Fleiri fréttir Stefán Eiríksson nýr lögreglustjóri Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra hefur skipað Stefán Eiríksson, skrifstofustjóra í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, í embætti lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins frá og með 15. júlí næst komandi. Um er að ræða nýtt embætti sem varð til með sameiningu nokkurra lögregluembætta á höfuðborgarsvæðinu, þegar lögregluembættum landsins var fækkað. 7.7.2006 13:30 Nýr framkvæmdarstjóri Nýsköpunarsjóðs Stjórn Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins samþykkti á fundi sínum í gær, 6. júlí, að ráða Finnboga Jónsson, sem framkvæmdastjóra sjóðsins. Finnbogi er fæddur á Akureyri 18. janúar 1950 . Hann lauk stúdentsprófi frá MA 1970, fyrrihlutaprófi í eðlisverkfræði frá HÍ 1973, lokaprófi í eðlisverkfræði frá Tækniháskólanum í Lundi í Svíþjóð 1978 og lokaprófi í rekstrarhagfræði frá Háskólanum í Lundi sama ár. 7.7.2006 13:15 Páll Bragi Kristjónsson hættur hjá Eddu Páll Bragi Kristjónsson, sem verið hefur forstjóri Eddu útgáfu í þrjú ár og stjórnarformaður félagsins í eitt ár þar á undan, hefur ákveðið að láta af störfum. Edda hefur um árabil átt við erfiðan rekstur að etja, þótt verulega hafi miðað í rétta átt síðustu ár, að sögn stjórnenda. 7.7.2006 12:45 Ræða ráðstöfun mannvirkja varnarliðsins Ráðstöfun mannvirkja á Keflavíkurflugvelli er aðal umræðuefnið í varnarviðræðum Íslendinga og Bandaríkjanna, sem var fram haldið í Þjóðmenningarhúsinu í morgun, eftir hlé síðan í apríl. Ekki er búist við að Bandaríkjamenn leggi fram varnaráætlun fyrir Ísland á fundinum, þótt þetta sé nefnt Varnarviðræður. 7.7.2006 12:30 Símafyrirtækin hefðu getað stöðvað tölvuþrjóta Íslensk símafyrirtæki hefðu getað komið í veg fyrir að erlendir tölvuþrjótar rændu umtalsverðum fjárhæðum úr heimabanka Íslendings. Þetta segir Friðrik Skúlason tölvufræðingur sem rannsakaði málið upp á eigin spítur og telur sig hafa komið upp um tölvuþrjótin. 7.7.2006 12:15 Gripnir með 12 kíló af amfetamíni Lögreglu-og tollgæslumenn fundu tólf kíló af amfetamíni falin í bíl, sem kom með ferjunni Norrænu til Seyðisfjarðar í gærmorgun og er þetta lang mesta magn, sem vitað er til að reynt hafi verið að smygla með skipinu í einu. 7.7.2006 12:05 Sigurjón hættur á Fréttablaðinu Sigurjón M Egilsson, fréttaritstjóri Fréttablaðsins, hætti störfum þar í morgun og tekur við ritstjórn Blaðsins. Hann segist kveðja Fréttablaðið með söknuði. Það var á fréttafundi snemma í morgun sem Sigurjón tilkynnti samstarfsfólki sínu að hann hyggðist söðla um og taka við ritstjórn Blaðsins. Sigurjón, sem er gamall sjómaður, hefur staðið í stafni Fréttablaðsins allt frá endurreisn blaðsins. 7.7.2006 12:00 Enginn varnarsamningur Varnarviðræðum Íslendinga og Bandaríkjanna hófust í Þjóðmenningarhúsinu í dag, eftir hlé síðan í apríl. Fundurinn hófst klukkan níu í morgun. Ekki er búist við að Bandaríkjamenn leggi fram varnaráætlun fyrir Ísland á fundinum, heldur verði frekar rætt um ráðstöfun mannvirkja og annarra eigna á varnarsvæðinu. Þar eru meðal annars rúmlega 800 íbúðir og eru yfir 500 þeirra nú þegar tómar. Þá eru þar margvíslegar þjónustubyggingar auk hernaðarmannvirkja og slökkvibifreiða flugvsallarins en ekki hefur rætt um varnarsamning eins og vonir stóðu til. 7.7.2006 10:40 Tólf kíló af fíkniefnum fundust í Norrænu Lögreglu-og tollgæslumenn fundu tólf kíló af amfetamíni falin í bíl, sem kom með ferjunni Norrænu til Seyðisfjarðar í gærmorgun og er þetta lang mesta magn, sem vitað er til að reynt hafi verið að smygla með skipinu í einu. Tveir Litháar, sem voru á bílnum voru handteknir og verður krafist gæsluvarðhaldsúrskurðar yfir þeim í dag. Óskar Bjartmars, yfirlögregluþjónn vill ekki staðfesta að ábending hafi leitt til fundarins, en eftir að efnið fannst naut tollgæsla og lögregla heimamanna, aðstoðar manna frá Ríkislögreglustjóra, lögreglunnar á Keflavíkurflugvelli og tollgæslunnar i Reykjavík, sem staddir voru eystra vegna skipakomunnar. 7.7.2006 10:06 Sluppu eftir fjölda velta Tvær stúlkur sluppu lítið meiddar þegar bíll þeirra valt undir Ingólfsfjalli austanverðu á sjöunda tímanum í morgun og valt nokkrar veltur. Þær komust sjálfar út úr bílflakinu en voru fluttar á Slysadeild Borgarspítalans til aðhlynningar. Báðar voru í bílbeltum. Sú sem ók mun hafa misst bílinn út fyrir slitlagið og reynt að rykkja honum inn á aftur, en við það snérist bíllinn og valt.