Fleiri fréttir TF-Líf sótti slasaðan mann í Úthlíð TF-Líf sótti slasaðann mann í Úthlíð í Biskupstungum um kvöldmatarleitið. Maðurinn stjórnaði krana og var að hýfa upp veggeiningu þegar festing gaf sig með þeim afleiðingum að veggurinn féll á manninn. 24.5.2006 20:54 Atvinnumál og velferðarmál í öndvegi Samfylkingin býður fram í fyrsta sinn á Hornafirði í komandi sveitastjórnakosningnum. Bæði Framóknarmenn og Sjálfstæðismenn spá því að Samfylkingin muni ná tveimur mönnum inn í sveitastjórn. 24.5.2006 20:15 Áhorfendur virkjaðir í kosningasjónvarpi Áhorfendur kosningasjónvarps NFS, Stöðvar 2 og tengdra miðla verða virkjaðir á laugardagskvöld þegar þeir geta sent myndir og myndskeið af kosningavökum og -partíum víðs vegar um land. Það eina sem þarf til er farsími með myndavél. 24.5.2006 19:45 Læknirinn og frambjóðandinn á gamla vinnustaðnum Læknirinn og frambjóðandinn Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar, heimsótti í dag sinn gamla vinnustað Landspítalann, til að kynna stefnumál flokksins. Sjálfur segist hann sakna gamla starfsins en er ekki viss um að það fái mikinn tíma með fram borgarstjórastarfinu. 24.5.2006 19:30 Æðarbændur verða fyrir búsifjum vegna óveðurs Æðarbændur á norðanverðu landinu hafa orðið fyrir töluverðum búsifjum vegna hretsins sem gengið hefur yfir landið undanfarna daga. Þá er líklegt að illviðrið hafi höggvið skarð í minni mófuglastofna en gróðurinn virðist hins vegar ætla að sleppa nokkuð vel. 24.5.2006 19:06 Óskað eftir aðstoð þyrlu vegna slasaðs manns Tilkynning barst Landhelgisgæslunni fyrir stundu um slasaðan mann í Miðhúsaskógi. Ekki liggur fyrir á þessari stundu hversu alvarleg meiðslin eru né hvernig slysið bar að. 24.5.2006 18:27 Eykur áhuga og skilning unglinga á fjármálum Nemendur í 10. bekk segjast lífshermileikinn Raunveruleikann sem efnt var til á vegum skólayfirvalda á netinu hafa hjálpað sér mikið við að skilja ábyrga hegðun í fjármálaum. Þeir hvetja skóla til að vinna að fleiri slíkum verkefnum til að kynna raunveruleg málefni fyrir nemendum. Oft er talað um að ungt fólk kunni ekkert með peninga að fara og ef til vill er margt til í þeirri staðreynd. Í vetur var þó brugðið á heldur nýstárlega aðferð við að kenna unglingum ábyrga meðferð peninga. Nemendur í 10. bekk gátu skráð sig til leiks í gagnvirkum hermileik á netinu, sem bar heitið Raunveruleikurinn. Með því fræddust þau um neytendamál, samfélagið og lánamál auk þess sem þau gátu unnið til verðlauna. 24.5.2006 18:18 Selja Garðbæingum niðurgreitt vatn? Kópavogsbær hefur samþykkt að selja Garðbæingum vatn næstu fjörutíu árin - á niðurgreiddu verði að því er fulltrúi Samfylkingar í bæjarstjórn heldur fram. 24.5.2006 17:22 Margir hafa kosið utankjörfundar Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna sveitarstjórnarkosninganna hefur gengið vel um mest allt land. Um hádegi voru tæplega 7.000 manns búnir að kjósa í Laugardalshöllinni þar sem utankjörfundarkosning Sýslumannsembættisins í Reykjavík fer fram. 24.5.2006 14:50 Búið að flytja skipverja til Vestmannaeyja Björgunarskip frá Vestmannaeyjum kom að farþegabátnum Víking PH frá Vestmannaeyjum skömmu fyrir klukkan eitt en báturinn fékk á sig brot við Smáeyjar vestan Heimaeyjar um klukkan hálf tólf í morgun. Sextán farþegar, þar af tveir erlendir ferðamenn, og tveggja manna áhöfn voru um borð í bátnum. Tveir björgunarbátar fóru á staðinn og er búið að flytja allt fólkið til Eyja. Skipstjórnarmenn 24.5.2006 13:26 44% stöðuveitinga af pólitískum toga 44 prósent stöðuveitinga í æðstu embætti ríkisins eru af pólitískum toga. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar á útbreiðslu pólitískra stöðuveitinga hjá hinu opinbera. Það var Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor sem framkvæmdi rannsóknina. Í henni skoðaði hann 111 stöðuveitingar í æðstu störf ríkisins á árunum 2001-2005. 