Fleiri fréttir Skotveiðimenn bjartsýnni á gæsaveiðar í haust en áður Skotveiðimenn eru bjartsýnni með hverjum deginum sem líður á að hægt verði að stunda gæsaveiðar í haust, en eftir að fuglaflensu varð vart á Bretlandseyjum fyrir nokkru var talið víst að hún bærist hingað með farfuglum í vor. 28.4.2006 09:45 Frakka íhuga að auka umsvif sín á N-Atlantshafi Frakkar íhuga að auka umsvif sín á Norður-Atlantshafi til að tryggja öryggi á svæðinu. Þetta segir Björn Bjarnason dómsmálaráðherra í viðtali við Morgunblaðið eftir viðræður við varnarmálaráðherra Frakklands í París í gær. 28.4.2006 09:15 Setuverkfall á a.mk. sex dvalarheimilum Setuverkfall ófaglærðra starfsmanna á að minnstakosti sex dvalar- og hjúkrunarheimilum á suðvesturlandi hófst á miðnætti vegna óánægju starfólks þar yfir því að fá laun sín ekki hækkuð til jafns við laun annarsstaðar fyrir sambærilega vinnu, fyrr en í upphafi næsta árs. 28.4.2006 08:33 Hlutabréf í KB banka og Straumi Burðarási lækkuðu Hlutabréf í KB banka og Straumi Burðarási lækkuðu í Kauphöllinni í dag. Uppgjör félaganna voru kynnt í morgun en þá varð ljóst að þau slógu öll fyrri hagnaðarmet á fyrstu þremur mánuðum ársins. 27.4.2006 22:56 Setuverkfall á miðnætti Setuverkfall ófaglærðra starfsmanna á dvalar- og hjúkrunarheimilum hefst á miðnætti. Á fundi starfsmannanna í dag var ákveðið að boða til viku setuverkfalls. Þeir eru ósáttir við ákvarðanir forsvarsmanna heimilanna um að hækka laun einhliða og talsmaður starfsmanna býst við fjöldauppsögnum á næstunni. 27.4.2006 22:44 Undirbúningur álvers í fullum gangi Undirbúningur að byggingu álvers í Helguvík er í fullum gangi, segir einn æðsti yfirmaður Norðuráls á Íslandi. Reykjaneshöfn og Norðurál sömdu í dag um hafnarþjónustu og leigu landspildu undir álver. 27.4.2006 21:54 Kjarasamningar sex félaga samþykktir Sex stéttarfélög samþykktu í vikunni nýgerða kjarasamninga við Launanefnd sveitarfélaga. Félögin eru svo kölluð HugGarðsfélög. 27.4.2006 21:17 Óttast að laun verkafólks lækki Laun verkafólks geta versnað til muna ef lagafrumvarp um frjálsa för austur-evrópskra launamanna verður að lögum segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Alþingi tekur frumvarpið fyrir á morgun. 27.4.2006 20:27 Hækka verð á ferðum vegna gengislækkana Ljóst er að ferðir margra Íslendinga til útlanda í sumar verða ekki til fjár, því stærstu ferðaskrifstofurnar hafa hækkað verð á öllum ferðum sínum vegna breytinga á gengi íslensku krónunnar. Hækkun á sólarlandaferð fyrir meðalfjölskyldu nemur um 25 þúsund krónum. 27.4.2006 19:15 Boða setuverkfall og fjöldauppsagnir Ófaglærðir starfsmenn á dvalar- og hjúkrunarheimilum ákváðu, á fundi sínum í dag, að boða til viku setuverkfalls sem hefst nú á miðnætti. Þeir eru ósáttir við ákvarðanir forsvarsmanna heimilanna um að hækka laun einhliða og talsmaður starfsmanna býst við fjöldauppsögnum á næstunni. 27.4.2006 18:47 Þriðji mesti gróði vegna eignasölu Landsbankinn seldi hlut sinn í norræna fjárfestingabankanum Carnegie í morgun og græddi á því tíu milljarða króna. Landsbankamenn segja gróðann jafnast á við tvær og hálfa loðnuvertíð. 27.4.2006 18:45 Ávinna sér rétt sem jafngildir 90 milljónum króna í starfslokagreiðslu Ráðherra sem situr í 12 ár á stóli ávinnur sér lífeyrisrétt sem jafngildir 90 milljónum króna í starfslokagreiðslu umfram það sem almennur iðgjaldagreiðandi fær. Þetta sýna útreikningar Samtaka atvinnulífsins. Alþýðusamband Íslands segir þetta ólíðandi og mótmælir nýju frumvarpi til laga um kjararáð þar sem ráðið eigi ekki að fjalla um lífeyrisréttindin. 