Innlent

Fór veltur og endaði ofan í á

Ungur ökumaður missti stjórn á fólksbíl sínum í Langadal um sexleytið í gær, með þeim afleiðingum að hann valt og endaði ofan í á, þrjátíu til fjörutíu metrum frá veginum.

Einn farþegi var ásamt ökumanni í bílnum og voru þeir báðir fluttir til aðhlynningar með smávægileg meiðsli. Lögreglan á Blönduósi segir bílbelti hafa bjargað að ekki fór verr.

Mikil og þung umferð var í gær í umdæmi lögreglunnar á Blönduósi, en hún gekk að öðru leyti vel að sögn vakthafandi lögreglumanns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×