Fleiri fréttir Dagur heyrnarlausra í dag Dagur heyrnarlausra er í dag og í tilefni af því er meðal annars aðalfundur félags heyrnarlausra og óvissuferð. Messa í Kirkju heyrnarlausra sem hefur verið fastur liður í hátíðarhöldum á degi heyrnarlausra fellur niður vegna þess að presturinn er í námsleyfi. Einnig er sýning á heyrnartækjum og fyrirlestrar í Heyrnar- og talmeinastöðinni. 23.9.2006 14:30 Keisaraskurðir hættulegir fyrir barnið Bandarískir vísindamenn segja keisaraskurði, sem barnshafandi kona óskar sjálf eftir, vera mun hættulegri fyrir barn en venjuleg fæðing. Í nýbirtum rannsóknarniðurstöðum þeirra kemur fram að börn sem tekin eru með keisaraskurði að ósk móðurinnar séu í þrefalt meiri hættu á að deyja í fæðingu eða eftir hana en þau sem fæðast venjulega. 23.9.2006 14:00 Lögreglan í árekstri Tvö umferðaróhöpp urðu fyrir stundu á götum Reykjavíkur. Hið fyrra varð á Borgarvegi í Grafarvogi en hið seinna varð þegar lögreglubíll var á leið á slysstað og lenti í árekstri á Höfðabakkabrúnni. Einhver slys munu vera á fólki en lögregla gat ekki gefið nánari upplýsingar að svo stöddu. 23.9.2006 13:49 Brúin yfir Jöklu farin Nú er unnið að því að rífa brúna yfir Jöklu sem stendur niðri í fyrirhuguðu lónsstæði Hálslóns, fyrir ofan Kárahnjúkastíflu. Að sögn Sigurðar Arnaldssonar, talsmanns Landsvirkjunar á Kárahnjúkum, er brúin það síðasta af mannvirkjum og búnaði verktakanna sem er fjarlægt af lónsstæðinu. Áætlað er að loka fyrir rennsli Jöklu og byrja að fylla Hálslón upp úr miðri næstu viku. 23.9.2006 13:07 Gæsaskyttan fundin Maður sem leitað var að á Eyvindarstaðaheiði er kominn í leitirnar. Björgunarfélagið Blanda var kallað út en sú leit var afturkölluð skömmu síðar. Maðurinn fannst heill á húfi. 23.9.2006 13:03 Leita að týndri gæsaskyttu Björgunarfélagið Blanda var kallað út um hádegisbilið til að leita að gæsaskyttu á Eyvindarstaðaheiði. Maðurinn varð viðskila við föður sinn um níuleytið í morgun en er vel búinn og gott veður er á svæðinu. Lögreglan á Blönduósi segir því vonandi ekki mikla hættu á ferðum. 23.9.2006 12:22 Helmingur yfir löglegum hraða Hraðamælingar lögreglunnar á Akureyri við grunnskóla og í íbúðahverfum gefa til kynna að rétt um helmingur ökumanna sem eiga leið þar um virða ekki hraðatakmarkanir. Hámarkshraði við skólana er 30 km/klst þar sem mikið er af börnum á gangi í nágrenninu. 23.9.2006 11:40 Skvettist úr brunahönum Mörg útköll voru hjá lögreglu og slökkvilið í smáíbúðahverfinu í Reykjavík í nótt þar sem einhver skrúfaði frá brunahönum í hverfinu. Alls var skrúfað frá níu brunahönum. Varðstjóri slökkviliðsins segir hvimleitt að þurfa að eyða tíma í svona nokkuð auk þess sem þetta getur skemmt brunahanana ef frost er úti. 23.9.2006 11:30 Unglingum vísað út af skemmtistað Hátt í tuttugu ungmennum var vísað af lögreglu út af einum skemmtistað á Akureyri í nótt. Ungmennin voru á aldrinum sextán til að verða átján ára en aldurstakmark þar eru átján ár. Af öðrum skemmtistað þar í bæ var tveimur ungmennum, undir aldri, vísað út. Lögreglan fór á skemmtistaðina, ásamt fólki frá framhaldsskólunum á Akureyri og forvarnarfulltrúa bæjarins. 23.9.2006 11:15 Foreldrar fá umönnunargreiðslur Reykjanesbær mun frá og með næstu mánaðamótum greiða umönnunargreiðslur til foreldra. Tilgangurinn með greiðslunum er að gefa foreldrum aukinn möguleika á samvistum við ung börn sín. Greiddar verða þrjátíu þúsund krónur til foreldra sem lokið hafa töku fæðingarorlofs. 