Innlent

Forseti Íslands flytur aðalræðu á Heimsþingi Lions

Mynd/Hörður Sveinsson

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands mun á morgun, 3. júlí flytja aðalræðu á Heimsþingi Lions hreyfingarinnar sem haldin er í Boston. Á þingið, sem er ætlað að móta áherslur í starfi hreyfingarinnar á heimsvísu, koma 15 þúsund fulltrúar Lions víðsvegar af úr heiminum. Alþjóðaforseti Lions hreyfingarinnar, Ashok Mehta frá Indlandi, bauð forseta Íslands að flytja aðalræðu heimsþingsins.

Í ræðu sinni mun Ólafur Ragnar fjalla um mikilvægi frjálsra félagasamtak á nýrri öld, breytingar sem orðið hafa á heimsmyndinni og hvernig ýmis verkefni á sviði hjálparstarfs geta skilað miklum árangri. Forsetinn mun einnig lýsa ýmis lærdómum sem draga má af starfi Lions hreyfingarinnar á Íslandi og hvernig reynsla íslenskra Lions manna getur nýst öðrum Lions hreyfinum víðsvegar um heim. Forseti Íslands mun einnig eiga viðræður við forystumenn Lions félaga hvaðanæva að úr heiminum og kynna sér starf þeirra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×