- 7.7.2006 09:59 Ellefu manns handteknir vegna fíkniefna Ellefu manns á aldrinum 16 til 35 ára voru handteknir í Kópavogi og Hafnarfirði í nótt í tengslum við átta fíkniefnamál, sem upp komu í sameiginlegu átaki lögreglu í báðum bæjunum. Lagt var hald á anfetamín, hass, marijuana, kókaín, E-pillur og ýmis lyf, auk vopna. Flest málin voru svonefnd neyslumál, en í örðum tilvikum leikur grunur á sölu og dreyfingu. Ekki er lengra síðan en í fyrrinótt, að fjögur fíkniefnamál komu upp í Kópavogi.- 7.7.2006 09:51 Ræða um ráðstöfun íbúða á varnarsvæðinu Varnarviðræðum Íslendinga og Bandaríkjanna verður fram haldið í Þjóðmenningarhúsinu í dag, eftir hlé síðan í apríl. Ekki er búist við að bandaríkjamenn leggi fram varnaráætlun fyrir Ísland á fundinum, heldur verði frekar rætt um ráðstöfun mannvirkja á varnarsvæðinu. Þar eru meðal annars rúmlega 800 íbúðir og eru yfir 500 þeirra nú þegar tómar. Þá eru þar margvíslegar þjónustubyggingar auk hernaðarmannvirkja.- 7.7.2006 09:30 Símafyrirtækin brugðust Verulegu fé var nýverið stolið úr heimabanka íslendings með því að bandarískir tölvuþrjótar sendu SMS skilaboð til mannsins, sem hann fór eftir, en þannig komust þeir inn í tölvu mannsins og gátu millifært út úr einkabanka hans. OgVodafone og Síminn hefðu getað komið í veg fyrir þetta, segir Friðrik Skúlason, tölvufærðingur, en hann rekur fyrirtæki, sem sérhæfir sig í Vírusvörnum. Lögreglan hefur málið til rannsóknar . 7.7.2006 09:16 Sigurjón M. Egilsson hættur sem fréttaritstjóri Fréttablaðsins Sigurjón M Egilsson, fréttastjóri Fréttablaðsins, hætti störfum þar í morgun og tekur við ritstjórn Blaðsins. Sigurjón tilkynnti samstarfsfólki sínu þetta á fundi í morgun. Mikill sjónarmissir verður af Sigurjóni sem verið hefur fréttaritstjóri Fréttablaðsins allt frá endurreisn blaðsins. Þá er ljóst að samkeppni á fríblaðsmarkaðnum mun harðna mjög komu Sigurjóns á Blaðið. Samkvæmt heimildum NFS mun Sigurjóni verða gefna frjálsar hendur með það hvernig hann þróar Blaðið. Ekki liggur fyrir hvað verður um Ásgeir Sverrisson, núverandi ritstjóra Blaðsins. 7.7.2006 10:14 Drengur missti meðvitund við inntöku helíums Drengur missti meðvitund og hlaut áverka á höfði eftir að hafa leikið sér að því að anda að sér helíum. Sjóvá Forvarnarhús vill brýna fyrir foreldrum að útskýra fyrir börnum sínum hætturnar sem fylgt geta misnotkun á helíumblöðrum. 6.7.2006 22:54 Heiðars Þórarins minnst í Heiðmörk Minningarathöfn var haldin í Heiðmörk í kvöld um látna mótorhjólamenn. Mikill fjöldi fólks var samankominn á vökunni og langflestir á hjólum. Athöfnin hófst um níuleytið en tilefni athafnarinnar var lát Heiðars Þórarins Jóhannssonar í bifhjólaslysi í Öræfasveit annan júlí síðastliðinn. 6.7.2006 22:42 Offituaðgerðir borga sig fyrir samfélagið Ríkið sparar verulega á offituaðgerðum. Aðgerðin borgar sig upp á nokkrum árum, þrátt fyrir að henni fylgi fimm vikna meðferð hjá hópi sérfræðinga og í aðgerðinni sjálfri sé notast við rándýr einnota tæki. 6.7.2006 19:11 Ferðamaður sleit vöðva í Jökulsárgljúfri Erlend kona komst í hann krappann í Jökulsárgljúfri um hádegisbilið í dag. Hún var með gönguhópi rétt norðan Dettifoss þegar hún datt og sleit vöðva. Björgunarsveitir voru kallaðar út og komu konunni undir læknishendur. Að sögn lögreglunnar á Húsavík fóru um 30 björgunarsveitarmenn á staðinn. 6.7.2006 18:00 Bílvelta á Uxahryggjum Bílvelta varð nú laust eftir klukkan fjögur á Uxahryggjum ofan við Þingvelli. Talið er að bíllinn hafi farið tvær veltur og var sjúkrabíll sendur á staðinn. Farþegarnir tveir, erlendir ferðamenn, reyndust þó einungis lítilsháttar meiddir. 6.7.2006 17:45 Davíð Oddsson segir samkomulag aðila vinnumarkaðarins auka á verðbólguþrýstinginn Verðbólguhorfur hafa versnað að mati Seðlabanka Íslands, sem telur því nauðsynlegt að hækka stýrivexti um 0,75 prósentur. Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, segir nýlegt samkomulag aðila vinnumarkaðarins og ríkisvaldsins auka á verðbólguþrýstinginn og hætta sé á að launahækkanir til hinna lægst launuðu skríði upp allan launastigann. 6.7.2006 17:00 Reykjavíkurflugvöllur 60 ár undir íslenskri stjórn Í dag eru sextíu ár liðin frá því bresk hermálayfirvöld afhentu Íslendingum Reykjavíkurflugvöll. Bretar hófu byggingu Reykjavíkurflugvallar strax við hernám Íslands árið 1940. Þótt Bandaríkjamenn hafi leyst þá af við varnir Íslands áður en seinni heimsstyrjöldinni lauk, fóru Bretar með stjórn Reykjavíkurflugvallar þar til 6. júlí 1946. Þá tók Ólafur Thors, forsætisráðherra, við flugvellinum við athöfn. Nú er að hefjast athöfn á flugvellinum til að minnast þessara tímamóta. Skömmu fyrir fimm munu flugvélar fljúga lágflug yfir flugvallarsvæðið og verður sýnt frá því á NFS í fimmfréttum. 