflokk Samfylkingarinnar Guðjón Ólafur Jónsson, þingmaður Framsóknarflokksinsk segir fá eða engin dæmi um að formaður flokks hafi niðurlægt þingmenn sína með þeim hætti sem formaður Samfylkingarinnar hafi gert í ræðu á flokkstjórnarfundi flokksins um helgina, þegar hún sagði þjóðina ekki treysta þingflokknum. 5.12.2006 12:17
Fráleit ásökun um óheiðarleika Eyþór Arnalds segir það tilhæfulaust að tengja samstarfsslit meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks á Selfossi við sína persónu eða hagsmuni. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vísa einnig til föðurhúsanna ásökunum um óheiðarleika í starfi í bæjarstjórninni og standa við fullyrðingar sínar um að steytt hafi á óhóflegum tillögum framsóknarmanna um allt að 70% hækkun til bæjarfulltrúa. 5.12.2006 12:05
Tveir í haldi vegna fólskulegrar árásar í Keflavík Tveir kalrmenn eru í haldi lögreglunnar í Keflavík, grunaðir um húsbrot og fólskulega árás á húsráðanda. 5.12.2006 12:01
Talsmaður neytenda leggst gegn því að OV og Rarik fari undir Landsvirkjun Talsmaður neytenda leggst gegn því að eignarhlutur ríkisins í Orkubúi Vestfjarða og Rafmagnsveitu ríkisins verði fluttur undir Landsvirkjun eins og gert er ráð fyrir í frumvarpi sem nú er til umfjöllunar á Alþingi. Þetta kemur fram í umsögn hans til iðnaðarnefndar vegna málsins. 5.12.2006 11:45
Fékk snöru til að hengja sig með í jólagjöf Karlmaður um fertugt var í dag dæmdur í tveggja mánaða fangelsik í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að reyna að aka á fyrrverandi eiginkonu sína. Maðurinn reyndi tvívegis að aka á konuna. Konan fékk jólagjöf frá manninum um síðustu jól en í pakkanum var snara til að hengja sig með. 5.12.2006 11:19
Krefjast stefnubreytingar í umferðarmálum Neytendasamtökin krefjast stefnubreytingar í umferðarmálum af hálfu ráðamanna landsins með það að markmiði að auka umferðaröryggi og fækka hörmulegum slysum og örkumlum á vegunum. 5.12.2006 11:10
Erlendir fjárfestar eiga tæp fimm prósent í Icelandair Group Erlendir fagfjárfestar eiga nú tæplega fimm prósenta hlut í Icelandair Group Holding en hlutafjárútboði félagsins lauk í gær. Fram kemur í tilkynningu frá félaginu að í boði hafi verði hlutir að söluvirði nærri fimm milljarðar króna en alls óskuðu fjárfestar eftir að kaupa hluti fyrir rúmlega helmingi hærri upphæð og því var mikil umframeftirspurn eftir bréfum í félaginu. 5.12.2006 10:51
Ók ölvaður inn á flugvélaplanið á Keflavíkurflugvelli Ölvaður ökumaður, sem var seinn fyrir í flug til útlanda í morgun, ók á fullri ferð í gegnum háa girðingu við Leifsstöð og inni á flugvélaplanið með fjóra lögreglubíla á hælunum. Þar stökk hann úr úr bílnum og ætlaði að hlaupa um borð í næstu vél þegar lögreglumenn hlupu hann uppi og handtóku hann umsvifalaust. 5.12.2006 10:33
Höggva sitt eigið jólatré Sífellt fleiri höggva sitt eigið jólatré hér á landi. Skógræktarfélag Reykjavíkur býður í ár líkt og fyrri ár fólki að koma í Heiðmörk fyrir jólin og höggva jólatré gegn hóflegu gjaldi. 5.12.2006 10:32
Segja vinnubrögð ekki hafa verið óeðlileg Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Árborg hafna þeim fullyrðingum tveggja bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar og Framsóknarflokksins í bæjarfélaginu að óeðlileg vinnubrögð hafi átt sér stað við þá beiðni Eðalhúsa að fá auglýsta tillögu sína um deiliskipulag svokallaðs Sigtúnsreits. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá bæjarfulltrúunum í kjölfar fréttar á Stöð 2 í gærkvöld. 5.12.2006 10:27
