Fleiri fréttir

Spáir nýju hagvaxtarskeiði eftir rúmt ár

Landsbankinn spáir nýju hagvaxtaskeiði eftir rúmt ár, eða árið 2008. Þetta kemur fram í hagspá Landsbankans sem kynnt var í morgun. Nýja hagvaxtaskeiðið árið má rekja til áframhaldandi stóriðjuframkvæmda.

Anna Sigríður gefur kost á sér í Suðvesturkjördæmi

Anna Sigríður Guðnadóttir, varaformaður Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ, hefur ákveðið að taka þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi og stefnir að kjöri í 4.- 5. sæti á lista flokksins við alþingiskosningarnar í vor. Þetta kemur fram í tilkynningu frá henni í morgun.

Mótmælir harðlega orðum Sigurgeirs

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, mótmælir harðlega orðum framkvæmdastjóra Bændasamtaka Íslands um að tillögur flokksins til lækkunar á matvælaverði séu tilraun til að leggja landbúnaðinn í rúst.

Verslanir tapa yfir þremur milljörðum á þjófnuðum

Mikið álag er á öryggisvörðum í verslunarkjörnum og verslunum vegna þjófnaða og verslanir tapa yfir þremur milljörðum á ári vegna þjófnaða. Þetta kemur fram í fréttabréfi Samtaka verslunar og þjónustu.

Stofna undirbúningsfélag um stækkun Suðurlandsvegar

Stofna á undirbúningsfélag, Suðurlandsveg ehf., um að leggja fjögurra akreina veg á milli Selfoss og Reykjavíkur í einkaframkvæmd. Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðstandendum félagsins sem boðað hafa til blaðamannafundar í Litlu-Kaffistofunni í dag.

Bensínstöðinni á Keflavíkurflugvelli lokað

Bensínstöðinni á Keflavíkurflugvelli verður lokað í dag, en þar hefur um áratuga skeið verið selt landsins ódýrasta bensín þar sem ekki rennur króna af því í íslenska ríkissjóðinn.

Slapp án skráma þegar jeppi valt

Kona um tvítugt slapp ómeidd og ekki einu sinni skrámuð þegar hún missti stjórn á stórum jeppa sínum á Hellisheiði upp úr miðnætti með þeim afleiðingum að jeppinn endastakkst, valt og hafnaði loks á hjólunum, gjörónýtur.

Á 130 km hraða í höfuðborginni

Tveir ungir ökumenn, 17 og 18 ára, voru stöðvaðir á Reykjanesbraut á móts við Smárann í Kópavogi í gærkvöldi eftir að þeir höfðu mælst á tæplega 130 kílómetra hraða í kappakstri sem hófst á milli þeirra á Miklubraut.

Vilja að fyllingu Hálslóns verði frestað

Hópur manna hyggst koma saman nú klukkan níu við höfuðstöðvar Landsvirkjunar við Háaleitisbraut til þess að mótmæla því að byrjað verði að fylla Hálslón í vikunni. Hópurinn ætlar að reyna að fá fund með Friðrik Sophussyni, forstjóra Landsvirkjunar, og fara fram á það á fyllingu lónsins verði frestað eins og Ómar Ragnarsson hefur lagt til.

Hjólaði á bíl og slasaðist

Átján ára stúlka slasaðist þegar hún hjólaði á bíl á mótum Suðurgötu og Kirkjugarðsstígs í Vesturbæ Reykjavíkur í gærkvöldi. Hún var flutt á slysadeild Landsspítalans og gekkst þar undir aðgerð. Tildrög slyssins eru óljós, en stúlkan var ekki með hjálm.

Snarpur skjálfti í Dyngjujökli

Jarðskjálfti upp á 3,8 á Richter varð í Dyngjujökli um klukkan hálfsjö í gærkvöldi og síðan fylgdu tugir eftirskjálfta. Jafnt og þétt hefur dregið úr styrkleika þeirra í nótt og telja jarðvísindamenn skjálftann ekki fyrirboða frekari tíðinda enda skjálftar tíðir á þessum slóðum þótt skjálftinn í gærkvöldi hafi verið í snarpasta lagi.

Nylon í efsta sæti í Bretlandi

„Þetta var algjör draumur. Queen hefur alltaf verið uppáhaldshljómsveitin mín. Ég er ennþá að jafna mig,“ sagði Steinunn Camilla, meðlimur stúlknarhljómsveitarinnar Nylon, um hrós Brian May, sem kunnastur er fyrir gítarleik sinn með hljómsveitinni Queen.