23.9.2006 10:54 Kakkalakkafaraldurshætta Hætta er á að skorkvikindum snarfjölgi á varnarsvæðinu ef því verður lítið sinnt. Kakkalakkar geta breiðst út um land ef eftirlit með svæðinu fellur niður, að mati framkvæmdastjóra umhverfissviðs Reykjanesbæjar. 23.9.2006 08:30 Æfing gegn hryðjuverkum Samæfing yfirstjórna og sérsveita lögreglu á Norðurlöndunum fór fram fyrr í vikunni. 23.9.2006 08:30 Skiptast á að taka sér frí Steinunn og Steinar hafa skipst á að taka sér frí undanfarnar vikur þar sem synir þeirra búa við skerta vistun á leikskóla vegna manneklu. Ekki hefur tekist að ráða faglært fólk í lausar stöður. 23.9.2006 08:15 Hundruðum tonna eytt á mánuði Varnarliðið vinnur nú að því að eyða miklu magni af ýmsum vörum og búnaði sem það hefur ekki talið nýtast sér annars staðar. Aron Jóhannsson, umhverfisstjóri sorpeyðingarstöðvarinnar Kölku sem sér um eyðinguna, segir að um töluvert magn sé að ræða. Samkvæmt Aroni er um 350-400 tonnum eytt mánaðarlega og hefur verkefnið staðið yfir í nokkra mánuði. Varningurinn er af öllum toga og nær allt frá matvælum til herbúnaðar. 23.9.2006 08:15 Fjórðungsaukning á einu ári Yfirdráttarlán hafa aukist um fjörutíu milljarða króna síðustu tólf mánuði, eða um 24 prósent, að því er greiningardeild KB banka segir. Í lok síðasta mánaðar námu yfirdráttarlán 191 milljarði króna. 23.9.2006 08:00 Upplýsingaflæði milli landa hefði hindrað hryðjuverk Hefðu upplýsingar sem lágu fyrir hjá ýmsum öryggisdeildum skilað sér í miðlægan gagnagrunn hefði að líkindum verið hægt að hindra hryðjuverk sem framin voru á síðustu árum í Bandaríkjunum og Evrópu. 23.9.2006 08:00 Vissu af hlerunum og eftirliti Upplýsingar Þórs Whitehead um hleranir og eftirlit er gömul saga og ný fyrir Ragnari Stefánssyni, prófessor við Háskólann á Akureyri, sem var í forsvari Fylkingarinnar, samtaka ungra vinstrisinna, frá 1966 og fram á áttunda áratuginn. 23.9.2006 07:45 Íslendingum gefin tæki til njósna allt kalda stríðið Bandaríska alríkislögreglan gaf öryggisþjónustu íslensku lögreglunnar njósnabúnað árið 1950. Tækjagjafir bárust frá bandamönnum allt til loka kalda stríðsins. 23.9.2006 07:45 Fjölmörg ríki heita stuðningi Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra hefur kynnt framboð Íslands til setu í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna fyrir fulltrúum fjölmargra ríkja síðustu daga. Valgerður, sem er í New York vegna allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna, hefur rætt við forsætisráðherra Andorra, varaforsætisráðherra Búlgaríu, lögmann Færeyja og utanríkisráðherra Ekvador, Laos, Lúxemborgar, Máritaníu, Óman, San Marínó, Slóvakíu og Súdan. 23.9.2006 07:45 Skuldar Pólverjunum ekkert Árni Björgvinsson veitingamaður bauð Pólverjunum, sem telja sig svikna um laun og húsnæði, greiðslu upp á 150 þúsund krónur í gær. Hann segir að þeir hafi tekið því og hætt svo við. Fréttablaðið birti frétt um málið í gær. 23.9.2006 07:30 Bentu á fleiri mengaða bletti Íslendingar og Bandaríkjamenn gerðu sína mengunarskýrsluna hvorir þar sem segir nákvæmlega hvar þeir telji mengun vera á varnarsvæðinu og hvert mat manna sé á henni, að sögn Árna Sigfússonar, bæjarstjóra í Reykjanesbæ. 23.9.2006 07:30 Norskir fjárfestar veðja á Geysi Hópur norskra fagfjárfesta veðjar á olíu- og gasleit við Ísland og Færeyjar og hefur fjárfest í Geysi Petroleum sem stofnað var hér á landi árið 2004. 