24.5.2006 13:11 Farþegabátur í nauðum við Vestmannaeyjar Björgunarskip frá Vestmannaeyjum eru komin að farþegabátnum Víking PH frá Vestmannaeyjum sem fékk á sig brot við Smáeyjar vestan Heimaeyjar um klukkan hálf tólf í morgun. Sextán farþegar og tveggja manna áhöfn voru um borð í í bátnum. 24.5.2006 12:59 Segja Sjálfstæðisflokkinn misnota aðstöðu sína við atkvæðaveiðar Leiðtogar Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ saka Sjálfstæðisflokkinn, sem skipar meirihluta bæjarstjórnar, um að misnota aðstöðu sína, í því skyni að afla sér fylgis í komandi bæjarstjórnarkosningum. 24.5.2006 12:15 Olían nú endurunnin til heilla fyrir umhverfið Farið er að endurvinna alla úrgangsolíu sem til fellur í landinu og nýta hana aftur sem olíu. Áður var megnið af henni flutt aftur úr landi og afgangurinn gufaði upp í andrúmsloftið. 24.5.2006 11:53 Tónlistarunnendur fjölmenntu á tónleika Rússíbananna Tónlistarunnendur fjölmenntu á tónleika Rússíbananna og Kolbeins Ketilssonar í Íslensku óperunni í gærkvöldi. Bekkirnir í óperunni voru þéttsetnir aðdáendum hljómsveitarinnar. Að venju var fjölbreytt tónlist á efnisskránni. Austur-evrópsk sígauna áhrif voru einkennandi að vanda, í bland við ljúfa tóna frá mið-austurlöndum og alíslenska rússíbanasveiflu. Þetta voru einu tónleikar hljómsveitarinnar á Listahátíð Reykjavíkur en hátíðinni lýkur 2. júní næstkomandi. 24.5.2006 09:15 Hjallastefnan tekur við rekstri Hraunborgar Hjallastefnan ehf. tekur við rekstri leikskólans Hraunborgar á Bifröst frá og með 1. ágúst næstkomandi. Fréttavefurinn Skessuhorn.is greinir frá því að samningur þess efnis hafi verið undirritaður í gær. Samningurinn er til þriggja ára en framlengist um fimm ár í senn, verði honum ekki sagt upp. Leiskólinn Hraunborg verður þar með fjórði leikskólinn sem rekinn er af Hjallastefnunni. 24.5.2006 09:00 Verkalýðsfélög á Vesturlandi sameinuð Félagar í þremur verkalýðsfélögum á Vesturlandi hafa samþykkt sameiningu félaganna undir nafni Verkalýðsfélags Vesturlands. Félögin eru Verkalýðsfélag Borgarness, Verkalýðsfélagið Hörður í Hvalfirði og Verkalýðsfélagið Valur í Búðardal. 24.5.2006 08:45 Skjót viðbrögð bænda á haugsugum réðu úrslitum Skjót viðbrögð bænda réðu úrslitum um það að sinubruni, sem kviknaði við Bollastaði í Hraungerðishreppi, rétt austan við Selfoss snemma í gærkvöldi, náði ekki útbreiðslu. Þeir komu á vettvang með fjórar öflugar haugsugur og gátu dælt margfalt meiru vatni en slökkviliðið. Einangrari á raflínu um sveitina slitnaði niður úr einum staurnum þannig að raflínum sló saman og við það varð mikið neistaflug, sem talið er hafa kveikt eldinn. Slökkvistarfið tók röskar tvær klukkusutndir. 24.5.2006 08:15 Velti flutningabíl í vindhviðu Ökumaður slapp ómeiddur þegar flutningabíll með tengivagni valt út af veginum við Kollafjörð, undir Esjuhlíðum í gærkvöldi, í geysi harðri vindhviðu. Vegna hvassviðris á svæðinu og vestur á Kjalarnes, hefur ekki verið hægt að ná bílnum upp og varar lögregla ökumenn við því að tengivagninn er enn í vegkantinum. 24.5.2006 08:00 Töldu sig ekki skuldbundna loforði Bush við Davíð Bandaríkjamenn töldu sig ekki lengur skuldbundna af því persónulegu loforði Bush bandaríkjafroseta við Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra, að ákveða ekki einhliða breytingar á vörnum Íslands, eftir að Davíð hætti í pólitík og Halldór Ásgrímsson varð forsætisráðherra. Þetta kemur fram í grein Vals Ingimundarsonar sagnfræðings, sem birt er í vorhefti Skýrnis. 24.5.2006 06:45 Dansstjörnur framtíðarinnar Nemendur í Jazzballetskóla Báru stóðu fyrir veglegri nemendasýninu í Borgarleikhúsinu í kvöld. Töfrar, söngleikir og ævintýri voru þema sýningarinnar í ár og voru Alladín, Bugsý Mallone, og Chicago meðal þeirra atriða sem nemendur sýndu. Skólinn fagnar fjörtíu ára starfsafmæli um þessar mundir en um sjö hundruð nemar stunda dansnám við skólann. 