Dregur úr veiði á stórum urriða

Heldur hefur dregið úr veiði á stórum urriða í Þingvallavatni. Það gæti bent til þess að ábendingar, sem Þingvallanefnd hafa borist um villimannlegar urriðaveiðar í vatninu, eigi við rök að styðjast.

Alls óvíst að samflot verið við Norðmenn

Dómsmálaráðherra Noregs segir alls óvíst að samflot verði haft með Íslendingum um þyrlukaup til norsku strandgæslunnar og íslensku Landhelgisgæslunnar, eins og fyrirhugað var í sparnaðarskyni.

Heyrði byssuskot og þyt í byssukúlum

Skotið var af riffli að manni við Óbrynnishóla við Hafnarfjörð í gærkvöldi, en eins og nærri má geta er meðferð skotvopna bönnuð á svæðinu.

Íbúafjöldi Seltjarnarness tvöfaldaður

Hugmyndir eru um að tvöfalda íbúafjölda Seltjarnarness með því að búa til heila eyju við sunnanvert Nesið. Slíkar framkvæmdir myndu kalla á mikil samgöngumannvirki í vesturbæ Reykjavíkur, svo að Seltirningar einangruðust ekki.

Vill koma skýrslum um banaslys inn í skólakerfið

Formaður rannsóknarnefndar umferðarslysa telur að koma verði kennslu um raunveruleg umferðarslys inn í skólana því áróður í fjölmiðlum fari framhjá stórum hópi ungmenna. Hann segir fulla ástæðu til þess að skoða lífstíl ungmenna því hann spái fyrir um áhættuhegðun þeirra í umferðinni.

Segir afnám toll gera út af við landbúnaðinn

Framkvæmdastjóri Bændasamtakanna segir það blekkingu að matarverð hér á landi sé fimmtíu prósentum hærra en í nágrannalöndunum eins og Samfylkingin heldur fram. Hann segir alþjóðasamninga ekki leyfa að nýir styrkir til bænda verði teknir upp og því myndi það ganga af landbúnaðinum dauðum að afnema verndartolla á skömmum tíma.

Sofnaði undir stýri og fór út af

Bíll fór út af Reykjanesbraut á Strandarheiði rétt fyrir hádegi í dag þegar ökumaður sofnaði undir stýri. Ökumaðurinn slapp með skrekkinn og bíllinn var lítið skemmdur, þannig að maðurinn gat með aðstoð félaga sinna dregið bílinn aftur upp á veg og keyrt heim í bólið. Að sögn lögreglu var hann ekki grunaður um akstur undir áhrifum.

Evrópumenn unnu Ryder-bikarinn

Evrópumenn tryggðu sér í dag sigur á Bandaríkjamönnum í Ryder-bikarkeppninni í golfi þriðja árið í röð, sem mun vera met. Þetta er einnig fjórði sigurinn á fimm árum.

Töluverðar skemmdir í skemmubruna í Hvítársíðu

Tvær dráttarvélar, heyvinnuvélar og fleiri tæki eyðilögðust þegar eldur kom upp í vélageymslu að bænum þorgautsstöðum í Hvítársíðu í Borgarfirði í nótt, og náði að breiðast út um alla skemmuna á augabragði. Hún var að falli komin þegar slökkvilið sveitarinnar og úr Borgarnesi komu á vettvang, en þeim tókst að verja nálæg hús. Eldsupptök eru ókunn.

Bjargaði vélarvana báti

Björgunarskipið Húnabjörg frá Skagaströnd var kallað út rétt fyrir átta í morgun til bjargar vélarvana bát, Guðmundi Hóba, frá Grindavík. Veður á staðnum var gott og lítil hætta á ferðum. Björgunarskipið fylgdi Guðmundi Hóba til hafnar á Skagaströnd og komu þau í höfn upp úr tíu í morgun en báturinn reyndist vera með bilaðan gír.

Sektuðu 24 ökumenn á 90 mínútum

Lögreglan í Reykjavík kærði 24 ökumenn fyrir of hraðan akstur á einni og hálfri klukkustund í gærkvöldi, aðallega á Hringbraut og Miklubraut. Þetta er langt yfir öllu meðallagi og virðist ekkert lát vera á hraðaksturshrinunni , sem verið hefur í nokkra daga. Yngsti ökumaðurinn var 17 ára og tók bílpróf fyrir tólf dögum. Hann hafði því ekki einu sinni fengið ökuskírteinið í hendurnar heldur framvísaði bráðabirgðaskírteini.

