Innlent

Enginn varnarsamningur

Varnarviðræðum Íslendinga og Bandaríkjanna hófust í Þjóðmenningarhúsinu í dag, eftir hlé síðan í apríl. Fundurinn hófst klukkan níu í morgun. Ekki er búist við að Bandaríkjamenn leggi fram varnaráætlun fyrir Ísland á fundinum, heldur verði frekar rætt um ráðstöfun mannvirkja og annarra eigna á varnarsvæðinu. Þar eru meðal annars rúmlega 800 íbúðir og eru yfir 500 þeirra nú þegar tómar. Þá eru þar margvíslegar þjónustubyggingar auk hernaðarmannvirkja og slökkvibifreiða flugvsallarins en ekki hefur enn verið minnst á varnarsamning eins og vonir stóðu til.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×