Kynferðisbrotum gegn börnum fjölgaði 3. júlí 2006 07:30 Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur Varar við að tölur ársskýrslunnar séu rangtúlkaðar. MYND/Vilhelm Kynferðisbrot gegn börnum voru 38 talsins árið 2005, en voru 19 árið áður, samkvæmt ársskýrslu lögreglustjórans í Reykjavík. Þá fjölgaði nauðganatilfellum um 72 prósent samkvæmt skýrslunni, voru 23 árið 2004 en 43 ári síðar. Helgi Gunnlaugsson, prófessor í afbrotafræðum við Háskóla Íslands, varar við að tölurnar séu túlkaðar á þann hátt að kynferðisbrotum fari fjölgandi almennt í þjóðfélaginu. "Vegna þeirrar miklu og opnu umræðu sem hefur átt sér stað í þjóðfélaginu varðandi þessi brot hefur umburðarlyndisþröskuldurinn gagnvart þessu lækkað og því kærir fólk miklu frekar nú heldur en áður," segir Helgi. "Fórnarlömb þessara hroðaverka mæta líka mun meiri skilningi nú heldur en áður og fólk er meira á varðbergi gagnvart þessu." Samkvæmt skýrslunni fjölgar minniháttar líkamsárásum rúmlega þrefalt, voru 38 árið 2004 en voru komnar upp í 123 árið á eftir. Hins vegar fækkar meiriháttar líkamsárásum um níu og hálft prósent. Helgi segir að þetta þurfi ekki endilega að þýða að minniháttar líkamsárásum hafi í raun fjölgað á strætum höfuðborgarinnar. "Núna er það orðið þannig að þegar menn verða fyrir hnjaski til að mynda á skemmtistað eða eitthvað slíkt, þá láta þeir ekki bjóða sér það og kæra hiklaust. Þessi umburðarlyndisþröskuldur gagnvart ofbeldi er nánast að hverfa," segir Helgi. Í ársskýrslunni kemur fram að innbrotum fækkar um rúm ellefu prósent á milli ára. Ingimundur Einarsson varalögreglustjóri í Reykjavík, þakkar þessa minnkun á milli ára auknu eftirliti lögreglu í hverfum borgarinnar, ásamt öflugu samstarfi við íbúana. "Næsta ársskýrsla mun sýna að innbrotum fer enn fækkandi. Lögreglan hefur markvisst tekið á þessum vanda," segir Ingimundur. "Við höfum einbeitt okkur að hverfum þar sem innbrot hafa verið tíðari en annars staðar og svo höfum við aukið eftirlit okkar með ákveðnum persónum sem við erum með á skrá hjá okkur." Ingimundur segir marga ómerkta lögreglubíla á ferðinni í hverfum borgarinnar á kvöldin í eftirlitsferðum og afrakstur þessarar vinnu sé að skila sér með óyggjandi hætti í skýrslunni. Innlent Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Fleiri fréttir Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Sjá meira
Kynferðisbrot gegn börnum voru 38 talsins árið 2005, en voru 19 árið áður, samkvæmt ársskýrslu lögreglustjórans í Reykjavík. Þá fjölgaði nauðganatilfellum um 72 prósent samkvæmt skýrslunni, voru 23 árið 2004 en 43 ári síðar. Helgi Gunnlaugsson, prófessor í afbrotafræðum við Háskóla Íslands, varar við að tölurnar séu túlkaðar á þann hátt að kynferðisbrotum fari fjölgandi almennt í þjóðfélaginu. "Vegna þeirrar miklu og opnu umræðu sem hefur átt sér stað í þjóðfélaginu varðandi þessi brot hefur umburðarlyndisþröskuldurinn gagnvart þessu lækkað og því kærir fólk miklu frekar nú heldur en áður," segir Helgi. "Fórnarlömb þessara hroðaverka mæta líka mun meiri skilningi nú heldur en áður og fólk er meira á varðbergi gagnvart þessu." Samkvæmt skýrslunni fjölgar minniháttar líkamsárásum rúmlega þrefalt, voru 38 árið 2004 en voru komnar upp í 123 árið á eftir. Hins vegar fækkar meiriháttar líkamsárásum um níu og hálft prósent. Helgi segir að þetta þurfi ekki endilega að þýða að minniháttar líkamsárásum hafi í raun fjölgað á strætum höfuðborgarinnar. "Núna er það orðið þannig að þegar menn verða fyrir hnjaski til að mynda á skemmtistað eða eitthvað slíkt, þá láta þeir ekki bjóða sér það og kæra hiklaust. Þessi umburðarlyndisþröskuldur gagnvart ofbeldi er nánast að hverfa," segir Helgi. Í ársskýrslunni kemur fram að innbrotum fækkar um rúm ellefu prósent á milli ára. Ingimundur Einarsson varalögreglustjóri í Reykjavík, þakkar þessa minnkun á milli ára auknu eftirliti lögreglu í hverfum borgarinnar, ásamt öflugu samstarfi við íbúana. "Næsta ársskýrsla mun sýna að innbrotum fer enn fækkandi. Lögreglan hefur markvisst tekið á þessum vanda," segir Ingimundur. "Við höfum einbeitt okkur að hverfum þar sem innbrot hafa verið tíðari en annars staðar og svo höfum við aukið eftirlit okkar með ákveðnum persónum sem við erum með á skrá hjá okkur." Ingimundur segir marga ómerkta lögreglubíla á ferðinni í hverfum borgarinnar á kvöldin í eftirlitsferðum og afrakstur þessarar vinnu sé að skila sér með óyggjandi hætti í skýrslunni.
Innlent Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Fleiri fréttir Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Sjá meira