Innlent

Bensínverðið hækkaði um helgina

Verð á  Eldsneyti hækkar Enn Bensínlítrinn er nú orðinn þremur krónum dýrari hjá Esso, Shell og Olís.
Verð á Eldsneyti hækkar Enn Bensínlítrinn er nú orðinn þremur krónum dýrari hjá Esso, Shell og Olís.

Olíufélagið og Skelj­ungur hækkuðu á laugardaginn verð á 95 oktana bensíni um þrjár krónur lítrann og Olís gerði slíkt hið sama í gær.

Algengasta verð á bensínlítranum hjá þessum olíufélögum er nú 134 krónur og 40 aurar með þjónustu en 129 krónur og 40 aurar í sjálfsafgreiðslu. Verð á díselolíu hækkaði einnig um tvær krónur og fimmtíu aura hjá olíufélögunum þremur og kostar lítrinn nú 128 krónur og 30 aura með þjónustu en 123 krónur og 30 aura í sjálfsafgreiðslu.

Ef 40 lítra bensíntankur er fylltur núna hjá þessum olíufélögum kostar það 5.376 krónur með þjónustu en 5.176 krónur í sjálfsafgreiðslu. Til samanburðar kostaði að fylla svo stóran tank 5.256 krónur með þjónustu og 5.032 krónur í sjálfsafgreiðslu fyrir hækkunina.

Ástæðan fyrir hækkuninni er sögð lágt gengi krónunnar gagnvart bandaríkjadal og hátt heimsmarkaðsverð.

Önnur olíufélög hafa ekki hækkað eldsneytisverð sitt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×