Innlent

Sextíu ár liðin frá því Íslendingingar fengu yfirráð yfir Reykjavíkurflugvelli.

Í dag eru sextíu ár liðin frá því bresk hermálayfirvöld afhentu Íslendingum Reykjavíkurflugvöll. Bretar hófu byggingu Reykjavíkurflugvallar strax við hernám Íslands árið 1940. Þótt Bandaríkjamenn hafi leyst þá af við varnir Íslands áður en seinni heimsstyrjöldinni lauk, fóru Bretar með stjórn Reykjavíkurflugvallar þar til 6. júlí 1946. Þá tók Ólafur Thors, forsætisráðherra, við flugvellinum við athöfn.

Þessa dags verður minnst með yfirflugi nokkurra flugvéla seinnipartinn í dag. Á síðasta ári fóru 356 þúsund farþegar um Reykjavíkurflugvöll, sem er miðstöð innanlandsflugs á Íslandi og árlega fara um 25 þúsund farþegar í millilandaflugi um flugvöllinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×