Innlent

Festust í á með tvö ung börn

Hjón með tvö ung börn sín festu bíl sinn úti í á skammt frá Stöng í Þjórsárdal í gær og kölluðu eftir hjálp, þar sem bíllinn virtist ætla að berast undan straumnum. Björgunarsveitir frá Selfossi og úr Gnúpverjahreppi voru sendar af stað í skyndingu og höfðu náð bílnum upp úr ánni á innan við klukkustund frá því að hjálparbeiðnin barst. Engan í bílnum sakaði og var hann ökufær eftir óhappið.-




Fleiri fréttir

Sjá meira


×