Innlent

KB banki hækkar vexti

Fyrstu viðbrögð við stýravaxtahækkun Seðlabankans í morgun voru að KB banki hefur þegar ákveðið að hækka vexti og aðrar lánastofnanir munu að öllum líkindum fylgja fast á eftir í dag eða á morgun, eins og við síðustu stýrivaxtahækkun.

Allir inn -og útlánsvextir hækka, bæði verðtryggðir og óverðtryggðir. Þannig hækka vextir óverðtryggðra útlána um 0,75 prósentustig. Vextir af íbúðalánum hækka úr fjórum komma sjötíu prósentum upp í fjögur komma áttatíu og fimm prósent. Þrátt fyrir hækkunina eru þeir enn undir húsnæðisvöxtum Glitnis og Landsbankans og líka Íbúðalánasjóðs, nema þegar uppgreiðslugjald er ekki innifalið þar. Frá því að KB banki byrjaði á lána til húsnæðiskaupa á 4,15 prósenta vöxtum þá hefur greiðslubyrði af tíu milljóna króna láni til 40 ára hækkað úr 42,700 krónum á mánuði upp í 47,200, eða um 4,500 krónur á mánuði, sem er tíu og hálfs prósents hækkun á innan við tveimur árum. Vextir hækka ekki af lánum sem þegar hafa verið afgreidd.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×