Fleiri fréttir Borgarholtshverfi án ADSL-sambands Borgarholtshverfi í Reykjavík og næsta nágrenni er án ADSL-sambands því ljósleiðari við Víkurveg rofnaði vegna framkvæmda sem þar standa yfir. Unnið er að viðgerð en henni lýkur líklega ekki fyrr en seint í kvöld. 15.3.2006 20:06 Vextir hæstir á Íslandi samkvæmt skýrslu Norðurlandaráðs Talsmaður neytenda segir að verði íbúðalánasjóður gerður að heildsölubanka verði að koma til mótvægisaðgerðir til að tryggja samkeppni á húsnæðislánamarkaði. Í skýrslu um norræna bankakerfið kemur fram að vextir á íbúðalánum og yfirdráttarlánum er miklu hærri á Íslandi en gerist á hinum Norðurlöndunum. 15.3.2006 19:10 Vill ræða varnarmál við nágrannaþjóðir Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir að Íslendingar þurfi að ræða varnarmál við nágrannaþjóðir eins og Norðurlöndin og Bretland í ljósi stöðunnar sem hefur komið upp í varnarmálum. Hann segir að varnarmál Íslands snerti ekki aðeins okkur heldur líka nágrannaþjóðir okkar. 15.3.2006 18:42 Hæstiréttur staðfestir gæsluvarðhald í hnífsstungumáli Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir manni sem grunaður er um að hafa stungið annan mann á skemmtistað í Reykjvík aðfaranótt 5. mars síðastliðinn. Maðurinn skal sitja í gæsluvarðhaldi þar til réttað hefur verið í máli hans, þó ekki lengur en til 21. apríl næstkomandi. Maðurinn liggur undir grun um að hafa veitt öðrum manni fimm stungusár með vasahníf. 15.3.2006 18:25 KB-banki hækkar vexti á íbúðalánum KB-banki hefur ákveðið að hækka fasta vexti á íbúðalánum bankans um 0,15%. Vextir lánanna hækka því í 4,30%. 15.3.2006 18:15 Hæstiréttur staðfestir gæsluvarðhald yfir unglingi Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Hérðaðsdóms Reykjavíkur um að unglingsstrákur sæti áfram gæsluvarðhaldi þar til mál hans verður tekið fyrir að nýju fyrir Hæstarétti en Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður úrskurðað drenginn í gæsluvarðhald fyrir að hafa svipt ungan manni frelsi, flutt hann nauðugan úr vinnu sinni og haft í hótunum við hann. 15.3.2006 18:07 Bónus fær Neytendarverðlaunin í ár Bónus fékk í dag afhent Neytendaverðlaun Neyendasamtakanna og Bylgjunnar árið 2006. Bónus er fyrirtæki ársins að mati neytenda en verðlaunin voru afhend á Hótel Centrum í dag. Þá fengu Atlantsolía og Iceland Express hvatningarverðaun neytenda. 15.3.2006 17:34 Umræðum um vatnalög senn að ljúka Annarri umræðu um vatnalögin á Alþingi var frestað klukkan fjögur í dag en hún hefst aftur klukkan sex. Reikna má með að umræðunni ljúki í kvöld og málinu verði þá vísað til þriðju umræðu. 15.3.2006 17:04 Þotur og þyrlur farnar í lok september Orrustuþotur varnarliðsins og björgunarþyrlur þess verða farnar frá Íslandi í síðasta lagi fyrir lok september. Bandarísk stjórnvöld hafa tilkynnt ríkisstjórn Íslands að dregið verði stórlega úr starfsemi bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli síðar á þessu ári. 15.3.2006 17:00 Einn og hálfur milljarður til uppbyggingar fyrir geðfatlaða Einum og hálfum milljarði króna verður varið á næstu fjórum árum til uppbyggingar í búsetu- og stoðþjónustumálum geðfatlaðra. Þeir sem eru án húsnæðis og umönnunar munu njóta forgangs ásamt þeim sem búa hjá ættingjum og þeim sem eru tilbúnir til útskritfar af geðdeild. 