Innlent

Davíð Oddsson segir samkomulag aðila vinnumarkaðarins auka á verðbólguþrýstinginn

Verðbólguhorfur hafa versnað að mati Seðlabanka Íslands, sem telur því nauðsynlegt að hækka stýrivexti um 0,75 prósentur. Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, segir nýlegt samkomulag aðila vinnumarkaðarins og ríkisvaldsins auka á verðbólguþrýstinginn og hætta sé á að launahækkanir til hinna lægst launuðu skríði upp allan launastigann.

Seðlabanki Íslands tilkynnti í morgun að stýrivextir bankans verði hækkaðir í 13% eða um 75 punkta frá og me 11. júlí. Við síðasta vaxtaákvörðunardag hinn 18. maí hækkaði bankinn stýrivexti sína einnig um 75 punkta, sem þótti sýna að bankanum væri alvara með að nota stýrivextina til að reyna að slá á verðbólgu. Búist hafði verið við að bankinn myndi hækka vextina um a.m.k. 50 punkta, svo þetta er öllu meiri hækkun en spáð var.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×