23.5.2006 22:52 D-listi á móti rekstri opinberra leikskóla? Þrír frambjóðendur á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík eru á móti rekstri opinberra leikskóla og opinberum framlögum til menningar- og menntamála. Þessu heldur frambjóðandi Samfylkingarinnar í borginni fram. 23.5.2006 22:43 Rússíbanar í bana stuði Tónlistarunnendur létu ekki veðrið hafa áhrif á mætingu sína á tónleikar Rússíbananna og Kolbeins Ketilssonar í Íslensku óperunni í kvöld. Bekkirnir í óperunni voru þéttsetnir aðdáendum hljómsveitarinnar. 23.5.2006 22:43 Hjallastefnan tekin upp á Hraunborg Hjallastefnan ehf. mun taka við rekstri leikskólans Hraunborgar á Bifröst frá og með 1. ágúst næstkomandi. Fréttavefurinn Skessuhorn.is, greinir frá því að samningur þess efnis hafi verið undirritaður í dag. 23.5.2006 22:40 Grillveisla hjá Skammtímavistun einhverfra barna Margt var um manninn í grillveislu Skammtímavistunar fyrir einhverf börn í Hólabergi í kvöld. Snorri Idolstjarna söng fyrir hópinn og Latabæjarveggurinn svokallaði var vígður. 23.5.2006 22:15 Þrjú verkalýðsfélög sameinast Félagar í þremur verkalýðsfélögum á Vesturlandi hafa samþykkt sameiningu félaganna undir nafni Verkalýðsfélags Vesturlands. Félögin eru Verkalýðsfélag Borgarness, Verkalýðsfélagið Hörður í Hvalfirði og Verkalýðsfélagið Valur í Búðardal. 23.5.2006 21:22 Sjálfstæðismenn til valda í Kópavogi Sjálfstæðisflokkurinn næði meirihluta í bæjarstjórn Kópavogs ef kosið yrði nú, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar fyrir NFS. Sjálfstæðismenn fengju 46,8 prósent atkvæða og það dygði þeim til að fá sex bæjarfulltrúa af ellefu í Kópavogi. 23.5.2006 19:45 Kosningavaka NFS og Stöðvar 2 allt þar til yfir lýkur Áhersla verður lögð á skjótar, áreiðanlegar og skýrar upplýsingar á kosningavöku NFS, Stöðvar tvö og tengdra miðla sem fram fer að kvöldi kjördags. Kosningavakan hefst strax að loknum fréttum á laugardag og stendur þar til öll úrslit liggja fyrir. 23.5.2006 19:30 Gjaldskyld bílastæði við Landspítalann Þeir sem heimsækja Landspítalann við Hringbraut eða í Fossvogi á næstu vikum mega eiga von á stöðumælasekt ef þeir leggja í stæði nærri aðalbyggingunum án þess að greiða fyrir. Framkvæmdastjóri Bílastæðasjóðs segir stöðumælum komið þar upp að ósk stjórnenda spítalans sem vilja tryggja sjúklingum og aðstandendum þeirra betra aðgengi að spítalanum. 23.5.2006 19:00 Hægt að lækka lyfjaútgjöld um 160 milljónir með einu lyfi Tryggingastofnun ríksins gæti sparað um 160 milljónir króna í lyfjakostnað á ári ef hægt væri að kaupa samheitalyfið Sivacor, sem lækkar blóðfitu, á sama verði og í Danmörku. Hlutur sjúklinga yrði þá einnig tíu þúsund krónum lægri. 23.5.2006 18:45 Vonskuveður víða um land Hálka og skafrenningur er á Holtavörðuheiði og hálkublettir eru á Bröttubrekku og á Fróðárheiði. Vonskuveður er á Klettshálsi og vegurinn þungfær. Á Steingrímsfjarðarheiði er hálku og skafrenningur, hálkublettir eru á Ströndum og ófært er norðan Bjarnafjarðar. Í Húnavatnssýslum er víðast snjóþekja eða krapi á vegum og þæfingsfærð er fyrir Vatnsnes. Þá er sömuleiðis þæfingsfærð á Þverárfjalli, snjóþekja er á Siglufjarðarvegi og þungfært er í Fljótum. 23.5.2006 17:58 Fyrrverandi borgarfulltrúi Framsóknar snuprar Björn Inga Anna Kristinsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, snuprar Björn Inga Hrafnsson, oddvita flokksins í Reykjavík fyrir kosningarnar um næstu helgi, í pistli á heimasíðu sinni. 23.5.2006 17:31 Gæsluvarðhald stytt Hæstiréttur stytti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð yfir karlmanni sem handtekinn var fyrir að hafa í félagi við tvo aðra veist að manni, sett hann í farangursgeymslu bifreiðar og farið með hann upp í Heiðmörk. 