15.3.2006 16:53 Jón Ásgeir segir skaðabótamál koma til greina Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, sagði á Fréttavaktinni eftir hádegi, að sýknudómur Héraðsdóms í baugsmálinu í dag, sýni að málið allt sé mikill áfellisdómur yfir þeim sem stóðu að því og sóttu. Það væri sorglegt að ríkið þyrfti að standa í þeim mikla kostnaði sem fylgdi því að sækja þetta mál, á sama tíma og ekki væru til peningar til að halda björgunarþyrlum Landhelgisgæslunnar á lofti. Jón Ásgeir sagði einnig að til greina kæmi að fara í skaðabótamál við ríkið vegna málaferlanna. 15.3.2006 16:27 Segir flokkinn verða að skoða stöðu sína Stjórn Sambands ungra Framsóknarmanna harmar og hafnar hugmyndum Kristins H. Gunnarssonar í þá veru að huga að sameiningu Framsóknarflokks og Samfylkingar og líkir hugmyndinni við pólitíska hryðjuverkastarfssemi. Kristinn segir sama mann standa að ályktun um að reka hann úr flokknum og boði sérframboð gegn flokknum á Akureyri. 15.3.2006 16:26 Gætum minnkað eldsneytisneyslu um helming á tíu árum Þorkell Helgason orkumálastjóri segir að Íslendingar gætu minnkað eldsneytisneyslu ökutækja um helming á tíu árum með því að breyta samsetningu bílaflotans á Íslandi. Þetta kom fram í máli hans á aðalfundi Orkumálastofnunar í dag. 15.3.2006 16:06 Starfsfólk bíður þess að fá að fara í vinnu á ný Starfsfólk frystihússins Fossvíkur á Breiðdalsvík fundaði á öðrum tímanum í dag um stöðu mála og framtíð frystihússins. Allt starfsfólk frystihússins mætti á fundinn. 15.3.2006 15:51 Málsvarnarlaun og sakarkostnaður nema á sjötta tug milljóna Þau málsvarnarlaun og sakarkostnaður sem greiðast úr ríkissjóði vegna sýknudóms í Baugsmálinu sem féll í dag nema vel á sjötta tug milljóna króna. 15.3.2006 15:45 Sýknað í öllum ákæruliðum í Baugsmálinu Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað alla sakborninga í Baugsmálinu af öllum ákæruliðum. Dómurinn var kveðinn rétt um klukkan þrjú í dag. Settur saksóknari í málinu segir ekki ákveðið hvort dómnum verði áfrýjað til Hæstaréttar og heldur ekki ákveðið hvort kært verði á ný í þeim 32 ákæruliðum málsins sem Hæstiréttur hefur vísað frá dómi. 15.3.2006 14:47 Forseti Íslands vottar ekkju Meri samúð sína Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, hefur sent frú Helle Meri og forseta Eistlands, Arnold Rüütel, samúðarkveðjur vegna andláts Lennart meri, fyrrverandi forseta Eistlands. 15.3.2006 14:08 Dóms að vænta í Baugsmálinu Dómur verður kveðinn upp í Baugsmálinu klukkan korter í þrjú í dag. NFS mun sýna beint frá héraðsdómi í dag og hefst útsendingin skömmu áður en dómurinn verður kveðinn upp. 15.3.2006 13:24 Engin ákvörðun um hvort frystihús verður endurbyggt Engin ákvörðun hefur verið tekin um það á þessari stundu hvort frystihúsið á Breiðdalsvík, sem stórskemmdist í eldi í gærkvöldi, verður endurbyggt. Það hefur verið langfjölmennasti vinnustaðurinn í plássinu. 