27.4.2006 18:45 Norðurál leigir lóð undir álver Norðurál gekk í dag frá samningi við Reykjaneshöfn um lóð og hafnarþjónustu vegna fyrirhugaðs álvers í Helguvík. Reykjaneshöfn, sem er í eigu Reykjanesbæjar, sér Norðuráli fyrir hafnaraðstöðu í Helguvík og verður nýr 200 metra viðlegukantur gerður í höfninni. 27.4.2006 18:13 Hlynntur því að taka upp evru Það verður annað hvort að minnka vægi verðtrygginga eða taka upp evruna til að bæta áhrifamátt peningamálastefnunnar hérlendis. Þetta sagði Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings banka, í ræðu sem hann hélt á ráðstefnu Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja í dag. 27.4.2006 17:11 Aftur í setuverkfall Ófaglærðir starfsmenn hjúkrunarheimila fara í setuverkfall í kvöld til að knýja á um kjarabætur. Starfsmennirnir hafa tvisvar sinnum áður farið í setuverkfall en frestuðu aðgerðum í þriðja sinn meðan þeir biðu eftir boði um betri kjör. Þeim þótti boðið sem barst óásættanlegt og hefja því aðgerðir á ný. 27.4.2006 17:06 Ekkert gefið upp Ekkert er gefið upp um gang viðræðna Bandaríkjamanna og Íslendinga um varnarsamninginn sem framhaldið var í utanríkisráðuneytinu í dag en þeim verður haldið áfram fljótlega. Utanríkismálaráðherra gerir utanríkismálanefnd Alþingis grein fyrir viðræðunum á laugardag. 27.4.2006 17:00 Stefnt að sterkari sparisjóði Ákveðið var á stjórnarfundum Sparisjóðs vélstjóra (SPV) og Sparisjóðs Hafnarfjarðar (SPH) í morgun, fimmtudaginn 27. apríl, að veita stjórnarformönnum þeirra umboð til að hefja viðræður um sameiningu sparisjóðanna. 27.4.2006 16:39 Ekkert sagt um gang viðræðna Ekkert er gefið upp um gang viðræðna Bandaríkjamanna og Íslendinga um varnarsamninginn sem framhaldið var í utanríkisráðuneytinu í dag. Ráðuneytið segir það eitt að aðallega hafi verið rætt um drög að nýrri varnaráætlun fyrir Ísland sem Evrópuherstjórn Bandaríkjanna hefur gert, en Ísland er í umdæmi hennar. 27.4.2006 16:37 Geir H. Haarde situr fund utanríkisráðherra Norður-Atlantshafsbandalagsins Geir H. Haarde, utanríkisráðherra, situr nú óformlegan fund utanríkisráðherra Norður-Atlantshafsbandalagsins sem byrjaði í dag í Sofía í Búlgaríu og lýkur á morgun. 27.4.2006 16:21 Fundi í varnarviðræðum Íslendinga og Bandaríkjamanna lokið Fundi í varnarviðræðum Íslendinga og Bandaríkjamanna lauk fyrir um hálftíma í utanríkisráðuneytinu. Fyrir fundinn í dag vildu Albert Jónsson, sem fer fyrir íslensku samninganefndinni, og Carol van Voorst, sendiherra, sem fer fyrir þeirri bandarísku, ekkert tjá sig um gang mála. 27.4.2006 15:56 Fundi samninganefnda lokið Fundi í varnarviðræðum Íslendinga og Bandaríkjamanna lauk fyrir um hálftíma í utanríkisráðuneytinu. Yfirlýsingu beggja aðila er að vænta nú að fundi loknum. 27.4.2006 15:47 Úrskurði dómara áfrýjað Lögmaður Jóns Geralds Sullenbergers ætlar að áfrýja til Hæstaréttar, þeim úrskurði Arngríms Ísbergs héraðsdómara frá því fyrr í dag, að hann sé hæfur til að dæma í þeim nítján ákæruliðum sem ákært hefur verið í á nýjan leik í Baugsmálinu. Lögmaður Jóns Geralds krafðist þess í morgun að dómarinn viki sæti, þar sem hann hefði lýst þeirri skoðun sinni í fyrri meðförum málsins, að Jón Gerald væri ótrúverðugt vitni. 27.4.2006 15:37 Sex milljónir til æskulýðsmála Menntamálaráðherra hefur samþykkt úthlutun tæpra sex milljóna króna úr Æskulýðssjóði. Hæstan styrk, 650 þúsund krónur, fær Landssamband æskulýðsfélaga vegna undirbúnings landsverkefnisins "Enginn eins engum til meins". 27.4.2006 14:36 Fimmti maðurinn í gæsluvarðhald Fimmti maðurinn í stóra fíkniefnamálinu, þar sem mikið magn af fíkniefnum voru falin í bensíntank bifreiðar var úrskurðaður í gæsluvarðhald í dag, til tveggja vikna. Samkvæmt heimildum NFS er maðurinn Íslendingur, en fyrir sitja 3 Íslendingar og einn Hollendingur í gæsluvarðhaldi. 