23.9.2006 07:15 Landsflug hættir að fljúga til Eyja Landsflug hefur ákveðið að hætta öllu áætlunarflugi á flugleiðinni frá Reykjavík til Vestmannaeyja. Ákvörðunin tekur gildi á mánudag en arðsemin var ófullnægjandi að mati stjórnenda Landsflugs. 22.9.2006 21:30 Fagnar þátttöku Ómars í stjórnmálum Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins og iðnaðarráðherra, segist fagna hugsanlegri komu Ómars Ragnarssonar í stjórnmál. Jón telur samt hugmyndir Ómars um að hætta við að taka Kárahnjúkavirkjun og álverið á Reyðarfirði í notkun flokkast undir gamansemi. 22.9.2006 20:45 Útsendingar NFS heyra sögunni til Tuttugu starfsmönnum NFS var sagt upp í dag, þar af sjö fréttamönnum. Forstjóri fyrirtækisins segir ekki um uppgjöf að ræða, heldur verði áherslum breytt. Samfelldum fréttaútsendingum allan daginn verður hætt í kvöld, en meiri þungi lagður í kvöldfréttir og fréttir á netinu. 22.9.2006 20:00 Hlutverk Íslendinga á Sri Lanka Íslendingar gegna veigamiklu hlutverki á Srí Lanka, þar sem átökum virðist ekkert vera að linna. Þeir Jóhannes Kr. Kristjánsson og Ingi R. Ingason myndatökumaður eru nýkomnir heim frá Srí Lanka og afraksturinn má sjá í fréttaskýringaþættinum Kompási á sunnudaginn. 22.9.2006 19:45 Nýr varnarsamningur kynntur á þriðjudag Búist er við að nýr varnarsamningur Íslands og Bandaríkjanna verði kynntur í Þjóðmenningarhúsinu á þriðjudag. Utaníkismálanefnd Alþingis hefur verið boðuð til fundar í Þjóðmenningarhúsinu þann dag. 22.9.2006 18:50 Stunduðu njósnir áratugum saman Íslensk stjórnvöld hafa njósnað áratugum saman um íslenska borgara og útlendinga sem taldir eru ógna öryggi landsins. Sérstök strangleynileg öryggisþjónustudeild var stofnuð árið 1950 en jafnframt var Útlendingaeftirlitið notað að hluta sem yfirvarp fyrir njósnastarfsemi stjórnvalda. Þór Whitehead sagnfræðingur, sem rannsakað hefur starfsemina, telur hana enn í gangi. 22.9.2006 18:46 Ragnheiður sækist eftir öðru sætinu í Suðurkjördæmi Ragnheiður Hergeirsdóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Árborg, hefur ákveðið að sækjast eftir 2.-3. sæti á lista flokksins í Suðurkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar í vor. 22.9.2006 17:08 Skífan sektuð um 65 milljónir króna Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur staðfest úrskurð Samkeppniseftirlitsins frá því fyrr í sumar um að Skífan skuli greiða 65 milljónir króna í sekt fyrir að hafa misnotað markaðsráðandi stöðu sínu og brotið þannig gegn bannákvæðum samkeppnislaga. 22.9.2006 17:01 Amerískt spínat reyndist ekki mengað Ekkert bendir til þess að amerískt spíntat sem innkallað var af íslenskum markaði í liðinni viku hafi verið mengað. Þetta kemur fram í tilkynningu frá matvælaeftirliti Umhverfissviðs Reykjavíkurborgar. 22.9.2006 15:47 Sektaður fyrir að hafa menn í vinnu án atvinnuleyfis Hæstiréttur dæmdi í gær karlmann til greiðslu hálfrar milljónar króna í sekt fyrir að hafa haft sex litháíska ríkisborgara í vinnu án atvinnuleyfis. 22.9.2006 15:45 Gerð grein fyrir umferðaröryggi Háaleitisbrautar Vegna slyssins við Háaleitisbraut á dögunum, þar sem ekið var á stúlku á gangbraut, óskuðu fulltrúar Samfylkingarinnar eftir því á fundi borgarráðs í gær að gerð verði grein fyrir umferðaröryggi við götuna, hvaða leiðir séu til úrbóta og að lögð verði fram aðgerðaráætlun í því efni. 22.9.2006 15:30 Útsendingum NFS hætt í dag - 20 manns sagt upp Ákveðið hefur verið að hætta útsendingum fréttastöðvarinnar NFS frá og með deginum í dag. Þetta kom fram á fundi Ara Edwald, forstjóra 365, með starfsmönnum. Um tuttugu manns verður sagt upp störfum, þar af átta frétta- og dagskrárgerðarmönnum. 