Innlent

Valgerður heimsækir Japana

MYND/GVA

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra hóf í dag opinbera heimsókn sína til Japans en hún er farin tilefni 50 ára afmælis stjórnmálasambands ríkjanna.

Fram kemur í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu að utanríkisráðherra hafi meðal annars átt hádegisverðarfund með utanríkisráðherra Japans, Taro Aso, þar sem rædd voru tvíhliða samskipti ríkjanna og möguleikar á gerð tvíhliða viðskiptasamninga, s.s. fríverslunar-, tvísköttunar- og loftferðasamninga.

Einnig voru ræddir sameiginlegir hagsmunir ríkjanna á sviðum alþjóðamála, umhverfismála og hvalveiða. Þá fóru ráðherrarnir yfir sameiginlegar áherslur ríkjanna varðandi endurbætur á stjórnkerfi Sameinuðu þjóðanna og framboð Íslands til setu í öryggisráði S.þ. Aukið samstarf Japans og Atlantshafsbandalagsins var einnig til umræðu.

Valgerður ræddi í morgun við aðstoðarsamgönguráðherra Japans um það hvernig fjölga mætti japönskum ferðamönnum til Íslands og gerð tvíhliða loftferðasamnings milli ríkjanna. Utanríkisráðherra lagði til að haldinn yrði fundur embættismanna um þau mál hið fyrsta.

Á morgun á utanríkisráðherra svo fundi með vinafélagi Íslands á japanska þinginu, rektori háskóla Sameinuðu þjóðanna og aðstoðarviðskiptaráðherra Japans. Annað kvöld verður ráðherra svo gestgjafi í hátíðarmótttöku í tilefni 50 ára afmælis stjórnmálasambands landanna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×