27.4.2006 14:31 David Zell ráðinn til Glitnis í London David Zell hefur verið ráðinn yfirmaður lánastarfsemi og sambankalána í útibúi Glitnis í London og hóf hann störf síðastliðinn mánudag. David verður einnig staðgengill framkvæmdastjóra útibúsins. 27.4.2006 13:49 Sturla Böðvarsson segir Dag B. Eggertsson fara með rangt mál Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, segir Dag B. Eggertsson, oddvita Samfylkingarinnar í Reykjavík, fara með rangt mál þegar hann segir það fyrsta kost samgöngunefndar að leggja Sundabraut um jarðgöng undir Kleppsvík. Vegagerðin hafi ekki verið því sammála að tekið hafi verið af skarið með að jarðgöng undir Kleppsvík séu fyrsti kostur. 27.4.2006 13:44 Ræðst í dag hvort til setuverkfalls kemur Það ræðst á fundi klukkan fjögur í dag hvort ófaglærðir starfsmenn á tólf dvalar- og hjúkrunarheimilum á suðvesturhorninu fara í vikulangt setuverkfall og hvort til fjöldauppsagna komi. Eins og greint hefur verið frá í fréttum slitnaði upp úr kjaraviðræðum Eflingar og Samtaka fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu í fyrradag en í kjölfarið ákváðu fyrirtækin að koma til móts við kröfur starfsmanna um launahækkanir en á lengri tíma en starfsmenn vildu. 27.4.2006 13:37 Ríkisstjórnin vanvirti rétt almennings Ríkissstjórn Íslands vanvirti rétt almennings þegar hún ákvað að hefja framkvæmdir við álverið í Reyðarfirði án þess að skýrsla um mat á umhverfisáhrifum lægi fyrir. Þetta segir Árni Finnson hjá Náttúruverndarsamtökum Íslands. Hann segir frummatsskýrslu Alcoa koma allt of seint og augljóst að fyrirtækið hafi beðið álitshnekki hjá þjóðinni. 27.4.2006 13:33 Krefst endurskoðunar á frumvarpi um Kjararáð Alþýðusamband Íslands krefst þess að frumvarpinu um Kjararáð verði breytt og feluleiknum um kjör þingmanna hætt. Að sögn Ingibjargar R. Guðmundsdóttur, varaforseta sambandsins leggur sambandið áherslu á að þingheimur taki gagnrýni sambandsins til greina. 27.4.2006 13:23 Herinn birtir áætlun um brottför Varnarliðið hefur sent frá sér áætlun um hvernig staðið verði að samdrætti í þjónustu við varnarliðsmenn og lokun þjónustustofnana. Samkvæmt henni munu sjö þjónustustöðvar loka strax í maímánuði og fimm í júní. Í maí mun t.d. 27.4.2006 11:54 Baugsmál þingfest í héraðsdómi í morgun Arngrímur Ísberg dómari í Baugsmálinu ætlar að úrskurða klukkan þrjú í dag um hæfi sitt til þess að fjalla um ákæruliðina nítján sem hefur verið endurákært í. Það var Jón Gerald Sullenberger sem fór fram á að dómarinn viki sæti við þingfestingu málsins í dag. 27.4.2006 11:39 Skaftá er óðum að komast í sitt fyrra horf Skaftá er óðum að komast í sitt fyrra horf eftir hlaupið sem hófts þann 21. þessa mánaðar. Rennsli í Eldvatni við Ása er nú komið niður í 66 rúmmetra á sekúndu en var þegar mest var 630 rúmmetrar á sekúndu. 27.4.2006 11:04 Ólafi Ragnari Grímssyni og Dorrit Moussaieff boðið í afmæli Svíakonungs Karl Gústaf konungur Svíþjóðar hefur boðið forseta Íslands Ólafi Ragnari Grímssyni og forsetafrú Dorrit Moussaieff að taka þátt í hátíðarhöldum í Stokkhólmi næstkomandi laugardag og sunnudag í tilefni af sextugsafmæli konungs. 27.4.2006 10:54 Sigurður Ó Helgason fyrsti forstjóri Flugleiða stefnir félaginu Sigurður Ó Helgason, sem var fyrsti forstjóri Flugleiða, telur að breytt launakerfi æðstu stjórnenda félagsins rýri eftirlaun sín stórlega og hefur stefnt félaginu til greiðslu. 27.4.2006 10:47 Magnús aftur í stjórn Straums-Burðaráss Magnús Kristinsson, útgerðarmaður, verður aftur varaformaður stjórnar Straums-Burðaráss. Þetta var ákveðið á fundi stjórnarinnar í gærkvöldi. Stjórnin hafði fyrir fundinn ekki komið saman í nær tvo mánuði eða frá því að Magnús fékk ekki brautargengi áfram sem varaformaður stjórnarinnar á aðalfundi félagsins. 