Innlent

Ný tegund símaþjónustu á markaðinn

Ný tegund símaþjónustu býður upp á að hægt er að hafa sama símanúmerið hvar sem maður er staddur í heiminum. Viðskiptavinur fær íslenskt símanúmer sem í öllum atriðum er sambærilegt hefðbundnu símanúmeri aðeins óháð staðsetningu. Þannig greiða viðskiptavinir fast mánaðargjald fyrir þjónustuna en ekki mínútugjald fyrir símtöl í heimasíma.

Þetta er í fyrsta sinn sem hin svo kallaða flökkuþjónusta er veitt á Íslandi. Það er Fjarskiptafélagið Atlassími ehf. sem býður upp á þessa nýju þjónustu. Póst- og fjarskiptastofnun úrskurðaði nýlega í máli Atlassíma gegn Símanum og gerði Símanum að skrá flökkunúmeraseríur Atlassíma í gagnagrunna sína og um leið að greiða götu þjónustunnar.

Með ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar hefur verið staðfest heimild til að bjóða upp á heima- og fyrirtækjasíma án tengingar við fast heimilisfang. Þar með hefur skylda til að veita talsímaþjónustu um grunnnet Símans í raun verið afnumin.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×