6.7.2006 16:15 Faxaflóahafnir dæmdar til að greiða starfsmanni rúmlega 5 milljónir í skaðabætur Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Faxaflóahafnir hf. til að greiða Sigurði Ólafssyni skaðabætur vegna líkamstjóns sem hann varð fyrir við vinnu sína. Sigurður var þann 20. júlí 2004, sem starfsmaður hjá Skipaþjónustu Reykjavíkurhafnar, að binda olíuskip við Eyjagarð. Landfesti, sver kaðall með nælonkjarna slóst í Sigurð með þeim afleiðingum að hann hlaut höfuðáverka, meiddist í andliti og ökklabrotnaði. 6.7.2006 15:45 Ný tegund símaþjónustu á markaðinn Ný tegund símaþjónustu býður upp á að hægt er að hafa sama símanúmerið hvar sem maður er staddur í heiminum. Viðskiptavinur fær íslenskt símanúmer sem í öllum atriðum er sambærilegt hefðbundnu símanúmeri aðeins óháð staðsetningu. Þannig greiða viðskiptavinir fast mánaðargjald fyrir þjónustuna en ekki mínútugjald fyrir símtöl í heimasíma. 6.7.2006 13:49 Grikklandsforseti í veðurblíðu á Bessastöðum Karolos Papoulos Grikklandsforseti taldi sig vera kominn til Eyjahafsins, slík var veðurblíðan á Bessastöðum í morgun þegar íslensku forsetahjónin tóku á móti forsetanum og föruneyti hans. Grikklandsforseti er hér á landi í opinberri heimsókn í boði Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands. Grískii forsetinn hafði á orði að spegilsléttur sjórinn og dimmblá fjöllin minntu hann helst á eyjarnar í Eyjahafinu og íslenski starfsbróðir hans virtist sama sinnis. 6.7.2006 12:48 Okrað á Pólverjum sem bjuggu sjö saman í íbúð Sjö Pólverjar sem bjuggu saman í 80 fermetra íbúð greiddu á mann 35 þúsund krónur í leigu á mánuði, eða 245 þúsund krónur samanlagt. Mennirnir leita nú réttar síns eftir að leigusali þeirra lét bera eigur þeirra út á meðan þeir voru í vinnu. 6.7.2006 12:20 Leið S5 hjá Strætó leggst af í fjórar vikur Leið S5 hjá Strætó leggst af í fjórar vikur vegna manneklu frá og með morgundeginum. Eins og fram hefur komið í fréttum hefur gengið erfiðlega að fá afleysingarbílstjóra til starfa hjá Strætó bs yfir sumarleyfistímann, sem er bein afleiðing mikillar þennslu í þjóðfélaginu og manneklu á vinnumarkaði. Þrátt fyrir það hefur tekist að halda öllum leiðum Strætó gangandi til þessa, segir í tilkynningu frá Strætó b.s. 6.7.2006 12:16 650 tonna krani fluttur til Reyðarfjarðar Stórt flutningaskip kom til Reyðarfjarðar í morgun með uppskipunarkrana, sem vegur 585 tonn, eða talsvert meira en fullhlaðin júmbóþota. Þetta mun vera þyngsti einstaki hlutur sem fluttur hefur verið til landsins. 6.7.2006 12:04 Sextíu ár liðin frá því Íslendingingar fengu yfirráð yfir Reykjavíkurflugvelli. Í dag eru sextíu ár liðin frá því bresk hermálayfirvöld afhentu Íslendingum Reykjavíkurflugvöll. Bretar hófu byggingu Reykjavíkurflugvallar strax við hernám Íslands árið 1940. Þótt Bandaríkjamenn hafi leyst þá af við varnir Íslands áður en seinni heimsstyrjöldinni lauk, fóru Bretar með stjórn Reykjavíkurflugvallar þar til 6. júlí 1946. 6.7.2006 11:56 KB banki hækkar vexti Fyrstu viðbrögð við stýravaxtahækkun Seðlabankans í morgun voru að KB banki hefur þegar ákveðið að hækka vexti og aðrar lánastofnanir munu að öllum líkindum fylgja fast á eftir í dag eða á morgun, eins og við síðustu stýrivaxtahækkun 6.7.2006 11:20 Tafarlaus lækkun á tollum Neytendasamtökin taka undir þau sjónarmið ASÍ um að lækka eigi tolla á innfluttum landbúnaðarvörum. ASÍ telur að samningaviðræður innan Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar hafi siglt í strand um síðustu helgi og gæti tekið nokkur ár til viðbótar að ljúka þessum viðræðum. Því sé ekki ástæða til að bíða eftir niðurstöðum úr þeim viðræðum heldur að snúa sér að því að lækka tolla á innfluttum landbúnaðarvörum. 6.7.2006 10:54 Fíkniefni í Kópavogi Fjögur fíkniefnamál komu til kasta lögreglunnar i Kópavogi í gærkvöldi og í nótt, en ekkert þeirra var meiriháttar og í engu tilviki leikur grunur á að efnin sem fundust, hafi verið ætluð til sölu. Öll málin hófust með þvi að lögreglan stöðvaði bíla til að kanna ástand ökumanna og ökutækja. Fundust þá fíkniefni ýmist á fólki í bílunum eða falin í bílunum. Öllum var sleppt að yfirheyrslum loknum. 6.7.2006 10:49 Lækkun matvælaverðs Ögmundur Jónasson, formaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, segir að skapa verði þjóðarsátt um lækkun matvælaverðs á Íslandi. Ekki dugi að ná samkomulagi um verð á innlendum matvælum, heldur verði líka að grípa til aðgerða til að lækka verð á innfluttum matvælum. 