27.4.2006 09:00 Sofnaði undir stýri í Hvalfjarðargöngum Ung kona sofnaði undir stýri í Hvarfjarðargöngunum í nótt með þeim afleiðingum að bíllinn skall utan í gangavegginn. Höggið var það mikið á bíllinn var óökufær eftir, og konan var flutt á sjúkrahúsið á Akranesi, þar sem hún kenndi eymsla í hálsi. 27.4.2006 08:30 Hrein eign Íslendinga 10 milljónir króna á mann Hrein eign heimila í landinu umfram skuldir, nemur tæplega þrjú þúsund milljörðum króna að mati Greiningardeildar KB banka, og hefur aldrei verið hærra hlutfall af landsframleiðslu. Þetta þýðir að hrein eign á hvern Íslending nemur um tíu milljónum króna að meðaltali, sem vafalaust kemur mörgum þriggja til fjögurra manna fjölskyldum á óvart. 27.4.2006 08:15 Dagblöðin á Landsbókasafn Í tilefni af fimm ára afmæli Fréttablaðsins færði 365, útgefandi blaðsins, Landsbókasafni Íslands stærsta dagablaðasafn landsins að gjöf en Sigrún Klara Hannesdóttir landsbókavörður og Ari Edwald, forstjóri 365, skrifuðu undir samning þess efnis í gær. 27.4.2006 07:30 Byggði safn dagblaða upp Dagablaðasafnið sem 365 gaf Landsbókasafni Íslands var lengi vel í eigu Sveins R. Eyjólfssonar, fyrrverandi útgefanda Vísis. 27.4.2006 06:15 Útblástur frá álverinu innan marka Áhrif útblásturs frá álverinu á Reyðarfirði eru innan allra viðmiðunarmarka að því er fram kemur í frummatsskýrslu Alcoa Fjarðaráls sem kynnt var í gær. Umhverfisáhrif námuvinnslunnar á Ingólfsfjalli er óásættanleg að mati stjórnar Landverndar og hvetur hún sveitarstjórnir á Suðurlandi til að fara að áliti Skipulagsstofnunnar. 26.4.2006 23:00 Gáfu Landsbókasafninu dagblaðasafn Eitt stærsta dagblaðasafn landsins var afhent Landsbókasafninu í dag. Safnið er gjöf 365 miðla, en það hefur að geyma öll tölublöð af Vísi, Dagblaðinu, Þjóðviljanum, Tímanum og Morgunblaðinu frá síðustu öld. Safnið var áður í eigu Sveins R. Eyjólfssonar útgefanda og var óumdeilanlega stærsta og verðmætasta dagblaðasafn í einkaeigu. 26.4.2006 22:58 Námuvinnslu verði hætt í Ingólfsfjalli Umhverfisáhrif námuvinnslunnar á Ingólfsfjalli er óásættanleg að mati stjórnar Landverndar og hvetur hún sveitarstjórnir á Suðurlandi til að fara að áliti Skipulagsstofnunnar. Á heimasíðu Landverndar segir að Ingólfsfjall sé mikilvægt kennileiti á Suðurlandi og að fjallið hafi menningarlegt sögugildi þar sem það ber nafn fyrsta landnámsmanns Íslands. 26.4.2006 22:30 Eitt útkall vegna sinubruna Slökkvilið höfuðbrogarsvæðisins var kallað út um klukkan níu í kvöld vegna sinubruna við Garðaveg á Álftanesi. Einn slökkviliðsbíll fór á staðinn og náðu slökkviliðsmenn að slökkva eldinn áður en hann náði að breiðast frekar út. Talið er að sinueldurinn hafi verið kveiktur af mannavöldum. 26.4.2006 22:27 Mikill verðmunur í byggingavöruverslunum Mikill verðmunur er í byggingavöruverslunum landsins að því er fram kemur í verðkönnun sem verðlagseftirlit ASÍ gerði í gær. Mestur var verðmunurinn 70 prósent á ryðfríum skrúfum en minnstur á málningarlímbandi eða 4,4 prósent. Könnunin var gerð í verslunum Byko í Breiddinni og Húsasmiðjunni í Skútuvogi. Skoðaðar voru 22 vörur til heimilisins eins og gasgrill, fjöltengi, garðáhöld, reykskynjari, ljósaperur, málningarvörur, skrúfur og pallaefni. 26.4.2006 22:27 Gríðarlegt ofbeldi og vitleysa Gríðarlegt ofbeldi og vitleysa eru orðin sem forstjóri 365 miðla notar um þá fyrirætlan ráðamanna að koma fjölmiðlafrumvarpinu og frumvarpinu um hlutafélagavæðingu Ríkisútvarpsins í gegn fyrir þinglok. 26.4.2006 22:24 Sjá næstu 50 fréttir