22.9.2006 15:27 Orðin mest sótta íslenska heimildarmyndin Íslenska heimildarmyndin Þetta er ekkert mál er orðin sú mest sótta í íslensku kvikmyndahúsi frá upphafi. Yfir átta þúsund manns hafa borið hana augum á þeim tveimur vikum sem liðnar eru frá því að hún var frumsýnd en hún fjallar, eins og kunnugt er, um ævi og afrek kraftlyftingarmannsins Jóns Páls Sigmarssonar. 22.9.2006 15:15 Al Gore kemur til landsins Al Gore, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hefur þegið boð Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, um að koma bráðlega hingað til lands og kynna sér meðal annars árangur Íslendinga á sviði endurnýjanlegrar orku. 22.9.2006 15:00 Meðalverð á fiski hækkar um 10% frá því í janúar Meðalverð á fiski í fiskbúðum og stórmörkuðum á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um tíu prósent frá því í janúar, samkvæmt nýrri verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ. 22.9.2006 14:45 Landsflug hættir flugi til Vestmannaeyja Forsvarsmenn flugfélagsins Landsflugs ehf. hafa tekið þá ákvörðun að hætta öllu áætlunarflugi á Vestmannaeyjar frá og með mánudeginum 25. september. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Þar segir enn fremur að ákvörðunin sé tilkomin vegna þess að flugleiðin hafi ekki staðist væntingar um arðsemiskröfur. 22.9.2006 14:32 Landsframleiðsla á mann vaxið um 50% á 25 árum Landsframleiðsla á mann á Íslandi hefur vaxið um 50% að raunvirði á síðustu 25 árum. Þetta kemur fram í vefriti fjármálaráðuneytisins. 22.9.2006 14:30 Á leið með trillu til Patreksfjarðar Bátur frá björgunarsveitinni á Patreksfirði er nú á leið til hafnar með trillu í eftirdragi sem varð olíulaus í morgun. Þá var hún stödd um sjö sjómílur norður af Kópanesi sem er mitt á milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar. 22.9.2006 14:00 „Skrifborðsæfing" vegna hugsanlegra hryðjuverka Samæfing yfirstjórna og sérsveita lögreglu á Norðurlöndunum var haldin í Danmörku í fyrradag. Æfingin var svokölluð „skrifborðsæfing“ þar sem látið var reyna á samskipti stjórnstöðva ríkislögreglustjóraembættanna með það að markmiði að æfa samvinnu og samhæfingu við möguleg hryðjuverkatilfelli á Norðurlöndunum. 22.9.2006 13:45 Í gæsluvarðhald eftir ránsferð um landið Tveir ungir menn úr hópi þjófagengis, sem farið hefur ránshendi víða um land að undanförnu, voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í gærkvöldi. 22.9.2006 13:15 Róberti sagt upp störfum sem forstöðumaður NFS Róbert Marshall hefur verið sagt upp störfum sem forstöðumaður NFS. Þetta kemur fram í bréfi sem hann sendi starfsfólki í morgun. Eins og greint hefur verið frá stendur til að gera breytingar á útsendingum stöðvarinnar og verða þær kynntar á næstunni. 22.9.2006 13:02 Húsaleiga fer hækkandi á höfuðborgarsvæðinu Húsaleiga á höfuðborgarsvæðinu fer hækkandi þrátt fyrir offramboð á húsnæði og að íbúðir standi tómar. Formaður Húseigendafélagsins rekur þessa þróun til þess að færri og færri fái nú fyrirgreiðslu til fasteignakaupa og að eftirspurn hafi því aukist á leigumarkaði. 22.9.2006 13:00 Vill varanlegar lausn á húsnæðismálum NÍ Umhverfisráðherra segir tíma til kominn að húsnæðisvandi Náttúfurfræðistofnunar Íslands og náttúrugripasafnsins verði leystur. Hún leggur til að stofnununum verði fundinn staður á Keflavíkurflugvelli. 22.9.2006 12:47 Sjá næstu 50 fréttir
