Innlent

2.000 tonna grettistak hrunið úr Klifinu

Ljósmyndarinn stendur þarna uppi á stærstu grjótblokkinni og horfir í átt að Stóra-Erni.
Ljósmyndarinn stendur þarna uppi á stærstu grjótblokkinni og horfir í átt að Stóra-Erni. MYND/Ingvar Atli Sigurðsson
2.000 tonna bergblokk virðist vera stærsta bjargið sem hrunið í nýlegu berghruni í Klifinu í Heimaey. Forstöðumaður Náttúrustofu Suðurlands áætlar að von sé á meira hruni þarna á næstu dögum því bergstálið sé mjög sprungið. Stórfínar myndir eru inni á vef Náttúrustofu Suðurlands.
Á síðunni segir að stórhættulegt sé að vera þarna á ferð, bæði vegna hættu á hruni og vegna þess að skriðan sé laus í sér og óstöðug, þar sem brimið grafi sífellt undan henni.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×