6.7.2006 10:42 Kárahnjúkum mótmælt Lögreglan á Seyðisfirði mun hafa sérstaka gát á farþegum , sem koma með Norrænu fyrir hádegi, þar sem búist er við fólki, sem hyggst efna til mótmæla gegn Kárahnjúkavirkjun, líkt og gerðist í fyrrasumar. Tveir þeirra,sem lögregla hafði afskipti af í fyrra vegna mótmæla, komu með síðustu ferð skipsins til landsins, en ekki er vitað til að mótmælendur hafi enn slegið upp tjaldbúðum á hálendinu. 6.7.2006 10:31 Leitað að eiganda dóps Lögreglan í Keflavík leitar að eiganda að 170 grömmum af hassi, sem hún fann falin undir steini úti í móa fyrir ofan Bolafót í Njarðvík, aðfararnótt þriðjudags. Hassið fanst vegna ábendingar um grunsamlegar mannaferðir á svæðinu. Lögregla telur víst að efnið hafi verið ætlað til sölu . Miðað við smásöluverð á götunni nemur andvirði hassins yfir fjögur hundruð þúsundum króna. 6.7.2006 10:19 Queen Elísabet II í Reykjavík Hið sögufræga skemmtiferðaskip Queen Elísabet- önnur, lagðist að Skarfabakka við Sundahöfn í Reykjavík, í blíðskaparveðri í morgun. Hún er lengsta skip sem hefur viðkomu hér í sumar, eða rétt tæpir 300 metrar að lengd. Hún hefur komið hingað áður en ekki getað lagst við bryggju, þar sem engin bryggja hefur verið nógu löng þartil Skarfabakki var tekin í notkun í vor. 6.7.2006 10:07 Drukkinn ökumaður Lögreglumenn úr Keflavík trúðu ekki sínum eigin augum þegar kvarðinn í öndunarsýnatæki þeirra rauk upp úr öllu valdi þegar ökumaður, grunaður um ölvun, var að blása í það, undir kvöld í gær. Var því þegar farið með manninn á heilsugæslustöð til að taka úr honum blóðsýni. 6.7.2006 09:53 Hjálmur bjargar Lögreglumenn telja víst að reiðhjólahjálmur hafi komið í veg fyrir að níu ára stúlka slasaðist alvarlega, þegar hún hjólaði utan í bíl á Selfossi undir kvöld og féll í götuna. Hún hruflaðist hér og þar við fallið, en hlaut enga höfuðáverka. Þá varð henni líka til happs á bíllinn var á lítilli ferð. 6.7.2006 08:49 Ristruflanir hjá þriðjungi karlmanna Yfir þriðjungur íslenskra karlmanna á aldrinum 45 til 75 ára hafa fundið fyrir ristruflunum. Niðurstöður fyrstu almennu könnunarinnar á ristruflunum hér á landi voru birtar á dögunum. 6.7.2006 08:15 Frystitogari strandaði við Neskaupstað Frystitogarinn Björgvin EA lenti á sand-grynningum við innsiglinguna í Neskaupstað í morgun, þegar skipið var að koma úr veiðiferð. Gott veður var á staðnum og losnaði skipið strax og togarinn Barði togaði í það. Að sögn skipstjórans á Björgvin var engin hætta á ferðum, engar skemmdir urðu á skipinu og tafði þetta förina um aðeins hálftíma. Dýpkunarskip hefur verið að færa til efni í innsiglingunni að undanförnu og hefur rennan inn í höfnina að líkindum eitthvað breyst. 6.7.2006 07:58 Ólafur Ragnar tók við fyrsta eintakinu af nýrri bók um smáríki Forseti Íslands tók við fyrsta eintakinu af nýrri bók um smáríki í dag. Nemendur í sumarskóla um smáríki fengu tækifæri til að spyrja fyrsta stjórnmálafræðiprófessorinn spjörunum úr. 5.7.2006 23:45 Bush kærður til íslenskra yfirvalda fyrir stríðsglæpi George Bush eldri hefur verið kærður til íslenskra yfirvalda fyrir glæpi gegn mannkyni og árásarstríð. Á heimasíðunni aldeilis.net birtist kæran í heild sinni. Hún er gefin út af hópi áhugafólks um mannréttindi og réttlæti. Kæran var afhent ríkislögreglustjóra á mánudaginn. 5.7.2006 23:30 Forseti Grikklands kominn til landsins Forseti Grikklands kom í opinbera heimsókn til Íslands í dag. Hann mun ekki munda veiðistöng í heimsókn sinni líkt og fyrrverandi Bandaríkjaforseti, en er þó afreksmaður þegar kemur að annars konar stöng. 5.7.2006 22:56 Skapa verður þjóðarsátt um lækkun matvælaverðs Ögmundur Jónasson, formaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, segir að skapa verði þjóðarsátt um lækkun matvælaverðs á Íslandi. Ekki dugi að ná samkomulagi um verð á innlendum matvælum, heldur verði líka að grípa til aðgerða til að lækka verð á innfluttum matvælum. 5.7.2006 21:30 Hátæknisjúkrahúsi og Sundabraut frestað? Fjöldi þingmanna Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks er hlynntur því að byggingu hátæknisjúkrahúss og lagningu Sundabrautar verði slegið á frest. Formaður Samfylkingarinnar segir flokkinn tilbúinn til að slást í lið með ríkisstjórninni, vilji hún verja andvirði Símans í að viðhalda stöðugleikanum. 5.7.2006 18:45 Fleiri íhuga uppsagnir Háskólamenntaðir starfsmenn hjá Styrktarfélagi vangefinna íhuga uppsagnir náist ekki viðunandi samningar á milli forsvarsmanna svæðisskrifstofu málefna fatlaðra og samninganefndar BHM. 5.7.2006 18:45 Sjá næstu 50 fréttir
