Innlent

Ólafur Ragnar tók við fyrsta eintakinu af nýrri bók um smáríki

MYND/Valgarður Gíslason

Forseti Íslands tók við fyrsta eintakinu af nýrri bók um smáríki í dag. Nemendur í sumarskóla um smáríki fengu tækifæri til að spyrja fyrsta stjórnmálafræðiprófessorinn spjörunum úr.

Á vegum Rannsóknarseturs um smáríki við Háskóla Íslands er komin út bókin Smáríki í alþjóðakerfinu, eða Small states in International Relations. Einn kaflahöfunda bókarinnar er Baldur Þórhallsson, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og formaður stjórnar Rannsóknarseturs um smáríki. Baldur afhenti Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands og fyrsta prófessornum í stjórnmálafræði, eintak af bókinni á Bessastöðum í dag.

Viðstaddir voru nemendur í sumarskóla Alþjóðastofnunar Háskóla Íslands. Ólafur Ragnar spjallaði lengi við nemendurna um smáríki og sagði frá frumkvöðlastarfi sínu við stjórnmálafræðiskorina á Íslandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×