Skotveiðimenn bjartsýnni á gæsaveiðar í haust en áður Skotveiðimenn eru bjartsýnni með hverjum deginum sem líður á að hægt verði að stunda gæsaveiðar í haust, en eftir að fuglaflensu varð vart á Bretlandseyjum fyrir nokkru var talið víst að hún bærist hingað með farfuglum í vor. 28.4.2006 09:45
Frakka íhuga að auka umsvif sín á N-Atlantshafi Frakkar íhuga að auka umsvif sín á Norður-Atlantshafi til að tryggja öryggi á svæðinu. Þetta segir Björn Bjarnason dómsmálaráðherra í viðtali við Morgunblaðið eftir viðræður við varnarmálaráðherra Frakklands í París í gær. 28.4.2006 09:15
Setuverkfall á a.mk. sex dvalarheimilum Setuverkfall ófaglærðra starfsmanna á að minnstakosti sex dvalar- og hjúkrunarheimilum á suðvesturlandi hófst á miðnætti vegna óánægju starfólks þar yfir því að fá laun sín ekki hækkuð til jafns við laun annarsstaðar fyrir sambærilega vinnu, fyrr en í upphafi næsta árs. 28.4.2006 08:33
Hlutabréf í KB banka og Straumi Burðarási lækkuðu Hlutabréf í KB banka og Straumi Burðarási lækkuðu í Kauphöllinni í dag. Uppgjör félaganna voru kynnt í morgun en þá varð ljóst að þau slógu öll fyrri hagnaðarmet á fyrstu þremur mánuðum ársins. 27.4.2006 22:56
Setuverkfall á miðnætti Setuverkfall ófaglærðra starfsmanna á dvalar- og hjúkrunarheimilum hefst á miðnætti. Á fundi starfsmannanna í dag var ákveðið að boða til viku setuverkfalls. Þeir eru ósáttir við ákvarðanir forsvarsmanna heimilanna um að hækka laun einhliða og talsmaður starfsmanna býst við fjöldauppsögnum á næstunni. 27.4.2006 22:44
Undirbúningur álvers í fullum gangi Undirbúningur að byggingu álvers í Helguvík er í fullum gangi, segir einn æðsti yfirmaður Norðuráls á Íslandi. Reykjaneshöfn og Norðurál sömdu í dag um hafnarþjónustu og leigu landspildu undir álver. 27.4.2006 21:54
Kjarasamningar sex félaga samþykktir Sex stéttarfélög samþykktu í vikunni nýgerða kjarasamninga við Launanefnd sveitarfélaga. Félögin eru svo kölluð HugGarðsfélög. 27.4.2006 21:17
Óttast að laun verkafólks lækki Laun verkafólks geta versnað til muna ef lagafrumvarp um frjálsa för austur-evrópskra launamanna verður að lögum segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Alþingi tekur frumvarpið fyrir á morgun. 27.4.2006 20:27
Hækka verð á ferðum vegna gengislækkana Ljóst er að ferðir margra Íslendinga til útlanda í sumar verða ekki til fjár, því stærstu ferðaskrifstofurnar hafa hækkað verð á öllum ferðum sínum vegna breytinga á gengi íslensku krónunnar. Hækkun á sólarlandaferð fyrir meðalfjölskyldu nemur um 25 þúsund krónum. 27.4.2006 19:15
Boða setuverkfall og fjöldauppsagnir Ófaglærðir starfsmenn á dvalar- og hjúkrunarheimilum ákváðu, á fundi sínum í dag, að boða til viku setuverkfalls sem hefst nú á miðnætti. Þeir eru ósáttir við ákvarðanir forsvarsmanna heimilanna um að hækka laun einhliða og talsmaður starfsmanna býst við fjöldauppsögnum á næstunni. 27.4.2006 18:47
Þriðji mesti gróði vegna eignasölu Landsbankinn seldi hlut sinn í norræna fjárfestingabankanum Carnegie í morgun og græddi á því tíu milljarða króna. Landsbankamenn segja gróðann jafnast á við tvær og hálfa loðnuvertíð. 27.4.2006 18:45
Ávinna sér rétt sem jafngildir 90 milljónum króna í starfslokagreiðslu Ráðherra sem situr í 12 ár á stóli ávinnur sér lífeyrisrétt sem jafngildir 90 milljónum króna í starfslokagreiðslu umfram það sem almennur iðgjaldagreiðandi fær. Þetta sýna útreikningar Samtaka atvinnulífsins. Alþýðusamband Íslands segir þetta ólíðandi og mótmælir nýju frumvarpi til laga um kjararáð þar sem ráðið eigi ekki að fjalla um lífeyrisréttindin. 27.4.2006 18:45