15.3.2006 13:03 Forsetahjón til Hornafjarðar í lok apríl Forsetahjónin eru væntanleg í opinbera heimsókn til Hornafjarðar í síðustu viku apríl. Frá þessu greinir á Hornafjörður.is. Þar segir að forsetinn hafi óskað eftir að koma þangað í opinbera heimsókn og var þeim óskum vel tekið. Áætlað er að forsetinn og fylgdarlið hans komi með flugvél til Hornafjarðar 27. apríl og fari til baka 28. apríl. 15.3.2006 11:53 Segir Morgunblaðið spinna pólitískan lopa á kostnað framsóknarmanna Morgunblaðið er farið að spinna pólitískan lopa til að reyna að koma að fulltrúa frjálslyndra í borgarstjórn á kostnað framsóknarmanna og tryggja þannig sjálfstæðismönnum öll völd í málefnum Reykvíkinga. Þetta segir Björn Ingi Hrafnsson, oddviti framsóknarmanna fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor, á heimasíðu sinni. 15.3.2006 11:43 Neytendaverðlaunin veitt í dag Neytendaverðlaun Bylgjunnar og Neytendasamtakanna fyrir árið 2006 verða veitt í dag klukkan fjögur í tilefni af alþjóðadegi neytendaréttar. Það voru neytendur sjálfir sem völdu fyrirtæki ársins með netkosningu á vegum Bylgjunnar. 15.3.2006 10:30 Íslendingum ekki fjölgað meira í um hálfa öld Íbúum á Íslandi fjölgaði meira í fyrra en mörg undanfarin ár og reyndar hefur þeim ekki fjölgað jafnmikið á einu ári í hátt í hálfa öld. Þetta kemur fram í nýjum tölum sem Hagstofan birti í dag. 15.3.2006 10:15 Þungatakmarkanir á öllum hringveginum Þungatakmarkanir eru nú á öllum hringveginum og ýmsum leiðum út frá honum og eru það óvenju víðtækar takmarkanir af hálfu Vegagerðarinnar. Gripið er til þessa þar sem klaki er að fara úr jörðu og þá verður undirlag veganna veikt. 15.3.2006 10:00 Tugmilljóna tjón í bruna í Garðinum Slökkviliði Brunavarna Suðurnesja tókst á áttunda tímanum að slökkva eld sem kviknaði í stóru atvinnuhúsi í svonefndum Kothúsum í Garðinum á Reykjanesi um klukkan hálf fjögur í nótt. Enn er er þó verið að slökkva í glæðum á nokkrum stöðum. Ljóst er að þar hefur orðið tuga milljóna tjón því hluti hússins er rústir einar. 15.3.2006 09:45 Samkomulag um vatnalagafrumvarp Samkomulag náðist um afgreiðslu vatnalagafrumvarps iðnaðarráðherra skömmu fyrir miðnætti í gærkvöld. Þá höfðu samningafundir stjórnar og stjórnarandstöðu staðið yfir klukkutímunum saman. Samkomulagið felur í sér að stjórnarandstæðingar hætta málþófi gegn því að lögin taka ekki gildi fyrr en haustið 2007. 15.3.2006 09:30 Dómur kveðinn upp í Baugsmáli um miðjan dag Dómur verður kveðinn upp í Baugsmálinu klukkan korter í þrjú í dag. Um er að ræða átta ákæruliði um brot sem vógu ekki þungt í meintu heildarbroti 40 ákæruliða. 15.3.2006 09:30 Ofsaakstur á Sæbraut í nótt Lögreglan í Reykjavík stöðvaði ökumann á tæplega 150 kílómetra hraða á Sæbraut í nótt þar sem hámarkshraði er 6o kílómetrar, þannig að hann var á umþaðbil 90 kílómetra hraða umfarm löglegan hámarkshraða. Auk þess kom í ljós að hann hafði áður verið sviftur ökuréttindum og var því próflaus. Hann var einn í bílnum og ódrukkinn 15.3.2006 09:00 Pólitísk hryðjuverkastarfsemi Stjórn Sambands ungra framsóknarmanna harmar og hafnar hugmyndum Kristins H. Gunnarssonar í þá veru að huga að sameiningu Framsóknarflokks og Samfylkingar og líkir hugmyndinni við pólitíska hryðjuverkastarfssemi. Í ályktun sambandsins frá í gærkvöldi, segir að stanslausar árásir Kristins á eigin flokksfélaga og málefnastarf séu fyrir margt löngu komnar út fyrir öll velsæmismörk og ekki verði sérstök eftirsjá af Kristni þótt hann hverfi úr félagaskrá Framsóknarflokksins. 