23.5.2006 17:08 Segir marga bresti hafa myndast í íslensku velferðarkerfi Mikil aukning hefur verið meðal þeirra sem þurfa að leita aðstoðar Fjölskylduhjálpar Íslands á síðustu árum. Allt starf samtakanna er unnið í sjálfboðastarfi en um 60 fyrirtækjum, sem stutt hafa við Fjölskylduhjálpina, voru veitt þakkarbréf í Ráðherrabústaðnum í dag. 23.5.2006 17:07 20 prósent dýrara en yfirvinna Íslendinganna Það verður 20 prósent dýrara að fá danska hjúkrunarfræðinga til starfa á Landspítalanum en að fá íslenska hjúkrunarfræðinga til að manna vaktirnar í yfirvinnu. Stjórnendur spítalans segja þetta hins vegar tryggja mönnun á þeim vöktum sem Danirnir eru ráðnir á meðan á sumarfríum starfsmanna stendur. 23.5.2006 16:51 Kveikt var í sinu við Egilshöll Kveikt var í sinu við Egilshöll á fjórða tímanum í dag. Að sögn Slökkviliðsins þá er ekki um stóran bruna að ræða en mikill reykur var á staðnum. Sinan var kveikt á opnu svæði fyrir aftan Egilshöll og eru slökkviliðsmenn á staðnum. 23.5.2006 15:58 Landhelgisgæslan fjölgar þyrlum sínum Ákveðið hefur verið að fjölga þyrlum Landhelgisgæslunnar um tvær. Þetta var ákveðið á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun en leigja á tvær þyrlur, sambærilegar þeim sem nú er í rekstri hjá Landhelgisgæslunni, til viðbótar þeim sem fyrir eru. Miðað er við að þyrlurnar verði komnar til landsins eigi síðar en í september á þessu ári. Samhliða verður unnið að því að fjölga starfsfólki hjá Landhelgisgæslunni svo unnt sé að halda úti tveimur þyrluvöktum allan sólarhringinn allt árið. 23.5.2006 14:15 Heildarkostnaður RÚV 19 milljónir Heildarkostnaður Ríkisútvarpsins við þátttöku og útsendingar frá undanúrslitum og úrslitum Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í Aþenu nam um 19 milljónum króna segir í tilkynningu frá Ríkisútvarpinu. 23.5.2006 14:09 Eimskip eykur umsvif sín Eimskip hefur gengið frá kaupum á helmings hlut í Kursia Linija, sem er eitt stærsta skipafélag í Eystarsaltsríkjunum í einkaeign. Heildartekjur fyrirtækisins á síðasta ári voru tæpir 4,3 milljaðrar króna. 23.5.2006 13:46 Greiningardeild Glitnis mælir með KB banka Greiningardeild Glitnis hefur uppfært verðmat sitt á KB banka. Verðmatsgengi á KB banka hefur verið lækkað úr 1.014 í 979 kr. á hlut. Í ljósi verðmatsins mælum við með að fjárfestar kaupi bréf í KB banka. 23.5.2006 12:56 Áttundi þjóðmálafundur NFS í beinni útsendingu Áttundi þjóðmálafundur NFS í beinni útsendingu vegna komandi sveitarstjórnarkosninga, verður haldinn í Kópavogi í kvöld. Þar situr nú meirihluti Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, en klukkan fimm í dag birtum við fyrstu niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Félagsvísindastofnunar, sem sýnir hvort breyting er að verða á því. 23.5.2006 12:29 Framtíðarskipulag Vatnsmýrarinnar stöðvuð Samkeppni Reykjavíkurborgar um framtíðarskipulag Vatnsmýrarinnar hefur verið stöðvuð af kærunefnd útboðsmála. Um 18 arkitektastofur kærðu útboðið til nefndarinnar. Niðurstaða kærunefndarinnar kemur á óvart segir borgarstjóri. 23.5.2006 12:26 Éljagangur og vetrarfæri er á Vestfjörðum Éljagangur og vetrarfæri er á Vestfjörðum, Norður- og Norðausturlandi og víða hálka. Sums staðar hefur verði þæfingsfærð í morgun og eru vegagerðarmenn að störfum á öllum þessum svæðum við að hreinsa snjó af vegum. 23.5.2006 12:24 Stór byggingakrani sporðreistist í Öskjuhlíð Stór byggingakrani sporðreistist á byggingarsvæði við Keiluhöllina í Öskjuhlíð í morgun. Verið er að byggja við Keiluhöllina og mun kranastjórinn hafa teygt um of á bómu kranans með þeim afleiðingum að hann reis upp á endann. Engin slys urðu á fólki. Talið er að það þurfi tvo svipaða krana til að rétta kranann við. 23.5.2006 12:23 Samningar hafa náðst milli Félags hjúkrunarfræðinema og Landspítalans Samningar hafa náðst milli Félags hjúkrunarfræðinema og Landspítalans að því er heimildarmenn fréttastofu herma. Samningurinn verður kynntur á blaðamannafundi síðar í dag en upphaflega ætluðu nýútskriftaðir hjúkrunarfræðingar ekki að ráða sig til starfa við spítalann vegna launanna. 23.5.2006 12:19 Sjá næstu 50 fréttir