Stefán Eiríksson nýr lögreglustjóri Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra hefur skipað Stefán Eiríksson, skrifstofustjóra í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, í embætti lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins frá og með 15. júlí næst komandi. Um er að ræða nýtt embætti sem varð til með sameiningu nokkurra lögregluembætta á höfuðborgarsvæðinu, þegar lögregluembættum landsins var fækkað. 7.7.2006 13:30
Nýr framkvæmdarstjóri Nýsköpunarsjóðs Stjórn Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins samþykkti á fundi sínum í gær, 6. júlí, að ráða Finnboga Jónsson, sem framkvæmdastjóra sjóðsins. Finnbogi er fæddur á Akureyri 18. janúar 1950 . Hann lauk stúdentsprófi frá MA 1970, fyrrihlutaprófi í eðlisverkfræði frá HÍ 1973, lokaprófi í eðlisverkfræði frá Tækniháskólanum í Lundi í Svíþjóð 1978 og lokaprófi í rekstrarhagfræði frá Háskólanum í Lundi sama ár. 7.7.2006 13:15
Páll Bragi Kristjónsson hættur hjá Eddu Páll Bragi Kristjónsson, sem verið hefur forstjóri Eddu útgáfu í þrjú ár og stjórnarformaður félagsins í eitt ár þar á undan, hefur ákveðið að láta af störfum. Edda hefur um árabil átt við erfiðan rekstur að etja, þótt verulega hafi miðað í rétta átt síðustu ár, að sögn stjórnenda. 7.7.2006 12:45
Ræða ráðstöfun mannvirkja varnarliðsins Ráðstöfun mannvirkja á Keflavíkurflugvelli er aðal umræðuefnið í varnarviðræðum Íslendinga og Bandaríkjanna, sem var fram haldið í Þjóðmenningarhúsinu í morgun, eftir hlé síðan í apríl. Ekki er búist við að Bandaríkjamenn leggi fram varnaráætlun fyrir Ísland á fundinum, þótt þetta sé nefnt Varnarviðræður. 7.7.2006 12:30
Símafyrirtækin hefðu getað stöðvað tölvuþrjóta Íslensk símafyrirtæki hefðu getað komið í veg fyrir að erlendir tölvuþrjótar rændu umtalsverðum fjárhæðum úr heimabanka Íslendings. Þetta segir Friðrik Skúlason tölvufræðingur sem rannsakaði málið upp á eigin spítur og telur sig hafa komið upp um tölvuþrjótin. 7.7.2006 12:15
Gripnir með 12 kíló af amfetamíni Lögreglu-og tollgæslumenn fundu tólf kíló af amfetamíni falin í bíl, sem kom með ferjunni Norrænu til Seyðisfjarðar í gærmorgun og er þetta lang mesta magn, sem vitað er til að reynt hafi verið að smygla með skipinu í einu. 7.7.2006 12:05
Sigurjón hættur á Fréttablaðinu Sigurjón M Egilsson, fréttaritstjóri Fréttablaðsins, hætti störfum þar í morgun og tekur við ritstjórn Blaðsins. Hann segist kveðja Fréttablaðið með söknuði. Það var á fréttafundi snemma í morgun sem Sigurjón tilkynnti samstarfsfólki sínu að hann hyggðist söðla um og taka við ritstjórn Blaðsins. Sigurjón, sem er gamall sjómaður, hefur staðið í stafni Fréttablaðsins allt frá endurreisn blaðsins. 7.7.2006 12:00
Enginn varnarsamningur Varnarviðræðum Íslendinga og Bandaríkjanna hófust í Þjóðmenningarhúsinu í dag, eftir hlé síðan í apríl. Fundurinn hófst klukkan níu í morgun. Ekki er búist við að Bandaríkjamenn leggi fram varnaráætlun fyrir Ísland á fundinum, heldur verði frekar rætt um ráðstöfun mannvirkja og annarra eigna á varnarsvæðinu. Þar eru meðal annars rúmlega 800 íbúðir og eru yfir 500 þeirra nú þegar tómar. Þá eru þar margvíslegar þjónustubyggingar auk hernaðarmannvirkja og slökkvibifreiða flugvsallarins en ekki hefur rætt um varnarsamning eins og vonir stóðu til. 7.7.2006 10:40
Tólf kíló af fíkniefnum fundust í Norrænu Lögreglu-og tollgæslumenn fundu tólf kíló af amfetamíni falin í bíl, sem kom með ferjunni Norrænu til Seyðisfjarðar í gærmorgun og er þetta lang mesta magn, sem vitað er til að reynt hafi verið að smygla með skipinu í einu. Tveir Litháar, sem voru á bílnum voru handteknir og verður krafist gæsluvarðhaldsúrskurðar yfir þeim í dag. Óskar Bjartmars, yfirlögregluþjónn vill ekki staðfesta að ábending hafi leitt til fundarins, en eftir að efnið fannst naut tollgæsla og lögregla heimamanna, aðstoðar manna frá Ríkislögreglustjóra, lögreglunnar á Keflavíkurflugvelli og tollgæslunnar i Reykjavík, sem staddir voru eystra vegna skipakomunnar. 7.7.2006 10:06
Sluppu eftir fjölda velta Tvær stúlkur sluppu lítið meiddar þegar bíll þeirra valt undir Ingólfsfjalli austanverðu á sjöunda tímanum í morgun og valt nokkrar veltur. Þær komust sjálfar út úr bílflakinu en voru fluttar á Slysadeild Borgarspítalans til aðhlynningar. Báðar voru í bílbeltum. Sú sem ók mun hafa misst bílinn út fyrir slitlagið og reynt að rykkja honum inn á aftur, en við það snérist bíllinn og valt.- 7.7.2006 09:59