15.3.2006 08:45 Rændu í það minnsta níu útlendingum Vopnaðir Palestínumenn rændu að minnsta kosti níu útlendingum á götu í Jenín á Vesturbakkanum í gær vegna umsáturs Ísraelsmanna. Nokkrum hefur verið sleppt en þó er enn í haldi bandarískur háskólaprófessor og segja Palestínumennirnir hann verða drepinn, verði Ahmed Saadat og fylgismönnum hans gert mein. 15.3.2006 08:00 Mikill eldur logar í atvinnuhúsnæði í Garðinum Allt tiltækt lið Brunavarna Suðurnesja er að berjast við eld, sem kviknaði í stóru atvinnuhúsi í Kothúsum í Garðinum á Reykjanesi um klukkan hálf fjögur í nótt. Fólk, sem var í húsinu, komst út ómeitt. Þegar slökkviliðið kom á vettvang var eldur kominn í hluta þekju hússins og mikill eldur logaði innandyra í hluta þess. Svo 15.3.2006 06:53 Hætta málþófi um vatnalög Samkomulag náðist á Alþingi laust fyrir miðnætti um að afgreiða vatnalagafrumvarp iðnaðarráðherra sem lög frá Alþingi. Stjórnarandstæðingar fengu það í gegn að lögin taka ekki gildi fyrr en eftir kosningar og geta þá afnumið þau áður en þau taka gildi nái þeir meirihluta. 15.3.2006 02:02 Hús rýmd út af sprengihættu Frystihúsið á Breiðdalsvík, lífæð atvinnulífsins á staðnum, brann í gærkvöldi. Allt tiltækt slökkvilið á Breiðdalsvík og Fáskrúðsfirði vann að því að slökkva eldinn auk Stöðvarfjarðardeildar Rauða kross Íslands, björgunarsveitarmanna og lögreglu. 15.3.2006 00:01 Íbúar á Breiðdalsvík eru lamaðir vegna brunans Íbúar á Breiðdalsvík eru lamaðir vegna brunans í frystihúsinu en frystihúsið er stærsti vinnustaður bæjarins og þar vinna um fjörtíu manns. Slökkvilið vinnur enn að því að slökkva eldinn. Vindur er hægur á þessum slóðum svo nærliggjandi húsum stafar ekki hætta af eldinum. 14.3.2006 22:05 Fór sjálfur á slysadeild Umferðaróhapp varð á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Laugavegs á fjórða tímanum í dag. Ökumaður annars bílsins kenndi eymsla í baki og hálsi og fór sjálfur á slysadeild til rannsókna. Fleiri sakaði ekki. 14.3.2006 22:55 Reynt að höggva á hnútinn Forystumenn stjórnarandstöðuflokkanna gengu rétt fyrir kl. 22 í kvöld inn á skrifstofu forseta Alþingis þar sem gerð er tilraun til að leysa þann hnút sem kominn er á umræður um vatnalagafrumvarp iðnaðarráðherra. Stöðugir fundir hafa staðið yfir í Alþingishúsinu í kvöld. 14.3.2006 22:14 Ný reglugerð um vigtun og skráningu sjávarafla Sjávarútvegsráðuneytið gaf í dag út reglugerð um vigtun og skráningu sjávarafla. Í reglugerðinni eru margvísleg nýmæli sem miða fyrst og fremst að því að fella vigtunina betur að vinnslu og viðskiptaferlum í atvinnugreininni. 