Dagur heyrnarlausra í dag Dagur heyrnarlausra er í dag og í tilefni af því er meðal annars aðalfundur félags heyrnarlausra og óvissuferð. Messa í Kirkju heyrnarlausra sem hefur verið fastur liður í hátíðarhöldum á degi heyrnarlausra fellur niður vegna þess að presturinn er í námsleyfi. Einnig er sýning á heyrnartækjum og fyrirlestrar í Heyrnar- og talmeinastöðinni. 23.9.2006 14:30
Keisaraskurðir hættulegir fyrir barnið Bandarískir vísindamenn segja keisaraskurði, sem barnshafandi kona óskar sjálf eftir, vera mun hættulegri fyrir barn en venjuleg fæðing. Í nýbirtum rannsóknarniðurstöðum þeirra kemur fram að börn sem tekin eru með keisaraskurði að ósk móðurinnar séu í þrefalt meiri hættu á að deyja í fæðingu eða eftir hana en þau sem fæðast venjulega. 23.9.2006 14:00
Lögreglan í árekstri Tvö umferðaróhöpp urðu fyrir stundu á götum Reykjavíkur. Hið fyrra varð á Borgarvegi í Grafarvogi en hið seinna varð þegar lögreglubíll var á leið á slysstað og lenti í árekstri á Höfðabakkabrúnni. Einhver slys munu vera á fólki en lögregla gat ekki gefið nánari upplýsingar að svo stöddu. 23.9.2006 13:49
Brúin yfir Jöklu farin Nú er unnið að því að rífa brúna yfir Jöklu sem stendur niðri í fyrirhuguðu lónsstæði Hálslóns, fyrir ofan Kárahnjúkastíflu. Að sögn Sigurðar Arnaldssonar, talsmanns Landsvirkjunar á Kárahnjúkum, er brúin það síðasta af mannvirkjum og búnaði verktakanna sem er fjarlægt af lónsstæðinu. Áætlað er að loka fyrir rennsli Jöklu og byrja að fylla Hálslón upp úr miðri næstu viku. 23.9.2006 13:07
Gæsaskyttan fundin Maður sem leitað var að á Eyvindarstaðaheiði er kominn í leitirnar. Björgunarfélagið Blanda var kallað út en sú leit var afturkölluð skömmu síðar. Maðurinn fannst heill á húfi. 23.9.2006 13:03
Leita að týndri gæsaskyttu Björgunarfélagið Blanda var kallað út um hádegisbilið til að leita að gæsaskyttu á Eyvindarstaðaheiði. Maðurinn varð viðskila við föður sinn um níuleytið í morgun en er vel búinn og gott veður er á svæðinu. Lögreglan á Blönduósi segir því vonandi ekki mikla hættu á ferðum. 23.9.2006 12:22
Helmingur yfir löglegum hraða Hraðamælingar lögreglunnar á Akureyri við grunnskóla og í íbúðahverfum gefa til kynna að rétt um helmingur ökumanna sem eiga leið þar um virða ekki hraðatakmarkanir. Hámarkshraði við skólana er 30 km/klst þar sem mikið er af börnum á gangi í nágrenninu. 23.9.2006 11:40
Skvettist úr brunahönum Mörg útköll voru hjá lögreglu og slökkvilið í smáíbúðahverfinu í Reykjavík í nótt þar sem einhver skrúfaði frá brunahönum í hverfinu. Alls var skrúfað frá níu brunahönum. Varðstjóri slökkviliðsins segir hvimleitt að þurfa að eyða tíma í svona nokkuð auk þess sem þetta getur skemmt brunahanana ef frost er úti. 23.9.2006 11:30
Unglingum vísað út af skemmtistað Hátt í tuttugu ungmennum var vísað af lögreglu út af einum skemmtistað á Akureyri í nótt. Ungmennin voru á aldrinum sextán til að verða átján ára en aldurstakmark þar eru átján ár. Af öðrum skemmtistað þar í bæ var tveimur ungmennum, undir aldri, vísað út. Lögreglan fór á skemmtistaðina, ásamt fólki frá framhaldsskólunum á Akureyri og forvarnarfulltrúa bæjarins. 23.9.2006 11:15
Foreldrar fá umönnunargreiðslur Reykjanesbær mun frá og með næstu mánaðamótum greiða umönnunargreiðslur til foreldra. Tilgangurinn með greiðslunum er að gefa foreldrum aukinn möguleika á samvistum við ung börn sín. Greiddar verða þrjátíu þúsund krónur til foreldra sem lokið hafa töku fæðingarorlofs. 23.9.2006 10:54