TF-Líf sótti slasaðan mann í Úthlíð TF-Líf sótti slasaðann mann í Úthlíð í Biskupstungum um kvöldmatarleitið. Maðurinn stjórnaði krana og var að hýfa upp veggeiningu þegar festing gaf sig með þeim afleiðingum að veggurinn féll á manninn. 24.5.2006 20:54
Atvinnumál og velferðarmál í öndvegi Samfylkingin býður fram í fyrsta sinn á Hornafirði í komandi sveitastjórnakosningnum. Bæði Framóknarmenn og Sjálfstæðismenn spá því að Samfylkingin muni ná tveimur mönnum inn í sveitastjórn. 24.5.2006 20:15
Áhorfendur virkjaðir í kosningasjónvarpi Áhorfendur kosningasjónvarps NFS, Stöðvar 2 og tengdra miðla verða virkjaðir á laugardagskvöld þegar þeir geta sent myndir og myndskeið af kosningavökum og -partíum víðs vegar um land. Það eina sem þarf til er farsími með myndavél. 24.5.2006 19:45
Læknirinn og frambjóðandinn á gamla vinnustaðnum Læknirinn og frambjóðandinn Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar, heimsótti í dag sinn gamla vinnustað Landspítalann, til að kynna stefnumál flokksins. Sjálfur segist hann sakna gamla starfsins en er ekki viss um að það fái mikinn tíma með fram borgarstjórastarfinu. 24.5.2006 19:30
Æðarbændur verða fyrir búsifjum vegna óveðurs Æðarbændur á norðanverðu landinu hafa orðið fyrir töluverðum búsifjum vegna hretsins sem gengið hefur yfir landið undanfarna daga. Þá er líklegt að illviðrið hafi höggvið skarð í minni mófuglastofna en gróðurinn virðist hins vegar ætla að sleppa nokkuð vel. 24.5.2006 19:06
Óskað eftir aðstoð þyrlu vegna slasaðs manns Tilkynning barst Landhelgisgæslunni fyrir stundu um slasaðan mann í Miðhúsaskógi. Ekki liggur fyrir á þessari stundu hversu alvarleg meiðslin eru né hvernig slysið bar að. 24.5.2006 18:27
Eykur áhuga og skilning unglinga á fjármálum Nemendur í 10. bekk segjast lífshermileikinn Raunveruleikann sem efnt var til á vegum skólayfirvalda á netinu hafa hjálpað sér mikið við að skilja ábyrga hegðun í fjármálaum. Þeir hvetja skóla til að vinna að fleiri slíkum verkefnum til að kynna raunveruleg málefni fyrir nemendum. Oft er talað um að ungt fólk kunni ekkert með peninga að fara og ef til vill er margt til í þeirri staðreynd. Í vetur var þó brugðið á heldur nýstárlega aðferð við að kenna unglingum ábyrga meðferð peninga. Nemendur í 10. bekk gátu skráð sig til leiks í gagnvirkum hermileik á netinu, sem bar heitið Raunveruleikurinn. Með því fræddust þau um neytendamál, samfélagið og lánamál auk þess sem þau gátu unnið til verðlauna. 24.5.2006 18:18
Selja Garðbæingum niðurgreitt vatn? Kópavogsbær hefur samþykkt að selja Garðbæingum vatn næstu fjörutíu árin - á niðurgreiddu verði að því er fulltrúi Samfylkingar í bæjarstjórn heldur fram. 24.5.2006 17:22
Margir hafa kosið utankjörfundar Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna sveitarstjórnarkosninganna hefur gengið vel um mest allt land. Um hádegi voru tæplega 7.000 manns búnir að kjósa í Laugardalshöllinni þar sem utankjörfundarkosning Sýslumannsembættisins í Reykjavík fer fram. 24.5.2006 14:50
Búið að flytja skipverja til Vestmannaeyja Björgunarskip frá Vestmannaeyjum kom að farþegabátnum Víking PH frá Vestmannaeyjum skömmu fyrir klukkan eitt en báturinn fékk á sig brot við Smáeyjar vestan Heimaeyjar um klukkan hálf tólf í morgun. Sextán farþegar, þar af tveir erlendir ferðamenn, og tveggja manna áhöfn voru um borð í bátnum. Tveir björgunarbátar fóru á staðinn og er búið að flytja allt fólkið til Eyja. Skipstjórnarmenn 24.5.2006 13:26
44% stöðuveitinga af pólitískum toga 44 prósent stöðuveitinga í æðstu embætti ríkisins eru af pólitískum toga. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar á útbreiðslu pólitískra stöðuveitinga hjá hinu opinbera. Það var Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor sem framkvæmdi rannsóknina. Í henni skoðaði hann 111 stöðuveitingar í æðstu störf ríkisins á árunum 2001-2005. 24.5.2006 13:11