180 þúsund króna sekt fyrir vörslu og sölu fíkniefna Karlmaður hefur í Héraðsdómi Norðurlands eystra verið dæmdur til að greiða 180 þúsund króna sekt og til upptöku á nærri átta grömmum af amfetamíni fyrir sölu og vörslu fíkniefna. Þá var kona dæmd til greiðslu 30 þúsund króna vegna vörslu amfetamíns í sama máli. 5.12.2006 10:17
Töluvert um þjófnaði í borginni um helgina Töluvert var um þjófnaði í borginni um helgina en lögreglunni í Reykjavík bárust allmargar tilkynningar þess efnis eftir því sem segir á vef hennar. Voru það ekki síst verslunareigendur sem urðu fyrir barðinu á fingralöngum. L 5.12.2006 10:06
Klessti á ljósastaur grunaður um ölvun Ökumaður fólksbíls missti stjórn á farartækinu á Nýbýlavegi á níunda tímanum og klessti á ljósastaur. Hann er grunaður um ölvun við akstur en enginn slasaðist. Engin hálka var á veginum en malbikið var blautt að sögn lögreglu. 4.12.2006 23:36
Atvinnuauglýsingu dansks klámframleiðanda hafnað Atvinnumiðlun danska ríkisins ákvað í dag að klámmyndaframleiðanda væri ekki heimilt að auglýsa eftir starfskröftum á netinu, jafnvel þó að vefstjórastaðan sem fyrirtækið vildi auglýsa feldi ekki í sér neinn hlut í klámmyndatökum. Vinnumálastofnun Dana sagði að auglýsingin gæti virkað stuðandi á vinnuleitendur. 4.12.2006 21:05
43% segjast ekki hafa fengið lögbundnar launahækkanir Stór hluti verkafólks, 43%, segist svikinn um lögbundnar launahækkanir sem samið var um og áttu að ganga í gegn þann 1. júlí síðastliðinn, samkvæmt nýrri könnun. Atvinnurekendur draga niðurstöðurnar í efa 4.12.2006 20:49
Tvöföldun Suðurlands- og Vesturlandsvega kostar 20 milljarða Tvöföldun Suðurlandsvegar að Selfossi og Vesturlandsvegar að Hvalfjarðargöngum myndi kosta um 20 milljarða - helmingi meira heldur en svokölluð tveir plús einn leið með vegriði. Sveitarstjórnarmenn í Ölfusi eru hins vegar ekki til viðræðu um annað en tvöföldun. 4.12.2006 18:27
16 þúsund erlendir ríkisborgarar í starfi hérlendis Um 16 þúsund erlendir ríkisborgarar starfa hér á landi um þessar mundir, eftir því sem fram kemur í svari félagsmálaráðherra við fyrirspurn Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, þingmanns frjálslyndra. Pólverjar eru langfjölmennastir í hópi þeirra sem komið hafa til landsins á þessu ári og meirihluti þeirra atvinnuleyfa sem veitt voru í ár voru vegna byggingariðnaðar. 4.12.2006 18:23
Gegn anda samkeppnislaga Páll Gunnar Pálsson, forstöðumaður Samkeppniseftirlitsins, segir að þær breytingar sem hafi verið gerðar á frumvarpi um Ríkisútvarpið ohf, breyti engu um að það stríði gegn markmiðum samkeppnislaga. 4.12.2006 18:22
Einkaframkvæmd komi til greina ef hún flýti fyrir framkvæmdum Sturla Böðvarsson samgönguráðherra sagði á Alþingi í dag að hann teldi koma til greina að fela einkaaðilum að tvöfalda Suðurlandsveg ef það yrði til að flýta framkvæmdum við hann. Þetta kom fram í svari hans til Björgvins G. Sigurðssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, sem spurðist fyrir um stefnu stjórnvalda í málefnum Suðurlandsvegar. 4.12.2006 16:25
Heppilegra hefði verið að hafa meira samráð við utanríkismálanefnd Geir H. Haarde forsætisráðherra segir að betra og heppilegra hefði verið að hafa meira samráð við utanríkismálanefnd þegar ákveðið var að styðja innrásina í Írak árið 2003 en hins vegar telur hann að ákvörðunin hafi verið rétt miðað við þær upplýsingar sem lágu fyrir á þeim tíma. 4.12.2006 15:52