Kakkalakkafaraldurshætta Hætta er á að skorkvikindum snarfjölgi á varnarsvæðinu ef því verður lítið sinnt. Kakkalakkar geta breiðst út um land ef eftirlit með svæðinu fellur niður, að mati framkvæmdastjóra umhverfissviðs Reykjanesbæjar. 23.9.2006 08:30
Æfing gegn hryðjuverkum Samæfing yfirstjórna og sérsveita lögreglu á Norðurlöndunum fór fram fyrr í vikunni. 23.9.2006 08:30
Skiptast á að taka sér frí Steinunn og Steinar hafa skipst á að taka sér frí undanfarnar vikur þar sem synir þeirra búa við skerta vistun á leikskóla vegna manneklu. Ekki hefur tekist að ráða faglært fólk í lausar stöður. 23.9.2006 08:15
Hundruðum tonna eytt á mánuði Varnarliðið vinnur nú að því að eyða miklu magni af ýmsum vörum og búnaði sem það hefur ekki talið nýtast sér annars staðar. Aron Jóhannsson, umhverfisstjóri sorpeyðingarstöðvarinnar Kölku sem sér um eyðinguna, segir að um töluvert magn sé að ræða. Samkvæmt Aroni er um 350-400 tonnum eytt mánaðarlega og hefur verkefnið staðið yfir í nokkra mánuði. Varningurinn er af öllum toga og nær allt frá matvælum til herbúnaðar. 23.9.2006 08:15
Fjórðungsaukning á einu ári Yfirdráttarlán hafa aukist um fjörutíu milljarða króna síðustu tólf mánuði, eða um 24 prósent, að því er greiningardeild KB banka segir. Í lok síðasta mánaðar námu yfirdráttarlán 191 milljarði króna. 23.9.2006 08:00
Upplýsingaflæði milli landa hefði hindrað hryðjuverk Hefðu upplýsingar sem lágu fyrir hjá ýmsum öryggisdeildum skilað sér í miðlægan gagnagrunn hefði að líkindum verið hægt að hindra hryðjuverk sem framin voru á síðustu árum í Bandaríkjunum og Evrópu. 23.9.2006 08:00
Vissu af hlerunum og eftirliti Upplýsingar Þórs Whitehead um hleranir og eftirlit er gömul saga og ný fyrir Ragnari Stefánssyni, prófessor við Háskólann á Akureyri, sem var í forsvari Fylkingarinnar, samtaka ungra vinstrisinna, frá 1966 og fram á áttunda áratuginn. 23.9.2006 07:45
Íslendingum gefin tæki til njósna allt kalda stríðið Bandaríska alríkislögreglan gaf öryggisþjónustu íslensku lögreglunnar njósnabúnað árið 1950. Tækjagjafir bárust frá bandamönnum allt til loka kalda stríðsins. 23.9.2006 07:45
Fjölmörg ríki heita stuðningi Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra hefur kynnt framboð Íslands til setu í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna fyrir fulltrúum fjölmargra ríkja síðustu daga. Valgerður, sem er í New York vegna allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna, hefur rætt við forsætisráðherra Andorra, varaforsætisráðherra Búlgaríu, lögmann Færeyja og utanríkisráðherra Ekvador, Laos, Lúxemborgar, Máritaníu, Óman, San Marínó, Slóvakíu og Súdan. 23.9.2006 07:45
Skuldar Pólverjunum ekkert Árni Björgvinsson veitingamaður bauð Pólverjunum, sem telja sig svikna um laun og húsnæði, greiðslu upp á 150 þúsund krónur í gær. Hann segir að þeir hafi tekið því og hætt svo við. Fréttablaðið birti frétt um málið í gær. 23.9.2006 07:30
Bentu á fleiri mengaða bletti Íslendingar og Bandaríkjamenn gerðu sína mengunarskýrsluna hvorir þar sem segir nákvæmlega hvar þeir telji mengun vera á varnarsvæðinu og hvert mat manna sé á henni, að sögn Árna Sigfússonar, bæjarstjóra í Reykjanesbæ. 23.9.2006 07:30
Norskir fjárfestar veðja á Geysi Hópur norskra fagfjárfesta veðjar á olíu- og gasleit við Ísland og Færeyjar og hefur fjárfest í Geysi Petroleum sem stofnað var hér á landi árið 2004. 23.9.2006 07:15