Farþegabátur í nauðum við Vestmannaeyjar Björgunarskip frá Vestmannaeyjum eru komin að farþegabátnum Víking PH frá Vestmannaeyjum sem fékk á sig brot við Smáeyjar vestan Heimaeyjar um klukkan hálf tólf í morgun. Sextán farþegar og tveggja manna áhöfn voru um borð í í bátnum. 24.5.2006 12:59
Segja Sjálfstæðisflokkinn misnota aðstöðu sína við atkvæðaveiðar Leiðtogar Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ saka Sjálfstæðisflokkinn, sem skipar meirihluta bæjarstjórnar, um að misnota aðstöðu sína, í því skyni að afla sér fylgis í komandi bæjarstjórnarkosningum. 24.5.2006 12:15
Olían nú endurunnin til heilla fyrir umhverfið Farið er að endurvinna alla úrgangsolíu sem til fellur í landinu og nýta hana aftur sem olíu. Áður var megnið af henni flutt aftur úr landi og afgangurinn gufaði upp í andrúmsloftið. 24.5.2006 11:53
Tónlistarunnendur fjölmenntu á tónleika Rússíbananna Tónlistarunnendur fjölmenntu á tónleika Rússíbananna og Kolbeins Ketilssonar í Íslensku óperunni í gærkvöldi. Bekkirnir í óperunni voru þéttsetnir aðdáendum hljómsveitarinnar. Að venju var fjölbreytt tónlist á efnisskránni. Austur-evrópsk sígauna áhrif voru einkennandi að vanda, í bland við ljúfa tóna frá mið-austurlöndum og alíslenska rússíbanasveiflu. Þetta voru einu tónleikar hljómsveitarinnar á Listahátíð Reykjavíkur en hátíðinni lýkur 2. júní næstkomandi. 24.5.2006 09:15
Hjallastefnan tekur við rekstri Hraunborgar Hjallastefnan ehf. tekur við rekstri leikskólans Hraunborgar á Bifröst frá og með 1. ágúst næstkomandi. Fréttavefurinn Skessuhorn.is greinir frá því að samningur þess efnis hafi verið undirritaður í gær. Samningurinn er til þriggja ára en framlengist um fimm ár í senn, verði honum ekki sagt upp. Leiskólinn Hraunborg verður þar með fjórði leikskólinn sem rekinn er af Hjallastefnunni. 24.5.2006 09:00
Verkalýðsfélög á Vesturlandi sameinuð Félagar í þremur verkalýðsfélögum á Vesturlandi hafa samþykkt sameiningu félaganna undir nafni Verkalýðsfélags Vesturlands. Félögin eru Verkalýðsfélag Borgarness, Verkalýðsfélagið Hörður í Hvalfirði og Verkalýðsfélagið Valur í Búðardal. 24.5.2006 08:45
Skjót viðbrögð bænda á haugsugum réðu úrslitum Skjót viðbrögð bænda réðu úrslitum um það að sinubruni, sem kviknaði við Bollastaði í Hraungerðishreppi, rétt austan við Selfoss snemma í gærkvöldi, náði ekki útbreiðslu. Þeir komu á vettvang með fjórar öflugar haugsugur og gátu dælt margfalt meiru vatni en slökkviliðið. Einangrari á raflínu um sveitina slitnaði niður úr einum staurnum þannig að raflínum sló saman og við það varð mikið neistaflug, sem talið er hafa kveikt eldinn. Slökkvistarfið tók röskar tvær klukkusutndir. 24.5.2006 08:15
Velti flutningabíl í vindhviðu Ökumaður slapp ómeiddur þegar flutningabíll með tengivagni valt út af veginum við Kollafjörð, undir Esjuhlíðum í gærkvöldi, í geysi harðri vindhviðu. Vegna hvassviðris á svæðinu og vestur á Kjalarnes, hefur ekki verið hægt að ná bílnum upp og varar lögregla ökumenn við því að tengivagninn er enn í vegkantinum. 24.5.2006 08:00
Töldu sig ekki skuldbundna loforði Bush við Davíð Bandaríkjamenn töldu sig ekki lengur skuldbundna af því persónulegu loforði Bush bandaríkjafroseta við Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra, að ákveða ekki einhliða breytingar á vörnum Íslands, eftir að Davíð hætti í pólitík og Halldór Ásgrímsson varð forsætisráðherra. Þetta kemur fram í grein Vals Ingimundarsonar sagnfræðings, sem birt er í vorhefti Skýrnis. 24.5.2006 06:45
Dansstjörnur framtíðarinnar Nemendur í Jazzballetskóla Báru stóðu fyrir veglegri nemendasýninu í Borgarleikhúsinu í kvöld. Töfrar, söngleikir og ævintýri voru þema sýningarinnar í ár og voru Alladín, Bugsý Mallone, og Chicago meðal þeirra atriða sem nemendur sýndu. Skólinn fagnar fjörtíu ára starfsafmæli um þessar mundir en um sjö hundruð nemar stunda dansnám við skólann. 23.5.2006 22:52