Dæmdir fyrir peningafölsun Þrír karlmenn voru í dag dæmdir í Héraðsdómi Norðurlands eystara fyrir peningafölsun. Einn mannanna var einnig dæmdur fyrir þjófnað og annar fyrir vörslu fíkniefna. Þeir notuðu falsaðan fimm þúsund króna seðil í Bónusvídeó á Akureyri. Mennirnir eru á aldrinum sextán til tuttugu og eins árs. 4.12.2006 15:46
Maður á níræðisaldri handtekinn fyrir akstur undir áhrifum Lögreglan í Reykjavík hafði afskipti af tólf ökumönnum vegna ölvunaraksturs og eins vegna aksturs undir áhrifum lyfja um helgina. Flestir hinna teknu voru á þrítugs- og fertugsaldri en sá elsti er á tíræðisaldri. 4.12.2006 15:45
Bónus styrkir Hjálparstarfi kirkjunnar og Mæðrastyrksnefnd Bónus færði í dag Hjálparstarfi kirkjunnar og Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur 21 milljón króna að gjöf. Þessar tvær stofnanir taka sameinast um að veita jólaaðstoð nú í desember. Aðstoðin er veitt bæði í Reykjavík og á landsbyggðinni þeim sem búa við bág kjör. 4.12.2006 15:33
Þungatakmarkanir á fjórum vegum frá og með morgundeginum Vegagerðin bendir á að vegna hættu á slitlagaskemmdum verður viðauki 1 felldur úr gildi og ásþungi takmarkaður við 10 tonn á eftirfarandi vegum frá og með kl. 8 í fyrramálið, 5. desember: 4.12.2006 15:30
Sífellt færri bækur prentaðar hér á landi Hlutfall þeirra bóka sem er að finna í Bókatíðindum Félags íslenskra bókaútgefenda í ár og prentaður er hér á landi hefur dregist verulega saman frá fyrra ári samkvæmt könnun Bókasambands Íslands. 4.12.2006 15:15
Nöfn þeirra sem létust í slysinu á Sandskeiði Stúlkan sem lést í bílslysinu á Sandskeiði á laugardaginn hét Svandís Þula Ásgeirsdóttir. Svandís var fimm ára til heimilis að Sandvaði 1 í Reykjavík. Karlmaður sem einnig lést í slysinu hét Ásgeir Jón Einarsson til heimilis að Fljótaseli 10 í Reykjavík. Ásgeir Jón var 29 ára, einhleypur og barnlaus. 4.12.2006 15:12
Ragnheiður nýr bæjarstjóri í Árborg Ragnheiður Hergeirsdóttir verður bæjarstjóri nýs meirihluta Samfylkingarinnar, Vinstri-grænna og Framsóknarflokks í Árborg. Gengið hefur verið frá samningi um samstarf flokkanna. Viðræður hafa staðið yfir frá því á föstudagskvöld eftir að það slitnaði upp úr samstarfi Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. 4.12.2006 14:30
Sigríður Björk verður aðstoðarríkislögreglustjóri Sigríður Björk Guðjónsdóttir, sýslumaður á Ísafirði, hefur verið skipuð aðstoðarríkislögreglustjóri við embætti Ríkislögreglustjóra til fimm ára frá og með næstu áramótum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá dóms- og kirkjumálaráðuneytinu. 4.12.2006 14:26
Tekinn fimm sinnum á bíl án bílprófs Lögreglan á Akranesi hafði afskipti af ungum ökumanni í liðinni viku þar sem hann reyndist ekki vera með bílpróf. Þetta væri varla í frásögur færandi nema fyrir það að þetta er í fimmta skiptið sem hann er tekinn án bílprófs. 4.12.2006 14:16
Fimm fíkniefnamál í Reykjavík um helgina Fimm fíkniefnamál komu til kasta lögreglunnar í Reykjavík um helgina en í þeim öllum fundust ætluð fíkniefni eins og lögregla kallar það. Á föstudagskvöld voru tveir karlmenn handteknir í miðbænum fyrir áðurnefndar sakir og aðfaranótt laugardags var þriðji karlmaðurinn stöðvaður í miðbænum af sömu ástæðu. 4.12.2006 13:45
Fiðla verður ekki í eigu RÚV Tæplega 280 ára gömul fiðla og önnur hljóðfæri sem Ríkisútvarpið hélt eftir við rekstarlegan aðskilnað Ríkisútvarpsins og Sinfóníuhljómsveitar Íslands verður ekki hluti af eignum Ríkisútvarpsins ohf. samkvæmt frumvarpi um breytingu á lögum um Sinfóníuhljómsveitina. 4.12.2006 13:37