Innlent

Fyrsti þjóðhöfðinginn á alþjóðaþingi Lions

MYND/HÖRÐUR

Ólafur Ragnar Grímsson er staddur á alþjóðaþingi Lions sem haldið er í Boston. Hann er fyrsti þjóðhöfðingi veraldar sem hefur verið boðið að halda ræðu hjá hreyfingunni frá því hún var stofnuð árið 1907.

Ásamt forsetanum er æðstu menn Lions á Íslandi staddir á þinginu. Að venju standa þjóðir fyrir kynningu á landi sínu og þjóð meðan á þinginu stendur. Að þessu sinni verður íslenski hesturinn og gangtegundir hans aðal þema Íslandskynningarinnar Lionsmanna á þinginu og að því tilefni hafa fimm barmmerki verið útbúin en þau eiga að draga skarpa mynd af þeirri staðreynd íslenski hesturinn er eini hestur í heiminum sem hefur fimm gangtegundir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×