Innlent

Hjallastefnan tekin upp á Hraunborg

Mynd/Hari

Hjallastefnan ehf. mun taka við rekstri leikskólans Hraunborgar á Bifröst frá og með 1. ágúst næstkomandi. Fréttavefurinn Skessuhorn.is, greinir frá því að samningur þess efnis hafi verið undirritaður í dag. Það voru Páll Brynjarsson, bæjarstjóri og Margrét Pála Ólafsdóttir, sem undirituðu samninginn. Samningurinn er til þriggja ára en framlengist um fimm ár í senn verði honum ekki sagt upp. Leiskólinn Hraunborg verður þar með fjórði leikskólinn sem rekinn er af Hjallastefnunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×