Innlent

Skapa verður þjóðarsátt um lækkun matvælaverðs

MYND/Vísir

Ögmundur Jónasson, formaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, segir að skapa verði þjóðarsátt um lækkun matvælaverðs á Íslandi. Ekki dugi að ná samkomulagi um verð á innlendum matvælum, heldur verði líka að grípa til aðgerða til að lækka verð á innfluttum matvælum.

Svokölluð matvælanefnd, sem starfar á vegum forsætisráðuneytisins, hefur fengið það verkefni að leita leiða til að ná niður verði á matvælum hér á landi en BSRB eiga aðild að nefndinni. Að sögn Ögmundar hefur matvælanefndin einkum horft til þeirrar vöru sem framleidd er hér innanlands sem hann segir nokkuð þröngt sjónarhorn því drjúgur hluti fæðu þjóðarinnar sé innfluttur. Þetta leiði hugann að versluanrháttum eins og þeir hafi þróast hér á landi á undanförnum árum þar sem einokun og fákeppni hafi þrýst verðlagi upp úr öllu valdi.

Ögmundur kallar eftir því að Bændasamtökin komi að málunum. Hann segir mikilsvert að þau taki frumkvæði í umræðunni en láti ekki þá, sem sjái ekkert annað en verðmiðann á vörunni, eina um hituna.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×