Innlent

Tafarlaus lækkun á tollum

Neytendasamtökin taka undir þau sjónarmið ASÍ um að lækka eigi tolla á innfluttum landbúnaðarvörum. ASÍ telur að samningaviðræður innan Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar hafi siglt í strand um síðustu helgi og gæti tekið nokkur ár til viðbótar að ljúka þessum viðræðum. Því sé ekki ástæða til að bíða eftir niðurstöðum úr þeim viðræðum heldur að snúa sér að því að lækka tolla á innfluttum landbúnaðarvörum.

Neytendasamtökin taka undir þessi sjónarmið ASÍ. Minnt er á að Neytendasamtökin hafa barist gegn þessum tollum allt frá því að ákveðið var að leggja ofurtolla á innfluttar landbúnaðarvörur. Eins og ítrekað hefur komið fram er verðlag á matvörum miklu hærra hér á landi borið saman við nágrannalönd okkar og þar á verndarstefnan gagnvart innfluttum landbúnaðarvörum stóran hlut að máli þótt vissulega komi þar fleira til.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×