Forseti Grikklands kominn til landsins 5. júlí 2006 22:56 Karolos Papoulias og eiginkona hans, May Papoulia, lentu í nepjunni á Reykjavíkurflugvelli á sjötta tímanum í dag. MYND/NFS Forseti Grikklands kom í opinbera heimsókn til Íslands í dag. Hann mun ekki munda veiðistöng í heimsókn sinni líkt og fyrrverandi Bandaríkjaforseti, en er þó afreksmaður þegar kemur að annars konar stöng. Karolos Papoulias og eiginkona hans, May Papoulia, lentu í nepjunni á Reykjavíkurflugvelli á sjötta tímanum í dag. Heimsóknin hefst hins vegar ekki að nafninu til fyrr en í fyrramálið með hátíðlegri móttökuathöfn á Bessastöðum þar sem Papoulias mun ræða við forseta Íslands, herra Ólaf Ragnar Grímsson, og munu forsetarnar svo ræða við fréttamenn að loknum fundi sínum. Frá Bessastöðum halda grísku forsetahjónin í Þjóðminjasafnið en þau munu svo snæða hádegisverð í Höfða í boði Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar borgarstjóra þar sem Björgólfur Thor Björgólfsson athafnamaður mun flytja erindi um sóknarfæri í evrópsku viðskiptalífi. Eftir hádegi er för forsetahjónanna svo heitið til Suðurnesja þar sem þau munu meðal annars kynna sér saltfisksverkun og Hitaveitu Suðurnesja. Annað kvöld sitja þau svo hátíðarkvöldverð á Bessastöðum í boði íslensku forsetahjónanna. Papoulias er 77 ára að aldri og er lögfræðingur að mennt. Hann átti meðal annars sæti á gríska þinginu í 27 ár og var utanríkisráðherra Grikklands í tvígang, fyrst frá 1985 til 1990 og svo frá ´93 til ´96. Hann var svo kjörinn forseti landsins með miklum yfirburðum árið 2004. Ekki fer mörgum sögum af laxveiðiáhuga forsetans líkt og í tilviki George Bush eldri, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sem kom hingað til lands í gær. Hins vegar má geta þess að Papoulias hefur getið sér gott orð fyrir færni sína með annars konar stöng því hann er fyrrverandi Grikklandsmeistari í stangarstökki. Heimsókn Grikklandsforseta lýkur á föstudagskvöld með kvöldverði í boði sendiherra Grikklands á Íslandi. Forsetinn fer svo af landi brott á laugardagsmorgun. Fréttir Innlent Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Sjá meira
Forseti Grikklands kom í opinbera heimsókn til Íslands í dag. Hann mun ekki munda veiðistöng í heimsókn sinni líkt og fyrrverandi Bandaríkjaforseti, en er þó afreksmaður þegar kemur að annars konar stöng. Karolos Papoulias og eiginkona hans, May Papoulia, lentu í nepjunni á Reykjavíkurflugvelli á sjötta tímanum í dag. Heimsóknin hefst hins vegar ekki að nafninu til fyrr en í fyrramálið með hátíðlegri móttökuathöfn á Bessastöðum þar sem Papoulias mun ræða við forseta Íslands, herra Ólaf Ragnar Grímsson, og munu forsetarnar svo ræða við fréttamenn að loknum fundi sínum. Frá Bessastöðum halda grísku forsetahjónin í Þjóðminjasafnið en þau munu svo snæða hádegisverð í Höfða í boði Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar borgarstjóra þar sem Björgólfur Thor Björgólfsson athafnamaður mun flytja erindi um sóknarfæri í evrópsku viðskiptalífi. Eftir hádegi er för forsetahjónanna svo heitið til Suðurnesja þar sem þau munu meðal annars kynna sér saltfisksverkun og Hitaveitu Suðurnesja. Annað kvöld sitja þau svo hátíðarkvöldverð á Bessastöðum í boði íslensku forsetahjónanna. Papoulias er 77 ára að aldri og er lögfræðingur að mennt. Hann átti meðal annars sæti á gríska þinginu í 27 ár og var utanríkisráðherra Grikklands í tvígang, fyrst frá 1985 til 1990 og svo frá ´93 til ´96. Hann var svo kjörinn forseti landsins með miklum yfirburðum árið 2004. Ekki fer mörgum sögum af laxveiðiáhuga forsetans líkt og í tilviki George Bush eldri, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sem kom hingað til lands í gær. Hins vegar má geta þess að Papoulias hefur getið sér gott orð fyrir færni sína með annars konar stöng því hann er fyrrverandi Grikklandsmeistari í stangarstökki. Heimsókn Grikklandsforseta lýkur á föstudagskvöld með kvöldverði í boði sendiherra Grikklands á Íslandi. Forsetinn fer svo af landi brott á laugardagsmorgun.
Fréttir Innlent Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Sjá meira