Innlent

Skotveiðimenn bjartsýnni á gæsaveiðar í haust en áður

Skotveiðimenn eru bjartsýnni með hverjum deginum sem líður á að hægt verði að stunda gæsaveiðar í haust, en eftir að fuglaflensu varð vart á Bretlandseyjum fyrir nokkru var talið víst að hún bærist hingað með farfuglum í vor. Ekkert bendir enn til þess að það hafi gerst, en talsmenn skotveiðifélagsins eru fylgjandi því að farið verði að þeim evrópsku reglum að fuglaveiðar verði bannaðar í 30 daga á tíu kílómetra radíus frá þeim stað sem dauður sýktur fugl hefur fundist á.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×