Norðurál leigir lóð undir álver Norðurál gekk í dag frá samningi við Reykjaneshöfn um lóð og hafnarþjónustu vegna fyrirhugaðs álvers í Helguvík. Reykjaneshöfn, sem er í eigu Reykjanesbæjar, sér Norðuráli fyrir hafnaraðstöðu í Helguvík og verður nýr 200 metra viðlegukantur gerður í höfninni. 27.4.2006 18:13
Hlynntur því að taka upp evru Það verður annað hvort að minnka vægi verðtrygginga eða taka upp evruna til að bæta áhrifamátt peningamálastefnunnar hérlendis. Þetta sagði Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings banka, í ræðu sem hann hélt á ráðstefnu Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja í dag. 27.4.2006 17:11
Aftur í setuverkfall Ófaglærðir starfsmenn hjúkrunarheimila fara í setuverkfall í kvöld til að knýja á um kjarabætur. Starfsmennirnir hafa tvisvar sinnum áður farið í setuverkfall en frestuðu aðgerðum í þriðja sinn meðan þeir biðu eftir boði um betri kjör. Þeim þótti boðið sem barst óásættanlegt og hefja því aðgerðir á ný. 27.4.2006 17:06
Ekkert gefið upp Ekkert er gefið upp um gang viðræðna Bandaríkjamanna og Íslendinga um varnarsamninginn sem framhaldið var í utanríkisráðuneytinu í dag en þeim verður haldið áfram fljótlega. Utanríkismálaráðherra gerir utanríkismálanefnd Alþingis grein fyrir viðræðunum á laugardag. 27.4.2006 17:00
Stefnt að sterkari sparisjóði Ákveðið var á stjórnarfundum Sparisjóðs vélstjóra (SPV) og Sparisjóðs Hafnarfjarðar (SPH) í morgun, fimmtudaginn 27. apríl, að veita stjórnarformönnum þeirra umboð til að hefja viðræður um sameiningu sparisjóðanna. 27.4.2006 16:39
Ekkert sagt um gang viðræðna Ekkert er gefið upp um gang viðræðna Bandaríkjamanna og Íslendinga um varnarsamninginn sem framhaldið var í utanríkisráðuneytinu í dag. Ráðuneytið segir það eitt að aðallega hafi verið rætt um drög að nýrri varnaráætlun fyrir Ísland sem Evrópuherstjórn Bandaríkjanna hefur gert, en Ísland er í umdæmi hennar. 27.4.2006 16:37
Geir H. Haarde situr fund utanríkisráðherra Norður-Atlantshafsbandalagsins Geir H. Haarde, utanríkisráðherra, situr nú óformlegan fund utanríkisráðherra Norður-Atlantshafsbandalagsins sem byrjaði í dag í Sofía í Búlgaríu og lýkur á morgun. 27.4.2006 16:21
Fundi í varnarviðræðum Íslendinga og Bandaríkjamanna lokið Fundi í varnarviðræðum Íslendinga og Bandaríkjamanna lauk fyrir um hálftíma í utanríkisráðuneytinu. Fyrir fundinn í dag vildu Albert Jónsson, sem fer fyrir íslensku samninganefndinni, og Carol van Voorst, sendiherra, sem fer fyrir þeirri bandarísku, ekkert tjá sig um gang mála. 27.4.2006 15:56
Fundi samninganefnda lokið Fundi í varnarviðræðum Íslendinga og Bandaríkjamanna lauk fyrir um hálftíma í utanríkisráðuneytinu. Yfirlýsingu beggja aðila er að vænta nú að fundi loknum. 27.4.2006 15:47
Úrskurði dómara áfrýjað Lögmaður Jóns Geralds Sullenbergers ætlar að áfrýja til Hæstaréttar, þeim úrskurði Arngríms Ísbergs héraðsdómara frá því fyrr í dag, að hann sé hæfur til að dæma í þeim nítján ákæruliðum sem ákært hefur verið í á nýjan leik í Baugsmálinu. Lögmaður Jóns Geralds krafðist þess í morgun að dómarinn viki sæti, þar sem hann hefði lýst þeirri skoðun sinni í fyrri meðförum málsins, að Jón Gerald væri ótrúverðugt vitni. 27.4.2006 15:37
Sex milljónir til æskulýðsmála Menntamálaráðherra hefur samþykkt úthlutun tæpra sex milljóna króna úr Æskulýðssjóði. Hæstan styrk, 650 þúsund krónur, fær Landssamband æskulýðsfélaga vegna undirbúnings landsverkefnisins "Enginn eins engum til meins". 27.4.2006 14:36
Fimmti maðurinn í gæsluvarðhald Fimmti maðurinn í stóra fíkniefnamálinu, þar sem mikið magn af fíkniefnum voru falin í bensíntank bifreiðar var úrskurðaður í gæsluvarðhald í dag, til tveggja vikna. Samkvæmt heimildum NFS er maðurinn Íslendingur, en fyrir sitja 3 Íslendingar og einn Hollendingur í gæsluvarðhaldi. 27.4.2006 14:31
