Innlent

Grikklandsforseti í veðurblíðu á Bessastöðum

Karolos Papoulos Grikklandsforseti taldi sig vera kominn til Eyjahafsins, slík var veðurblíðan á Bessastöðum í morgun þegar íslensku forsetahjónin tóku á móti forsetanum og föruneyti hans. Grikklandsforseti er hér á landi í opinberri heimsókn í boði Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands. Grískii forsetinn hafði á orði að spegilsléttur sjórinn og dimmblá fjöllin minntu hann helst á eyjarnar í Eyjahafinu og íslenski starfsbróðir hans virtist sama sinnis.

Á blaðamannafundi forsetanna bar ýmislegt á góma, allt frá knattspyrnu til öryggismála. Grískir blaðamenn spurðu Ólaf Ragnar út í stöðuna í varnarmálum Íslendinga og svaraði hann því til að brotthvarf varnarliðsins endurspeglaði einfaldlega að ógnirnar sem steðjuðu að Íslandi væru ekki þær sömu og á tímum kaldastríðsins. Hvað stækkun Evrópusambandsins áhrærði sagði Papoulis að Grikkir væru fyrir sitt leyti inngöngu Tyrkja í sambandið, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Heimsókninni lýkur á morgun en á meðan henni stendur ætla gestirnir meðal annars að hitta borgarstjórann í Reykjavík og heimsækja saltfisksetrið í Grindavík en saltfiskur þykir hnossgæti í Grikklandi, eins og svo víða við Miðjarðarhafið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×