Ellefu manns handteknir vegna fíkniefna Ellefu manns á aldrinum 16 til 35 ára voru handteknir í Kópavogi og Hafnarfirði í nótt í tengslum við átta fíkniefnamál, sem upp komu í sameiginlegu átaki lögreglu í báðum bæjunum. Lagt var hald á anfetamín, hass, marijuana, kókaín, E-pillur og ýmis lyf, auk vopna. Flest málin voru svonefnd neyslumál, en í örðum tilvikum leikur grunur á sölu og dreyfingu. Ekki er lengra síðan en í fyrrinótt, að fjögur fíkniefnamál komu upp í Kópavogi.- 7.7.2006 09:51
Ræða um ráðstöfun íbúða á varnarsvæðinu Varnarviðræðum Íslendinga og Bandaríkjanna verður fram haldið í Þjóðmenningarhúsinu í dag, eftir hlé síðan í apríl. Ekki er búist við að bandaríkjamenn leggi fram varnaráætlun fyrir Ísland á fundinum, heldur verði frekar rætt um ráðstöfun mannvirkja á varnarsvæðinu. Þar eru meðal annars rúmlega 800 íbúðir og eru yfir 500 þeirra nú þegar tómar. Þá eru þar margvíslegar þjónustubyggingar auk hernaðarmannvirkja.- 7.7.2006 09:30
Símafyrirtækin brugðust Verulegu fé var nýverið stolið úr heimabanka íslendings með því að bandarískir tölvuþrjótar sendu SMS skilaboð til mannsins, sem hann fór eftir, en þannig komust þeir inn í tölvu mannsins og gátu millifært út úr einkabanka hans. OgVodafone og Síminn hefðu getað komið í veg fyrir þetta, segir Friðrik Skúlason, tölvufærðingur, en hann rekur fyrirtæki, sem sérhæfir sig í Vírusvörnum. Lögreglan hefur málið til rannsóknar . 7.7.2006 09:16
Sigurjón M. Egilsson hættur sem fréttaritstjóri Fréttablaðsins Sigurjón M Egilsson, fréttastjóri Fréttablaðsins, hætti störfum þar í morgun og tekur við ritstjórn Blaðsins. Sigurjón tilkynnti samstarfsfólki sínu þetta á fundi í morgun. Mikill sjónarmissir verður af Sigurjóni sem verið hefur fréttaritstjóri Fréttablaðsins allt frá endurreisn blaðsins. Þá er ljóst að samkeppni á fríblaðsmarkaðnum mun harðna mjög komu Sigurjóns á Blaðið. Samkvæmt heimildum NFS mun Sigurjóni verða gefna frjálsar hendur með það hvernig hann þróar Blaðið. Ekki liggur fyrir hvað verður um Ásgeir Sverrisson, núverandi ritstjóra Blaðsins. 7.7.2006 10:14
Drengur missti meðvitund við inntöku helíums Drengur missti meðvitund og hlaut áverka á höfði eftir að hafa leikið sér að því að anda að sér helíum. Sjóvá Forvarnarhús vill brýna fyrir foreldrum að útskýra fyrir börnum sínum hætturnar sem fylgt geta misnotkun á helíumblöðrum. 6.7.2006 22:54
Heiðars Þórarins minnst í Heiðmörk Minningarathöfn var haldin í Heiðmörk í kvöld um látna mótorhjólamenn. Mikill fjöldi fólks var samankominn á vökunni og langflestir á hjólum. Athöfnin hófst um níuleytið en tilefni athafnarinnar var lát Heiðars Þórarins Jóhannssonar í bifhjólaslysi í Öræfasveit annan júlí síðastliðinn. 6.7.2006 22:42
Offituaðgerðir borga sig fyrir samfélagið Ríkið sparar verulega á offituaðgerðum. Aðgerðin borgar sig upp á nokkrum árum, þrátt fyrir að henni fylgi fimm vikna meðferð hjá hópi sérfræðinga og í aðgerðinni sjálfri sé notast við rándýr einnota tæki. 6.7.2006 19:11
Ferðamaður sleit vöðva í Jökulsárgljúfri Erlend kona komst í hann krappann í Jökulsárgljúfri um hádegisbilið í dag. Hún var með gönguhópi rétt norðan Dettifoss þegar hún datt og sleit vöðva. Björgunarsveitir voru kallaðar út og komu konunni undir læknishendur. Að sögn lögreglunnar á Húsavík fóru um 30 björgunarsveitarmenn á staðinn. 6.7.2006 18:00
Bílvelta á Uxahryggjum Bílvelta varð nú laust eftir klukkan fjögur á Uxahryggjum ofan við Þingvelli. Talið er að bíllinn hafi farið tvær veltur og var sjúkrabíll sendur á staðinn. Farþegarnir tveir, erlendir ferðamenn, reyndust þó einungis lítilsháttar meiddir. 6.7.2006 17:45
Davíð Oddsson segir samkomulag aðila vinnumarkaðarins auka á verðbólguþrýstinginn Verðbólguhorfur hafa versnað að mati Seðlabanka Íslands, sem telur því nauðsynlegt að hækka stýrivexti um 0,75 prósentur. Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, segir nýlegt samkomulag aðila vinnumarkaðarins og ríkisvaldsins auka á verðbólguþrýstinginn og hætta sé á að launahækkanir til hinna lægst launuðu skríði upp allan launastigann. 6.7.2006 17:00
Reykjavíkurflugvöllur 60 ár undir íslenskri stjórn Í dag eru sextíu ár liðin frá því bresk hermálayfirvöld afhentu Íslendingum Reykjavíkurflugvöll. Bretar hófu byggingu Reykjavíkurflugvallar strax við hernám Íslands árið 1940. Þótt Bandaríkjamenn hafi leyst þá af við varnir Íslands áður en seinni heimsstyrjöldinni lauk, fóru Bretar með stjórn Reykjavíkurflugvallar þar til 6. júlí 1946. Þá tók Ólafur Thors, forsætisráðherra, við flugvellinum við athöfn. Nú er að hefjast athöfn á flugvellinum til að minnast þessara tímamóta. Skömmu fyrir fimm munu flugvélar fljúga lágflug yfir flugvallarsvæðið og verður sýnt frá því á NFS í fimmfréttum. 6.7.2006 16:15