Landsflug hættir að fljúga til Eyja Landsflug hefur ákveðið að hætta öllu áætlunarflugi á flugleiðinni frá Reykjavík til Vestmannaeyja. Ákvörðunin tekur gildi á mánudag en arðsemin var ófullnægjandi að mati stjórnenda Landsflugs. 22.9.2006 21:30
Fagnar þátttöku Ómars í stjórnmálum Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins og iðnaðarráðherra, segist fagna hugsanlegri komu Ómars Ragnarssonar í stjórnmál. Jón telur samt hugmyndir Ómars um að hætta við að taka Kárahnjúkavirkjun og álverið á Reyðarfirði í notkun flokkast undir gamansemi. 22.9.2006 20:45
Útsendingar NFS heyra sögunni til Tuttugu starfsmönnum NFS var sagt upp í dag, þar af sjö fréttamönnum. Forstjóri fyrirtækisins segir ekki um uppgjöf að ræða, heldur verði áherslum breytt. Samfelldum fréttaútsendingum allan daginn verður hætt í kvöld, en meiri þungi lagður í kvöldfréttir og fréttir á netinu. 22.9.2006 20:00
Hlutverk Íslendinga á Sri Lanka Íslendingar gegna veigamiklu hlutverki á Srí Lanka, þar sem átökum virðist ekkert vera að linna. Þeir Jóhannes Kr. Kristjánsson og Ingi R. Ingason myndatökumaður eru nýkomnir heim frá Srí Lanka og afraksturinn má sjá í fréttaskýringaþættinum Kompási á sunnudaginn. 22.9.2006 19:45
Nýr varnarsamningur kynntur á þriðjudag Búist er við að nýr varnarsamningur Íslands og Bandaríkjanna verði kynntur í Þjóðmenningarhúsinu á þriðjudag. Utaníkismálanefnd Alþingis hefur verið boðuð til fundar í Þjóðmenningarhúsinu þann dag. 22.9.2006 18:50
Stunduðu njósnir áratugum saman Íslensk stjórnvöld hafa njósnað áratugum saman um íslenska borgara og útlendinga sem taldir eru ógna öryggi landsins. Sérstök strangleynileg öryggisþjónustudeild var stofnuð árið 1950 en jafnframt var Útlendingaeftirlitið notað að hluta sem yfirvarp fyrir njósnastarfsemi stjórnvalda. Þór Whitehead sagnfræðingur, sem rannsakað hefur starfsemina, telur hana enn í gangi. 22.9.2006 18:46
Ragnheiður sækist eftir öðru sætinu í Suðurkjördæmi Ragnheiður Hergeirsdóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Árborg, hefur ákveðið að sækjast eftir 2.-3. sæti á lista flokksins í Suðurkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar í vor. 22.9.2006 17:08
Skífan sektuð um 65 milljónir króna Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur staðfest úrskurð Samkeppniseftirlitsins frá því fyrr í sumar um að Skífan skuli greiða 65 milljónir króna í sekt fyrir að hafa misnotað markaðsráðandi stöðu sínu og brotið þannig gegn bannákvæðum samkeppnislaga. 22.9.2006 17:01
Amerískt spínat reyndist ekki mengað Ekkert bendir til þess að amerískt spíntat sem innkallað var af íslenskum markaði í liðinni viku hafi verið mengað. Þetta kemur fram í tilkynningu frá matvælaeftirliti Umhverfissviðs Reykjavíkurborgar. 22.9.2006 15:47
Sektaður fyrir að hafa menn í vinnu án atvinnuleyfis Hæstiréttur dæmdi í gær karlmann til greiðslu hálfrar milljónar króna í sekt fyrir að hafa haft sex litháíska ríkisborgara í vinnu án atvinnuleyfis. 22.9.2006 15:45
Gerð grein fyrir umferðaröryggi Háaleitisbrautar Vegna slyssins við Háaleitisbraut á dögunum, þar sem ekið var á stúlku á gangbraut, óskuðu fulltrúar Samfylkingarinnar eftir því á fundi borgarráðs í gær að gerð verði grein fyrir umferðaröryggi við götuna, hvaða leiðir séu til úrbóta og að lögð verði fram aðgerðaráætlun í því efni. 22.9.2006 15:30
Útsendingum NFS hætt í dag - 20 manns sagt upp Ákveðið hefur verið að hætta útsendingum fréttastöðvarinnar NFS frá og með deginum í dag. Þetta kom fram á fundi Ara Edwald, forstjóra 365, með starfsmönnum. Um tuttugu manns verður sagt upp störfum, þar af átta frétta- og dagskrárgerðarmönnum. 22.9.2006 15:27