David Zell ráðinn til Glitnis í London David Zell hefur verið ráðinn yfirmaður lánastarfsemi og sambankalána í útibúi Glitnis í London og hóf hann störf síðastliðinn mánudag. David verður einnig staðgengill framkvæmdastjóra útibúsins. 27.4.2006 13:49
Sturla Böðvarsson segir Dag B. Eggertsson fara með rangt mál Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, segir Dag B. Eggertsson, oddvita Samfylkingarinnar í Reykjavík, fara með rangt mál þegar hann segir það fyrsta kost samgöngunefndar að leggja Sundabraut um jarðgöng undir Kleppsvík. Vegagerðin hafi ekki verið því sammála að tekið hafi verið af skarið með að jarðgöng undir Kleppsvík séu fyrsti kostur. 27.4.2006 13:44
Ræðst í dag hvort til setuverkfalls kemur Það ræðst á fundi klukkan fjögur í dag hvort ófaglærðir starfsmenn á tólf dvalar- og hjúkrunarheimilum á suðvesturhorninu fara í vikulangt setuverkfall og hvort til fjöldauppsagna komi. Eins og greint hefur verið frá í fréttum slitnaði upp úr kjaraviðræðum Eflingar og Samtaka fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu í fyrradag en í kjölfarið ákváðu fyrirtækin að koma til móts við kröfur starfsmanna um launahækkanir en á lengri tíma en starfsmenn vildu. 27.4.2006 13:37
Ríkisstjórnin vanvirti rétt almennings Ríkissstjórn Íslands vanvirti rétt almennings þegar hún ákvað að hefja framkvæmdir við álverið í Reyðarfirði án þess að skýrsla um mat á umhverfisáhrifum lægi fyrir. Þetta segir Árni Finnson hjá Náttúruverndarsamtökum Íslands. Hann segir frummatsskýrslu Alcoa koma allt of seint og augljóst að fyrirtækið hafi beðið álitshnekki hjá þjóðinni. 27.4.2006 13:33
Krefst endurskoðunar á frumvarpi um Kjararáð Alþýðusamband Íslands krefst þess að frumvarpinu um Kjararáð verði breytt og feluleiknum um kjör þingmanna hætt. Að sögn Ingibjargar R. Guðmundsdóttur, varaforseta sambandsins leggur sambandið áherslu á að þingheimur taki gagnrýni sambandsins til greina. 27.4.2006 13:23
Herinn birtir áætlun um brottför Varnarliðið hefur sent frá sér áætlun um hvernig staðið verði að samdrætti í þjónustu við varnarliðsmenn og lokun þjónustustofnana. Samkvæmt henni munu sjö þjónustustöðvar loka strax í maímánuði og fimm í júní. Í maí mun t.d. 27.4.2006 11:54
Baugsmál þingfest í héraðsdómi í morgun Arngrímur Ísberg dómari í Baugsmálinu ætlar að úrskurða klukkan þrjú í dag um hæfi sitt til þess að fjalla um ákæruliðina nítján sem hefur verið endurákært í. Það var Jón Gerald Sullenberger sem fór fram á að dómarinn viki sæti við þingfestingu málsins í dag. 27.4.2006 11:39
Skaftá er óðum að komast í sitt fyrra horf Skaftá er óðum að komast í sitt fyrra horf eftir hlaupið sem hófts þann 21. þessa mánaðar. Rennsli í Eldvatni við Ása er nú komið niður í 66 rúmmetra á sekúndu en var þegar mest var 630 rúmmetrar á sekúndu. 27.4.2006 11:04
Ólafi Ragnari Grímssyni og Dorrit Moussaieff boðið í afmæli Svíakonungs Karl Gústaf konungur Svíþjóðar hefur boðið forseta Íslands Ólafi Ragnari Grímssyni og forsetafrú Dorrit Moussaieff að taka þátt í hátíðarhöldum í Stokkhólmi næstkomandi laugardag og sunnudag í tilefni af sextugsafmæli konungs. 27.4.2006 10:54
Sigurður Ó Helgason fyrsti forstjóri Flugleiða stefnir félaginu Sigurður Ó Helgason, sem var fyrsti forstjóri Flugleiða, telur að breytt launakerfi æðstu stjórnenda félagsins rýri eftirlaun sín stórlega og hefur stefnt félaginu til greiðslu. 27.4.2006 10:47