14.3.2006 20:16 Baugsdómur á morgun Dómur verður kveðinn upp í átta ákæruliðum í Baugsmálinu á morgun. Dómsniðurstaðan kann að hafa áhrif á ákvörðun um það hvort ákært verði að nýju í veigamestu ákæruliðunum þrjátíu og tveimur sem vísað var frá dómi. 14.3.2006 19:02 70 börn á gjörgæsluna árlega Um sjötíu börn þarf að flytja, ár hvert, af Barnaspítalanum á gjörgæslu, sem er í næsta húsi. Hágæsluherbergi var ekki á forgangslista spítalans, enda talið brýnna að bæta við tækjum og fullmanna stöður fyrir almenna þjónustu. 14.3.2006 18:59 Þriggja akreina vegur hannaður milli Reykjavíkur og Hveragerðis Undirbúningur er hafinn að breikkun Suðurlandsvegar milli Reykjavíkur og Hveragerðis. Stefnt er að því að vegurinn verði þriggja akreina og að framkvæmdir hefjist á næsta ári. 14.3.2006 18:56 Óeðlileg fréttamennska sögð hafa lækkað hlutabréfaverð Framkvæmdastjóri VBS Fjárfestingarbanka segir að neikvæð umræða fjölmiðla sé aðalástæða niðursveiflu hlutabréfa síðustu daga. Hann sakar Morgunblaðið sérstaklega um að hampa neikvæðustu umsögnum erlendra matsfyrirtækja umfram það sem eðlilegt geti talist. 14.3.2006 18:45 Nýr sendiherra Íslands gagnvart Slóveníu Kristinn F. Árnason, sendiherra, afhenti í dag Janez Drnovsek, forseta Slóveníu, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands gagnvart Slóveníu, með aðsetur í Genf. Athöfnin fór fram í forsetahöllinni í Ljubljana, höfuðborg landsins. 14.3.2006 18:15 Líffæragjafir komi fram í ökuskírteinum Þingmál um að upplýsingar um líffæragjafir komi fram í ökuskírteinum einstaklinga hefur verið lagt fram á Alþingi. Fyrsti flutningsmaður er Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar. 14.3.2006 18:12 Íþróttavætt Ísland Allir eiga að hreyfa sig, í stórátaki stjórnvalda, félagasamtaka og atvinnulífs. Menntamálaráðherra kynnti sérstaka íþróttastefnu fyrir Ísland, með pompi og prakt, í Kópavogi í dag. 14.3.2006 18:11 Intrum innheimtir fyrir Borgarbókasafnið Borgarbókasafn Reykjavíkur hefur samið við innheimtufyrirtækið Intrum Justitia um innheimtu á efni safnsins sem er í vanskilum. 14.3.2006 17:59 Sjá næstu 50 fréttir
Borgarholtshverfi án ADSL-sambands Borgarholtshverfi í Reykjavík og næsta nágrenni er án ADSL-sambands því ljósleiðari við Víkurveg rofnaði vegna framkvæmda sem þar standa yfir. Unnið er að viðgerð en henni lýkur líklega ekki fyrr en seint í kvöld. 15.3.2006 20:06
Vextir hæstir á Íslandi samkvæmt skýrslu Norðurlandaráðs Talsmaður neytenda segir að verði íbúðalánasjóður gerður að heildsölubanka verði að koma til mótvægisaðgerðir til að tryggja samkeppni á húsnæðislánamarkaði. Í skýrslu um norræna bankakerfið kemur fram að vextir á íbúðalánum og yfirdráttarlánum er miklu hærri á Íslandi en gerist á hinum Norðurlöndunum. 15.3.2006 19:10
Vill ræða varnarmál við nágrannaþjóðir Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir að Íslendingar þurfi að ræða varnarmál við nágrannaþjóðir eins og Norðurlöndin og Bretland í ljósi stöðunnar sem hefur komið upp í varnarmálum. Hann segir að varnarmál Íslands snerti ekki aðeins okkur heldur líka nágrannaþjóðir okkar. 15.3.2006 18:42