Orðin mest sótta íslenska heimildarmyndin Íslenska heimildarmyndin Þetta er ekkert mál er orðin sú mest sótta í íslensku kvikmyndahúsi frá upphafi. Yfir átta þúsund manns hafa borið hana augum á þeim tveimur vikum sem liðnar eru frá því að hún var frumsýnd en hún fjallar, eins og kunnugt er, um ævi og afrek kraftlyftingarmannsins Jóns Páls Sigmarssonar. 22.9.2006 15:15
Al Gore kemur til landsins Al Gore, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hefur þegið boð Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, um að koma bráðlega hingað til lands og kynna sér meðal annars árangur Íslendinga á sviði endurnýjanlegrar orku. 22.9.2006 15:00
Meðalverð á fiski hækkar um 10% frá því í janúar Meðalverð á fiski í fiskbúðum og stórmörkuðum á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um tíu prósent frá því í janúar, samkvæmt nýrri verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ. 22.9.2006 14:45
Landsflug hættir flugi til Vestmannaeyja Forsvarsmenn flugfélagsins Landsflugs ehf. hafa tekið þá ákvörðun að hætta öllu áætlunarflugi á Vestmannaeyjar frá og með mánudeginum 25. september. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Þar segir enn fremur að ákvörðunin sé tilkomin vegna þess að flugleiðin hafi ekki staðist væntingar um arðsemiskröfur. 22.9.2006 14:32
Landsframleiðsla á mann vaxið um 50% á 25 árum Landsframleiðsla á mann á Íslandi hefur vaxið um 50% að raunvirði á síðustu 25 árum. Þetta kemur fram í vefriti fjármálaráðuneytisins. 22.9.2006 14:30
Á leið með trillu til Patreksfjarðar Bátur frá björgunarsveitinni á Patreksfirði er nú á leið til hafnar með trillu í eftirdragi sem varð olíulaus í morgun. Þá var hún stödd um sjö sjómílur norður af Kópanesi sem er mitt á milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar. 22.9.2006 14:00
„Skrifborðsæfing" vegna hugsanlegra hryðjuverka Samæfing yfirstjórna og sérsveita lögreglu á Norðurlöndunum var haldin í Danmörku í fyrradag. Æfingin var svokölluð „skrifborðsæfing“ þar sem látið var reyna á samskipti stjórnstöðva ríkislögreglustjóraembættanna með það að markmiði að æfa samvinnu og samhæfingu við möguleg hryðjuverkatilfelli á Norðurlöndunum. 22.9.2006 13:45
Í gæsluvarðhald eftir ránsferð um landið Tveir ungir menn úr hópi þjófagengis, sem farið hefur ránshendi víða um land að undanförnu, voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í gærkvöldi. 22.9.2006 13:15
Róberti sagt upp störfum sem forstöðumaður NFS Róbert Marshall hefur verið sagt upp störfum sem forstöðumaður NFS. Þetta kemur fram í bréfi sem hann sendi starfsfólki í morgun. Eins og greint hefur verið frá stendur til að gera breytingar á útsendingum stöðvarinnar og verða þær kynntar á næstunni. 22.9.2006 13:02
Húsaleiga fer hækkandi á höfuðborgarsvæðinu Húsaleiga á höfuðborgarsvæðinu fer hækkandi þrátt fyrir offramboð á húsnæði og að íbúðir standi tómar. Formaður Húseigendafélagsins rekur þessa þróun til þess að færri og færri fái nú fyrirgreiðslu til fasteignakaupa og að eftirspurn hafi því aukist á leigumarkaði. 22.9.2006 13:00
Vill varanlegar lausn á húsnæðismálum NÍ Umhverfisráðherra segir tíma til kominn að húsnæðisvandi Náttúfurfræðistofnunar Íslands og náttúrugripasafnsins verði leystur. Hún leggur til að stofnununum verði fundinn staður á Keflavíkurflugvelli. 22.9.2006 12:47