Innlent

Garðarshólmi rís á Húsavík til heiðurs landnámsmanni

Konungur Svíþjóðar og forseti Íslands verða verndarar verkefnis um Garðarshólma, alþjóðlegt fræðasetur sem komið verður á fót á Húsavík. Garðarshólmi mun rísa á bökkum Húsavíkurhafnar og hljóðar kostnaðaráætlun upp á 150 milljónir króna.

Alþingi hefur veitt fé til verkefnisins en í fræðasetrinu verður ekki síst fjallað um þær breytingar sem orðið hafa á Húsavík og í nágrenni frá því að land byggðist og sögunni gerð skil frá landnámi. Umhverfisvernd og ferðaþjónusta eru lykilorð 21. aldar að sögn Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands. Hann er verndari Garðarshólma í félagi við Svíakonung Karl Gústaf.

 

Sendiherra Svíþjóðar á Íslandi segir mikla auðlind í landnámsmanninum Garðari en það eru heimamenn á Húsavík sem eiga heiðurinn af hugmyndinni og sjá þeir fyrir sér mikla atvinnusköpun samfara fræðasetrinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×