Magnús aftur í stjórn Straums-Burðaráss Magnús Kristinsson, útgerðarmaður, verður aftur varaformaður stjórnar Straums-Burðaráss. Þetta var ákveðið á fundi stjórnarinnar í gærkvöldi. Stjórnin hafði fyrir fundinn ekki komið saman í nær tvo mánuði eða frá því að Magnús fékk ekki brautargengi áfram sem varaformaður stjórnarinnar á aðalfundi félagsins. 27.4.2006 09:00
Sofnaði undir stýri í Hvalfjarðargöngum Ung kona sofnaði undir stýri í Hvarfjarðargöngunum í nótt með þeim afleiðingum að bíllinn skall utan í gangavegginn. Höggið var það mikið á bíllinn var óökufær eftir, og konan var flutt á sjúkrahúsið á Akranesi, þar sem hún kenndi eymsla í hálsi. 27.4.2006 08:30
Hrein eign Íslendinga 10 milljónir króna á mann Hrein eign heimila í landinu umfram skuldir, nemur tæplega þrjú þúsund milljörðum króna að mati Greiningardeildar KB banka, og hefur aldrei verið hærra hlutfall af landsframleiðslu. Þetta þýðir að hrein eign á hvern Íslending nemur um tíu milljónum króna að meðaltali, sem vafalaust kemur mörgum þriggja til fjögurra manna fjölskyldum á óvart. 27.4.2006 08:15
Dagblöðin á Landsbókasafn Í tilefni af fimm ára afmæli Fréttablaðsins færði 365, útgefandi blaðsins, Landsbókasafni Íslands stærsta dagablaðasafn landsins að gjöf en Sigrún Klara Hannesdóttir landsbókavörður og Ari Edwald, forstjóri 365, skrifuðu undir samning þess efnis í gær. 27.4.2006 07:30
Byggði safn dagblaða upp Dagablaðasafnið sem 365 gaf Landsbókasafni Íslands var lengi vel í eigu Sveins R. Eyjólfssonar, fyrrverandi útgefanda Vísis. 27.4.2006 06:15
Útblástur frá álverinu innan marka Áhrif útblásturs frá álverinu á Reyðarfirði eru innan allra viðmiðunarmarka að því er fram kemur í frummatsskýrslu Alcoa Fjarðaráls sem kynnt var í gær. Umhverfisáhrif námuvinnslunnar á Ingólfsfjalli er óásættanleg að mati stjórnar Landverndar og hvetur hún sveitarstjórnir á Suðurlandi til að fara að áliti Skipulagsstofnunnar. 26.4.2006 23:00
Gáfu Landsbókasafninu dagblaðasafn Eitt stærsta dagblaðasafn landsins var afhent Landsbókasafninu í dag. Safnið er gjöf 365 miðla, en það hefur að geyma öll tölublöð af Vísi, Dagblaðinu, Þjóðviljanum, Tímanum og Morgunblaðinu frá síðustu öld. Safnið var áður í eigu Sveins R. Eyjólfssonar útgefanda og var óumdeilanlega stærsta og verðmætasta dagblaðasafn í einkaeigu. 26.4.2006 22:58
Námuvinnslu verði hætt í Ingólfsfjalli Umhverfisáhrif námuvinnslunnar á Ingólfsfjalli er óásættanleg að mati stjórnar Landverndar og hvetur hún sveitarstjórnir á Suðurlandi til að fara að áliti Skipulagsstofnunnar. Á heimasíðu Landverndar segir að Ingólfsfjall sé mikilvægt kennileiti á Suðurlandi og að fjallið hafi menningarlegt sögugildi þar sem það ber nafn fyrsta landnámsmanns Íslands. 26.4.2006 22:30
Eitt útkall vegna sinubruna Slökkvilið höfuðbrogarsvæðisins var kallað út um klukkan níu í kvöld vegna sinubruna við Garðaveg á Álftanesi. Einn slökkviliðsbíll fór á staðinn og náðu slökkviliðsmenn að slökkva eldinn áður en hann náði að breiðast frekar út. Talið er að sinueldurinn hafi verið kveiktur af mannavöldum. 26.4.2006 22:27
Mikill verðmunur í byggingavöruverslunum Mikill verðmunur er í byggingavöruverslunum landsins að því er fram kemur í verðkönnun sem verðlagseftirlit ASÍ gerði í gær. Mestur var verðmunurinn 70 prósent á ryðfríum skrúfum en minnstur á málningarlímbandi eða 4,4 prósent. Könnunin var gerð í verslunum Byko í Breiddinni og Húsasmiðjunni í Skútuvogi. Skoðaðar voru 22 vörur til heimilisins eins og gasgrill, fjöltengi, garðáhöld, reykskynjari, ljósaperur, málningarvörur, skrúfur og pallaefni. 26.4.2006 22:27
Gríðarlegt ofbeldi og vitleysa Gríðarlegt ofbeldi og vitleysa eru orðin sem forstjóri 365 miðla notar um þá fyrirætlan ráðamanna að koma fjölmiðlafrumvarpinu og frumvarpinu um hlutafélagavæðingu Ríkisútvarpsins í gegn fyrir þinglok. 26.4.2006 22:24