Hæstiréttur staðfestir gæsluvarðhald í hnífsstungumáli Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir manni sem grunaður er um að hafa stungið annan mann á skemmtistað í Reykjvík aðfaranótt 5. mars síðastliðinn. Maðurinn skal sitja í gæsluvarðhaldi þar til réttað hefur verið í máli hans, þó ekki lengur en til 21. apríl næstkomandi. Maðurinn liggur undir grun um að hafa veitt öðrum manni fimm stungusár með vasahníf. 15.3.2006 18:25
KB-banki hækkar vexti á íbúðalánum KB-banki hefur ákveðið að hækka fasta vexti á íbúðalánum bankans um 0,15%. Vextir lánanna hækka því í 4,30%. 15.3.2006 18:15
Hæstiréttur staðfestir gæsluvarðhald yfir unglingi Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Hérðaðsdóms Reykjavíkur um að unglingsstrákur sæti áfram gæsluvarðhaldi þar til mál hans verður tekið fyrir að nýju fyrir Hæstarétti en Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður úrskurðað drenginn í gæsluvarðhald fyrir að hafa svipt ungan manni frelsi, flutt hann nauðugan úr vinnu sinni og haft í hótunum við hann. 15.3.2006 18:07
Bónus fær Neytendarverðlaunin í ár Bónus fékk í dag afhent Neytendaverðlaun Neyendasamtakanna og Bylgjunnar árið 2006. Bónus er fyrirtæki ársins að mati neytenda en verðlaunin voru afhend á Hótel Centrum í dag. Þá fengu Atlantsolía og Iceland Express hvatningarverðaun neytenda. 15.3.2006 17:34
Umræðum um vatnalög senn að ljúka Annarri umræðu um vatnalögin á Alþingi var frestað klukkan fjögur í dag en hún hefst aftur klukkan sex. Reikna má með að umræðunni ljúki í kvöld og málinu verði þá vísað til þriðju umræðu. 15.3.2006 17:04
Þotur og þyrlur farnar í lok september Orrustuþotur varnarliðsins og björgunarþyrlur þess verða farnar frá Íslandi í síðasta lagi fyrir lok september. Bandarísk stjórnvöld hafa tilkynnt ríkisstjórn Íslands að dregið verði stórlega úr starfsemi bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli síðar á þessu ári. 15.3.2006 17:00
Einn og hálfur milljarður til uppbyggingar fyrir geðfatlaða Einum og hálfum milljarði króna verður varið á næstu fjórum árum til uppbyggingar í búsetu- og stoðþjónustumálum geðfatlaðra. Þeir sem eru án húsnæðis og umönnunar munu njóta forgangs ásamt þeim sem búa hjá ættingjum og þeim sem eru tilbúnir til útskritfar af geðdeild. 15.3.2006 16:53
Jón Ásgeir segir skaðabótamál koma til greina Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, sagði á Fréttavaktinni eftir hádegi, að sýknudómur Héraðsdóms í baugsmálinu í dag, sýni að málið allt sé mikill áfellisdómur yfir þeim sem stóðu að því og sóttu. Það væri sorglegt að ríkið þyrfti að standa í þeim mikla kostnaði sem fylgdi því að sækja þetta mál, á sama tíma og ekki væru til peningar til að halda björgunarþyrlum Landhelgisgæslunnar á lofti. Jón Ásgeir sagði einnig að til greina kæmi að fara í skaðabótamál við ríkið vegna málaferlanna. 15.3.2006 16:27
Segir flokkinn verða að skoða stöðu sína Stjórn Sambands ungra Framsóknarmanna harmar og hafnar hugmyndum Kristins H. Gunnarssonar í þá veru að huga að sameiningu Framsóknarflokks og Samfylkingar og líkir hugmyndinni við pólitíska hryðjuverkastarfssemi. Kristinn segir sama mann standa að ályktun um að reka hann úr flokknum og boði sérframboð gegn flokknum á Akureyri. 15.3.2006 16:26