Sluppu vel úr veltu í Aðaldalshrauni

Tveir menn sluppu ótrúlega lítið meiddir, að sögn lögreglunnar á Húsavík, þegar bíll þeirra fór út af veginum í Aðaldalshrauni í gærkvöldi og valt tvær veltur. Þeir voru talsvert lemstraðir og eitthvað skornir af glerbrotum, en ekki alvarlega meiddir. Gert var að sárum þeirra á sjúkrahúsinu á Akureyri.

Ók fullur á undirstöðu hæðarslár

Ölvaður ökumaður ók í gærkvöldi á miklum hraða á steinsteypta undirstöðu svonefndrar hæðarslár, vegna brúarbyggingar á mótum Suðurlands- og Vesturlandsvega og kastaði níðþungri undirstöðunni margra metra úr stað. Það þykir með ólíkindum að maðurinn skuli hafa sloppið lítið meiddur, enda hefur höggið verið gríðarmikið og bíllinn er gerónýtur.

Reyndi að smygla dópi inn á Litla-Hraun

Kona á fertugsaldri, sem ætlaði að heimsækja fanga á Litla Hrauni um miðjan dag í gær, þótti hegða sér grunsamlega og kölluðu fangaverðir lögreglumenn á vettvang. Strax og í ljós kom að hún hafði komið akandi, var tekið úr henni sýni vegna gruns um að hún hefði ekið undir áhrifjum lyfja eða fíkniefna.

Mun leggja landbúnað í rúst

„Svona aðgerðir á svona stuttum tíma munu leggja stóran hluta landbúnaðarins, og úrvinnslugreina hans, í rúst,“ segir Sigurgeir Þorgeirsson, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna, um tillögur Samfylkingar til lækkunar á matvælaverði.

Samfylking ætlar að lækka matvöruverð

Samfylkingin ætlar að lækka matarreikning heimilanna um 200.000 krónur á ári. Meðal breytinga sem lagðar eru til eru niðurfelling vörugjalda og lækkun virðisaukaskatts á matvæli. Einnig skuli fella niður alla innflutningstolla á matvælum.

Óþokkar dreifa glerbrotum í sandkassa

Dagforeldrar í Síðuhverfi á Akureyri þurfa daglega að yfirfara leikvöll í hverfinu til að ganga úr skugga um að glerbrot og tæki til fíkniefnaneyslu stofni börnum ekki í hættu. Svo langt gangi skemmdarverkin að glerbrotum sé stundum dreift á markvissan hátt um sandkassa á leikvellinum.

"Nokkrir ansi ósáttir" - prófkjör Framsóknarmanna í norðvestur

Framboðslisti Framsóknarmanna í Norðvesturkjördæmi verður ákveðinn með póstkosnu prófkjöri, þvert á tillögu stjórnar kjördæmasambandsins sem vildi stilla upp á lista. Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknar, segir afar fátítt að tillaga stjórnar kjördæmisráðs hljóti ekki brautargengi og segir það endurspegla miklar áhyggjur af stöðu flokksins.

Maðurinn fundinn á Síldarmannagötum

Maðurinn sem leitað var að á Síldarmannagötum er fundinn og er á leið til Reykjavíkur með þyrlu. Lögregla segir manninn þó ekki hafa verið illa haldinn heldur hafi þyrlan verið komin á staðinn til leitar og því hafi verið ákveðið að senda manninn með þyrlu í bæinn í skoðun.

Slapp vel úr veltu

Ung stúlka slapp vel þegar lítill fólksbíll valt á Þrengslavegi í Svínahrauni, við vegamótin við Suðurlandsveg. Bíllinn er ónýtur. Stúlkan missti stjórn á bílnum þegar hann lenti í lausamöl sem var á veginum þar sem nýbúið er að leggja klæðningu. Stúlkan var flutt á slysadeild þar sem hún fer í rannsóknir en hún virðist hafa sloppið með minniháttar meiðsl.

Undirbúningur að útboði hafinn

Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum krefst þess að ríkisstjórnin leysi flugsamgöngumál Vestmannaeyinga þegar í stað, en áætlunarflug milli lands og Eyja leggst af eftir helgi. Undirbúningur að útboði er þegar hafinn og verður málið lagt fyrir ríkisstjórnarfund á þriðjudag.