D-listi á móti rekstri opinberra leikskóla? Þrír frambjóðendur á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík eru á móti rekstri opinberra leikskóla og opinberum framlögum til menningar- og menntamála. Þessu heldur frambjóðandi Samfylkingarinnar í borginni fram. 23.5.2006 22:43
Rússíbanar í bana stuði Tónlistarunnendur létu ekki veðrið hafa áhrif á mætingu sína á tónleikar Rússíbananna og Kolbeins Ketilssonar í Íslensku óperunni í kvöld. Bekkirnir í óperunni voru þéttsetnir aðdáendum hljómsveitarinnar. 23.5.2006 22:43
Hjallastefnan tekin upp á Hraunborg Hjallastefnan ehf. mun taka við rekstri leikskólans Hraunborgar á Bifröst frá og með 1. ágúst næstkomandi. Fréttavefurinn Skessuhorn.is, greinir frá því að samningur þess efnis hafi verið undirritaður í dag. 23.5.2006 22:40
Grillveisla hjá Skammtímavistun einhverfra barna Margt var um manninn í grillveislu Skammtímavistunar fyrir einhverf börn í Hólabergi í kvöld. Snorri Idolstjarna söng fyrir hópinn og Latabæjarveggurinn svokallaði var vígður. 23.5.2006 22:15
Þrjú verkalýðsfélög sameinast Félagar í þremur verkalýðsfélögum á Vesturlandi hafa samþykkt sameiningu félaganna undir nafni Verkalýðsfélags Vesturlands. Félögin eru Verkalýðsfélag Borgarness, Verkalýðsfélagið Hörður í Hvalfirði og Verkalýðsfélagið Valur í Búðardal. 23.5.2006 21:22
Sjálfstæðismenn til valda í Kópavogi Sjálfstæðisflokkurinn næði meirihluta í bæjarstjórn Kópavogs ef kosið yrði nú, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar fyrir NFS. Sjálfstæðismenn fengju 46,8 prósent atkvæða og það dygði þeim til að fá sex bæjarfulltrúa af ellefu í Kópavogi. 23.5.2006 19:45
Kosningavaka NFS og Stöðvar 2 allt þar til yfir lýkur Áhersla verður lögð á skjótar, áreiðanlegar og skýrar upplýsingar á kosningavöku NFS, Stöðvar tvö og tengdra miðla sem fram fer að kvöldi kjördags. Kosningavakan hefst strax að loknum fréttum á laugardag og stendur þar til öll úrslit liggja fyrir. 23.5.2006 19:30
Gjaldskyld bílastæði við Landspítalann Þeir sem heimsækja Landspítalann við Hringbraut eða í Fossvogi á næstu vikum mega eiga von á stöðumælasekt ef þeir leggja í stæði nærri aðalbyggingunum án þess að greiða fyrir. Framkvæmdastjóri Bílastæðasjóðs segir stöðumælum komið þar upp að ósk stjórnenda spítalans sem vilja tryggja sjúklingum og aðstandendum þeirra betra aðgengi að spítalanum. 23.5.2006 19:00
Hægt að lækka lyfjaútgjöld um 160 milljónir með einu lyfi Tryggingastofnun ríksins gæti sparað um 160 milljónir króna í lyfjakostnað á ári ef hægt væri að kaupa samheitalyfið Sivacor, sem lækkar blóðfitu, á sama verði og í Danmörku. Hlutur sjúklinga yrði þá einnig tíu þúsund krónum lægri. 23.5.2006 18:45
Vonskuveður víða um land Hálka og skafrenningur er á Holtavörðuheiði og hálkublettir eru á Bröttubrekku og á Fróðárheiði. Vonskuveður er á Klettshálsi og vegurinn þungfær. Á Steingrímsfjarðarheiði er hálku og skafrenningur, hálkublettir eru á Ströndum og ófært er norðan Bjarnafjarðar. Í Húnavatnssýslum er víðast snjóþekja eða krapi á vegum og þæfingsfærð er fyrir Vatnsnes. Þá er sömuleiðis þæfingsfærð á Þverárfjalli, snjóþekja er á Siglufjarðarvegi og þungfært er í Fljótum. 23.5.2006 17:58
Fyrrverandi borgarfulltrúi Framsóknar snuprar Björn Inga Anna Kristinsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, snuprar Björn Inga Hrafnsson, oddvita flokksins í Reykjavík fyrir kosningarnar um næstu helgi, í pistli á heimasíðu sinni. 23.5.2006 17:31
Gæsluvarðhald stytt Hæstiréttur stytti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð yfir karlmanni sem handtekinn var fyrir að hafa í félagi við tvo aðra veist að manni, sett hann í farangursgeymslu bifreiðar og farið með hann upp í Heiðmörk. 23.5.2006 17:08
Segir marga bresti hafa myndast í íslensku velferðarkerfi Mikil aukning hefur verið meðal þeirra sem þurfa að leita aðstoðar Fjölskylduhjálpar Íslands á síðustu árum. Allt starf samtakanna er unnið í sjálfboðastarfi en um 60 fyrirtækjum, sem stutt hafa við Fjölskylduhjálpina, voru veitt þakkarbréf í Ráðherrabústaðnum í dag. 23.5.2006 17:07