Faxaflóahafnir dæmdar til að greiða starfsmanni rúmlega 5 milljónir í skaðabætur Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Faxaflóahafnir hf. til að greiða Sigurði Ólafssyni skaðabætur vegna líkamstjóns sem hann varð fyrir við vinnu sína. Sigurður var þann 20. júlí 2004, sem starfsmaður hjá Skipaþjónustu Reykjavíkurhafnar, að binda olíuskip við Eyjagarð. Landfesti, sver kaðall með nælonkjarna slóst í Sigurð með þeim afleiðingum að hann hlaut höfuðáverka, meiddist í andliti og ökklabrotnaði. 6.7.2006 15:45
Ný tegund símaþjónustu á markaðinn Ný tegund símaþjónustu býður upp á að hægt er að hafa sama símanúmerið hvar sem maður er staddur í heiminum. Viðskiptavinur fær íslenskt símanúmer sem í öllum atriðum er sambærilegt hefðbundnu símanúmeri aðeins óháð staðsetningu. Þannig greiða viðskiptavinir fast mánaðargjald fyrir þjónustuna en ekki mínútugjald fyrir símtöl í heimasíma. 6.7.2006 13:49
Grikklandsforseti í veðurblíðu á Bessastöðum Karolos Papoulos Grikklandsforseti taldi sig vera kominn til Eyjahafsins, slík var veðurblíðan á Bessastöðum í morgun þegar íslensku forsetahjónin tóku á móti forsetanum og föruneyti hans. Grikklandsforseti er hér á landi í opinberri heimsókn í boði Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands. Grískii forsetinn hafði á orði að spegilsléttur sjórinn og dimmblá fjöllin minntu hann helst á eyjarnar í Eyjahafinu og íslenski starfsbróðir hans virtist sama sinnis. 6.7.2006 12:48
Okrað á Pólverjum sem bjuggu sjö saman í íbúð Sjö Pólverjar sem bjuggu saman í 80 fermetra íbúð greiddu á mann 35 þúsund krónur í leigu á mánuði, eða 245 þúsund krónur samanlagt. Mennirnir leita nú réttar síns eftir að leigusali þeirra lét bera eigur þeirra út á meðan þeir voru í vinnu. 6.7.2006 12:20
Leið S5 hjá Strætó leggst af í fjórar vikur Leið S5 hjá Strætó leggst af í fjórar vikur vegna manneklu frá og með morgundeginum. Eins og fram hefur komið í fréttum hefur gengið erfiðlega að fá afleysingarbílstjóra til starfa hjá Strætó bs yfir sumarleyfistímann, sem er bein afleiðing mikillar þennslu í þjóðfélaginu og manneklu á vinnumarkaði. Þrátt fyrir það hefur tekist að halda öllum leiðum Strætó gangandi til þessa, segir í tilkynningu frá Strætó b.s. 6.7.2006 12:16
650 tonna krani fluttur til Reyðarfjarðar Stórt flutningaskip kom til Reyðarfjarðar í morgun með uppskipunarkrana, sem vegur 585 tonn, eða talsvert meira en fullhlaðin júmbóþota. Þetta mun vera þyngsti einstaki hlutur sem fluttur hefur verið til landsins. 6.7.2006 12:04
Sextíu ár liðin frá því Íslendingingar fengu yfirráð yfir Reykjavíkurflugvelli. Í dag eru sextíu ár liðin frá því bresk hermálayfirvöld afhentu Íslendingum Reykjavíkurflugvöll. Bretar hófu byggingu Reykjavíkurflugvallar strax við hernám Íslands árið 1940. Þótt Bandaríkjamenn hafi leyst þá af við varnir Íslands áður en seinni heimsstyrjöldinni lauk, fóru Bretar með stjórn Reykjavíkurflugvallar þar til 6. júlí 1946. 6.7.2006 11:56
KB banki hækkar vexti Fyrstu viðbrögð við stýravaxtahækkun Seðlabankans í morgun voru að KB banki hefur þegar ákveðið að hækka vexti og aðrar lánastofnanir munu að öllum líkindum fylgja fast á eftir í dag eða á morgun, eins og við síðustu stýrivaxtahækkun 6.7.2006 11:20
Tafarlaus lækkun á tollum Neytendasamtökin taka undir þau sjónarmið ASÍ um að lækka eigi tolla á innfluttum landbúnaðarvörum. ASÍ telur að samningaviðræður innan Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar hafi siglt í strand um síðustu helgi og gæti tekið nokkur ár til viðbótar að ljúka þessum viðræðum. Því sé ekki ástæða til að bíða eftir niðurstöðum úr þeim viðræðum heldur að snúa sér að því að lækka tolla á innfluttum landbúnaðarvörum. 6.7.2006 10:54
Fíkniefni í Kópavogi Fjögur fíkniefnamál komu til kasta lögreglunnar i Kópavogi í gærkvöldi og í nótt, en ekkert þeirra var meiriháttar og í engu tilviki leikur grunur á að efnin sem fundust, hafi verið ætluð til sölu. Öll málin hófust með þvi að lögreglan stöðvaði bíla til að kanna ástand ökumanna og ökutækja. Fundust þá fíkniefni ýmist á fólki í bílunum eða falin í bílunum. Öllum var sleppt að yfirheyrslum loknum. 6.7.2006 10:49
Lækkun matvælaverðs Ögmundur Jónasson, formaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, segir að skapa verði þjóðarsátt um lækkun matvælaverðs á Íslandi. Ekki dugi að ná samkomulagi um verð á innlendum matvælum, heldur verði líka að grípa til aðgerða til að lækka verð á innfluttum matvælum. 6.7.2006 10:42
