Innlent

Útblástur frá álverinu innan marka

MYND/Hörður Sveinsson

Áhrif útblásturs frá álverinu á Reyðarfirði eru innan allra viðmiðunarmarka að því er fram kemur í frummatsskýrslu Alcoa Fjarðaráls sem kynnt var í gær. Umhverfisáhrif námuvinnslunnar á Ingólfsfjalli er óásættanleg að mati stjórnar Landverndar og hvetur hún sveitarstjórnir á Suðurlandi til að fara að áliti Skipulagsstofnunnar.

Í skýrslunni er að finna niðurstöður rannsókna á loftdreifingu og umhverfisáhrifum frá álverinu sem Alcoa lét gera eftir að Hæstiréttur staðfesti niðurstöðu hérðasdóms þess efnis að álverið skyldi háð mati á umhverfisáhrifum. Í skýrslunni voru skoðaðir tveir kostir við hreinsun útblásturs annars vegar hreinsun með þurrhreinsun eingöngu og hins vegar þurrhreinsun að viðbættri vothreinsun og eru niðurstöður rannsóknanna að báðir kostir uppfylli öll umhverfismörk. Að sögn Tómasar Sigurðssonar, forstjóra Alcoa, ættu niðurstöðurnar að taka af öll tvímæli um áhrif álversins á umhverfið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×