Leitað að göngumanni á Síldarmannagötum

Leit stendur yfir að karlmanni á áttræðisaldri sem varð viðskila við gönguhóp á leið um Síldarmannagötur, frá Hvalfirði í Skorradal. Maðurinn dróst aftur úr gönguhópnum þar sem hann var ferðlúinn og fannst svo ekki þegar einn úr hópnum hljóp til baka. Maðurinn er ekki illa búinn og heilsuhraustur miðað við aldur.

Aukin hætta á skriðu

Sprunga er í Óshyrnunni, fyrir ofan Óshlíðarveg milli Bolungarvíkur og Ísafjarðar. Hún gliðnaði miklu meira síðasta vetur en árin þar á undan og segir bæjarstjórinn í Bolungarvík þetta enn ein rökin fyrir því að hefja jarðgangagerð strax. Ef hluti Óshyrnu hleypur í sjó fram, myndast áreiðanlega flóðbylgja, en erfitt er að meta hversu stór hún yrði, segir jarðfræðingur sem mældi gliðnunina í gær.

Hægri leyniþjónusta

Leyniþjónustan sem starfrækt var hérlendis á fimmta til áttunda áratug síðustu aldar, var að öllum líkindum leyniþjónusta Sjálfstæðisflokksins, ekki stjórnvalda hverju sinni, segir Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur. Hann dregur til að mynda mjög í efa að Ólafur Jóhannesson, formaður Framsóknarflokksins, hafi vitað um starfsemina á meðan hann gegndi embætti forsætisráðherra.

Mikil sprengjuhreinsun á varnarliðssvæðinu

Sprengjuhreinsa þarf stórt landsvæði eftir að varnarliðið hverfur endanlega úr landi. Sprengjueyðingarsveit Landhelgisgæslunnar hefur yfir búnaði og þekkingu að ráða til verksins, en kostnaðurinn yrði mikill.

Olli slysi með ofsaakstri í Ártúnsbrekkunni

Hvítri sportbifreið var ekið aftan á jeppling í Ártúnsbrekku í Reykjavík um klukkan hálf sex síðdegis. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglu var sportbifreiðinni ekið vestur Vesturlandsveg í brekkunni við Esso á ofsahraða í mikilli umferð. Jepplingurinn kastaðist út af akbrautinni hægra megin.

Hlekktist á í lendingu

Lítilli flugvél hlekktist á þegar flugmaðurinn ætlaði að lenda henni á sléttum mel skammt frá Gæsavötnum, norðvestan við Vatnajökul. Flugvélin endaði á hvolfi einum 200 metrum frá þeim stað þar sem hún lenti fyrst. Hún er óflugfær og verður líklega flutt burt á bílpalli en flugmaðurinn slapp ómeiddur.

Tveir slasaðir í Ártúnsbrekku

Ártúnsbrekkan er lokuð í austurátt vegna umferðarslyss sem varð þar fyrir skömmu. Fjölmennt lögreglu- og slökkvilið vinnur að því að klippa út fólk úr bílum. Samkvæmt fyrstu upplýsingum lögreglu eru tveir slasaðir en nánari upplýsingar eru ekki enn á reiðum höndum.

Sækist eftir 4.-6. sæti í Suðurkjördæmi

Gylfi Þorkelsson, framhaldsskólakennari og bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Árborg, sækist eftir 4.-6. sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Hann leggur sérstaka áherslu á menntamál og bætt samskipti ríkis og sveitarfélaga, auk þess sem umhverfismál eru ofarlega á baugi. Prófkjör Samfylkingarinnar í kjördæminu verður þann 4. nóvember nk.

Valgerður hitti kvenutanríkisráðherra

Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, tók í dag þátt í hringborðsumræðum kvenutanríkisráðherra sem sækja allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. Aðalumfjöllunarefni fundarins var með hvaða hætti hægt væri að efla völd kvenna og þátttöku þeirra á ýmsum sviðum samfélagsins, ekki síst í stjórnmálum og á vinnumarkaðnum.

Bændur í Ölfusi heyjuðu í blíðunni

Tveir bændur í Ölfusi heyjuðu í dag þrátt fyrir að farið sé að síga á seinni hlutann í september. Annar þeirra missti af þurrki á Íslandi þegar hann baðaði sig í sólinni á Krít.

Sjá næstu 50 fréttir