Innlent

Queen Elísabet II í Reykjavík

Hið sögufræga skemmtiferðaskip Queen Elísabet- önnur, (LUM) lagðist að Skarfabakka við Sundahöfn í Reykjavík, í blíðskaparveðri í morgun. Hún er lengsta skip sem hefur viðkomu hér í suamr, eða rétt tæpir 300 metrar að lengd. Hún hefur komið hingað áður en ekki getað lagst við bryggju, þar sem engin bryggja hefur verið nógu löng þartil Skarfabakki var tekin í notkun í vor. Heiti siglingarinnar hingað er: Jöklar og hverir og fá farþegarnir að kynnast þeim fyrirbrigðum í hópferðum út frá Reykjavík. Síðan verður haldið til Akureyrar. Skipið, sem er að verða fjörutíu ára, var endurbyggt fyrir nokkrum árum og var flaggskip Cunrad skipafélagsins þartil í hitteðfyrra að Queen Mary-önnur tók það sæti. -




Fleiri fréttir

Sjá meira


×