20 prósent dýrara en yfirvinna Íslendinganna Það verður 20 prósent dýrara að fá danska hjúkrunarfræðinga til starfa á Landspítalanum en að fá íslenska hjúkrunarfræðinga til að manna vaktirnar í yfirvinnu. Stjórnendur spítalans segja þetta hins vegar tryggja mönnun á þeim vöktum sem Danirnir eru ráðnir á meðan á sumarfríum starfsmanna stendur. 23.5.2006 16:51
Kveikt var í sinu við Egilshöll Kveikt var í sinu við Egilshöll á fjórða tímanum í dag. Að sögn Slökkviliðsins þá er ekki um stóran bruna að ræða en mikill reykur var á staðnum. Sinan var kveikt á opnu svæði fyrir aftan Egilshöll og eru slökkviliðsmenn á staðnum. 23.5.2006 15:58
Landhelgisgæslan fjölgar þyrlum sínum Ákveðið hefur verið að fjölga þyrlum Landhelgisgæslunnar um tvær. Þetta var ákveðið á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun en leigja á tvær þyrlur, sambærilegar þeim sem nú er í rekstri hjá Landhelgisgæslunni, til viðbótar þeim sem fyrir eru. Miðað er við að þyrlurnar verði komnar til landsins eigi síðar en í september á þessu ári. Samhliða verður unnið að því að fjölga starfsfólki hjá Landhelgisgæslunni svo unnt sé að halda úti tveimur þyrluvöktum allan sólarhringinn allt árið. 23.5.2006 14:15
Heildarkostnaður RÚV 19 milljónir Heildarkostnaður Ríkisútvarpsins við þátttöku og útsendingar frá undanúrslitum og úrslitum Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í Aþenu nam um 19 milljónum króna segir í tilkynningu frá Ríkisútvarpinu. 23.5.2006 14:09
Eimskip eykur umsvif sín Eimskip hefur gengið frá kaupum á helmings hlut í Kursia Linija, sem er eitt stærsta skipafélag í Eystarsaltsríkjunum í einkaeign. Heildartekjur fyrirtækisins á síðasta ári voru tæpir 4,3 milljaðrar króna. 23.5.2006 13:46
Greiningardeild Glitnis mælir með KB banka Greiningardeild Glitnis hefur uppfært verðmat sitt á KB banka. Verðmatsgengi á KB banka hefur verið lækkað úr 1.014 í 979 kr. á hlut. Í ljósi verðmatsins mælum við með að fjárfestar kaupi bréf í KB banka. 23.5.2006 12:56
Áttundi þjóðmálafundur NFS í beinni útsendingu Áttundi þjóðmálafundur NFS í beinni útsendingu vegna komandi sveitarstjórnarkosninga, verður haldinn í Kópavogi í kvöld. Þar situr nú meirihluti Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, en klukkan fimm í dag birtum við fyrstu niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Félagsvísindastofnunar, sem sýnir hvort breyting er að verða á því. 23.5.2006 12:29
Framtíðarskipulag Vatnsmýrarinnar stöðvuð Samkeppni Reykjavíkurborgar um framtíðarskipulag Vatnsmýrarinnar hefur verið stöðvuð af kærunefnd útboðsmála. Um 18 arkitektastofur kærðu útboðið til nefndarinnar. Niðurstaða kærunefndarinnar kemur á óvart segir borgarstjóri. 23.5.2006 12:26
Éljagangur og vetrarfæri er á Vestfjörðum Éljagangur og vetrarfæri er á Vestfjörðum, Norður- og Norðausturlandi og víða hálka. Sums staðar hefur verði þæfingsfærð í morgun og eru vegagerðarmenn að störfum á öllum þessum svæðum við að hreinsa snjó af vegum. 23.5.2006 12:24
Stór byggingakrani sporðreistist í Öskjuhlíð Stór byggingakrani sporðreistist á byggingarsvæði við Keiluhöllina í Öskjuhlíð í morgun. Verið er að byggja við Keiluhöllina og mun kranastjórinn hafa teygt um of á bómu kranans með þeim afleiðingum að hann reis upp á endann. Engin slys urðu á fólki. Talið er að það þurfi tvo svipaða krana til að rétta kranann við. 23.5.2006 12:23
Samningar hafa náðst milli Félags hjúkrunarfræðinema og Landspítalans Samningar hafa náðst milli Félags hjúkrunarfræðinema og Landspítalans að því er heimildarmenn fréttastofu herma. Samningurinn verður kynntur á blaðamannafundi síðar í dag en upphaflega ætluðu nýútskriftaðir hjúkrunarfræðingar ekki að ráða sig til starfa við spítalann vegna launanna. 23.5.2006 12:19