Innlent

Goðsögn að leikskólakennarar hætti vegna lágra launa

Það er goðsögn að starfsfólk leikskóla hætti vegna lágra launa, samkvæmt nýlegri rannsókn. Flestir virðast líta á leikskólana sem ,,vertíðarvinnustað'' og lykilatriði að breyta því svo betur haldist á starfsfólki, segir lektor við Háskólann í Reykjavík.

Tveir nemar við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík gerðu könnun á því meðal allra starfsmanna sem hættu hjá leikskólum Reykjavíkur frá júní 2004 til maí 2005, til að komast að því hver raunveruleg ástæða uppsagnar hafi verið. 167 manns tóku þátt og svarhlutfallið 74%. Flestir þeirra svarenda voru leiðbeinendur á miðjum þrítugsaldri og algengast var að fólk hafði unnið hjá leikskólunum í ár. Þar kom fram að launin voru ekki aðalástæða uppsagnar.

Ásta Bjarnadóttir, lektor við HR, segir að svo virðist sem leikskólarnir hafi gengist inn á að vera nokkurs konar vertíðarvinnustaður og leikskólakennarar reiðubúnir að ráða fólks til skamms tíma. Það gæti hins vegar leitt til þess að fólk sem leitar að fastri vinnu, leitar eitthvert annað.

Í rannsókninni var bara talað við þá sem höfðu hætt og þar var nánast enginn leikskólakennarar, þannig að þeir virðast ekki hætta og því lykilatriði fyrir leikskólana að sögn Ástu, að fjölga menntuðum leikskólakennurum.

Nærri fjórðungur svarenda taldi stjórnun á leikskólum slæma eða mjög slæma, stéttaskipting milli leikskólakennara og leiðbeinenda væri mikil og álag á leiðbeinendur mikið. 18% aðspurðra fyrrverandi starfsmanna hættu vegna launa




Fleiri fréttir

Sjá meira


×