Innlent

Grunur leikur á um gabb

MYND/VÍSIR
Rannsók lögreglunnar i Fjarðabyggð á neyðarkalli frá kajakræðara í gær hefur engan árangur borið. Það barst klukkan ellefu í gærmorgun og sagðist ræðarinn vera staddur í blind þoku út af Seyðisfirði. Hátt í 50 björgunarsveitarmenn voru kallaði rút og öll skip Slysavaranfélagsins Landsbjargar hófu leit, en án árangurs og var leitinni hætt undir kvöld. Búið er að hafa tal af ísraelskri konu, sem var á kajak á þessum slóðum í gær, en hún þver tekur fyrir að hafa kallað á hjálp og leikur grunur á að um gabb hafi verið að ræða. Rannsókn verður haldið áfram , en þung viðurlög geta legið við því að að kalla út björgunarlið án tilefnis.-



Fleiri fréttir

Sjá meira


×