Kárahnjúkum mótmælt Lögreglan á Seyðisfirði mun hafa sérstaka gát á farþegum , sem koma með Norrænu fyrir hádegi, þar sem búist er við fólki, sem hyggst efna til mótmæla gegn Kárahnjúkavirkjun, líkt og gerðist í fyrrasumar. Tveir þeirra,sem lögregla hafði afskipti af í fyrra vegna mótmæla, komu með síðustu ferð skipsins til landsins, en ekki er vitað til að mótmælendur hafi enn slegið upp tjaldbúðum á hálendinu. 6.7.2006 10:31
Leitað að eiganda dóps Lögreglan í Keflavík leitar að eiganda að 170 grömmum af hassi, sem hún fann falin undir steini úti í móa fyrir ofan Bolafót í Njarðvík, aðfararnótt þriðjudags. Hassið fanst vegna ábendingar um grunsamlegar mannaferðir á svæðinu. Lögregla telur víst að efnið hafi verið ætlað til sölu . Miðað við smásöluverð á götunni nemur andvirði hassins yfir fjögur hundruð þúsundum króna. 6.7.2006 10:19
Queen Elísabet II í Reykjavík Hið sögufræga skemmtiferðaskip Queen Elísabet- önnur, lagðist að Skarfabakka við Sundahöfn í Reykjavík, í blíðskaparveðri í morgun. Hún er lengsta skip sem hefur viðkomu hér í sumar, eða rétt tæpir 300 metrar að lengd. Hún hefur komið hingað áður en ekki getað lagst við bryggju, þar sem engin bryggja hefur verið nógu löng þartil Skarfabakki var tekin í notkun í vor. 6.7.2006 10:07
Drukkinn ökumaður Lögreglumenn úr Keflavík trúðu ekki sínum eigin augum þegar kvarðinn í öndunarsýnatæki þeirra rauk upp úr öllu valdi þegar ökumaður, grunaður um ölvun, var að blása í það, undir kvöld í gær. Var því þegar farið með manninn á heilsugæslustöð til að taka úr honum blóðsýni. 6.7.2006 09:53
Hjálmur bjargar Lögreglumenn telja víst að reiðhjólahjálmur hafi komið í veg fyrir að níu ára stúlka slasaðist alvarlega, þegar hún hjólaði utan í bíl á Selfossi undir kvöld og féll í götuna. Hún hruflaðist hér og þar við fallið, en hlaut enga höfuðáverka. Þá varð henni líka til happs á bíllinn var á lítilli ferð. 6.7.2006 08:49
Ristruflanir hjá þriðjungi karlmanna Yfir þriðjungur íslenskra karlmanna á aldrinum 45 til 75 ára hafa fundið fyrir ristruflunum. Niðurstöður fyrstu almennu könnunarinnar á ristruflunum hér á landi voru birtar á dögunum. 6.7.2006 08:15
Frystitogari strandaði við Neskaupstað Frystitogarinn Björgvin EA lenti á sand-grynningum við innsiglinguna í Neskaupstað í morgun, þegar skipið var að koma úr veiðiferð. Gott veður var á staðnum og losnaði skipið strax og togarinn Barði togaði í það. Að sögn skipstjórans á Björgvin var engin hætta á ferðum, engar skemmdir urðu á skipinu og tafði þetta förina um aðeins hálftíma. Dýpkunarskip hefur verið að færa til efni í innsiglingunni að undanförnu og hefur rennan inn í höfnina að líkindum eitthvað breyst. 6.7.2006 07:58
Ólafur Ragnar tók við fyrsta eintakinu af nýrri bók um smáríki Forseti Íslands tók við fyrsta eintakinu af nýrri bók um smáríki í dag. Nemendur í sumarskóla um smáríki fengu tækifæri til að spyrja fyrsta stjórnmálafræðiprófessorinn spjörunum úr. 5.7.2006 23:45
Bush kærður til íslenskra yfirvalda fyrir stríðsglæpi George Bush eldri hefur verið kærður til íslenskra yfirvalda fyrir glæpi gegn mannkyni og árásarstríð. Á heimasíðunni aldeilis.net birtist kæran í heild sinni. Hún er gefin út af hópi áhugafólks um mannréttindi og réttlæti. Kæran var afhent ríkislögreglustjóra á mánudaginn. 5.7.2006 23:30
Forseti Grikklands kominn til landsins Forseti Grikklands kom í opinbera heimsókn til Íslands í dag. Hann mun ekki munda veiðistöng í heimsókn sinni líkt og fyrrverandi Bandaríkjaforseti, en er þó afreksmaður þegar kemur að annars konar stöng. 5.7.2006 22:56
Skapa verður þjóðarsátt um lækkun matvælaverðs Ögmundur Jónasson, formaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, segir að skapa verði þjóðarsátt um lækkun matvælaverðs á Íslandi. Ekki dugi að ná samkomulagi um verð á innlendum matvælum, heldur verði líka að grípa til aðgerða til að lækka verð á innfluttum matvælum. 5.7.2006 21:30
Hátæknisjúkrahúsi og Sundabraut frestað? Fjöldi þingmanna Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks er hlynntur því að byggingu hátæknisjúkrahúss og lagningu Sundabrautar verði slegið á frest. Formaður Samfylkingarinnar segir flokkinn tilbúinn til að slást í lið með ríkisstjórninni, vilji hún verja andvirði Símans í að viðhalda stöðugleikanum. 5.7.2006 18:45
Fleiri íhuga uppsagnir Háskólamenntaðir starfsmenn hjá Styrktarfélagi vangefinna íhuga uppsagnir náist ekki viðunandi samningar á milli forsvarsmanna svæðisskrifstofu málefna fatlaðra og samninganefndar BHM. 5.7.2006 18:45