Gætum minnkað eldsneytisneyslu um helming á tíu árum Þorkell Helgason orkumálastjóri segir að Íslendingar gætu minnkað eldsneytisneyslu ökutækja um helming á tíu árum með því að breyta samsetningu bílaflotans á Íslandi. Þetta kom fram í máli hans á aðalfundi Orkumálastofnunar í dag. 15.3.2006 16:06
Starfsfólk bíður þess að fá að fara í vinnu á ný Starfsfólk frystihússins Fossvíkur á Breiðdalsvík fundaði á öðrum tímanum í dag um stöðu mála og framtíð frystihússins. Allt starfsfólk frystihússins mætti á fundinn. 15.3.2006 15:51
Málsvarnarlaun og sakarkostnaður nema á sjötta tug milljóna Þau málsvarnarlaun og sakarkostnaður sem greiðast úr ríkissjóði vegna sýknudóms í Baugsmálinu sem féll í dag nema vel á sjötta tug milljóna króna. 15.3.2006 15:45
Sýknað í öllum ákæruliðum í Baugsmálinu Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað alla sakborninga í Baugsmálinu af öllum ákæruliðum. Dómurinn var kveðinn rétt um klukkan þrjú í dag. Settur saksóknari í málinu segir ekki ákveðið hvort dómnum verði áfrýjað til Hæstaréttar og heldur ekki ákveðið hvort kært verði á ný í þeim 32 ákæruliðum málsins sem Hæstiréttur hefur vísað frá dómi. 15.3.2006 14:47
Forseti Íslands vottar ekkju Meri samúð sína Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, hefur sent frú Helle Meri og forseta Eistlands, Arnold Rüütel, samúðarkveðjur vegna andláts Lennart meri, fyrrverandi forseta Eistlands. 15.3.2006 14:08
Dóms að vænta í Baugsmálinu Dómur verður kveðinn upp í Baugsmálinu klukkan korter í þrjú í dag. NFS mun sýna beint frá héraðsdómi í dag og hefst útsendingin skömmu áður en dómurinn verður kveðinn upp. 15.3.2006 13:24
Engin ákvörðun um hvort frystihús verður endurbyggt Engin ákvörðun hefur verið tekin um það á þessari stundu hvort frystihúsið á Breiðdalsvík, sem stórskemmdist í eldi í gærkvöldi, verður endurbyggt. Það hefur verið langfjölmennasti vinnustaðurinn í plássinu. 15.3.2006 13:03
Forsetahjón til Hornafjarðar í lok apríl Forsetahjónin eru væntanleg í opinbera heimsókn til Hornafjarðar í síðustu viku apríl. Frá þessu greinir á Hornafjörður.is. Þar segir að forsetinn hafi óskað eftir að koma þangað í opinbera heimsókn og var þeim óskum vel tekið. Áætlað er að forsetinn og fylgdarlið hans komi með flugvél til Hornafjarðar 27. apríl og fari til baka 28. apríl. 15.3.2006 11:53
Segir Morgunblaðið spinna pólitískan lopa á kostnað framsóknarmanna Morgunblaðið er farið að spinna pólitískan lopa til að reyna að koma að fulltrúa frjálslyndra í borgarstjórn á kostnað framsóknarmanna og tryggja þannig sjálfstæðismönnum öll völd í málefnum Reykvíkinga. Þetta segir Björn Ingi Hrafnsson, oddviti framsóknarmanna fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor, á heimasíðu sinni. 15.3.2006 11:43
Neytendaverðlaunin veitt í dag Neytendaverðlaun Bylgjunnar og Neytendasamtakanna fyrir árið 2006 verða veitt í dag klukkan fjögur í tilefni af alþjóðadegi neytendaréttar. Það voru neytendur sjálfir sem völdu fyrirtæki ársins með netkosningu á vegum Bylgjunnar. 15.3.2006 10:30
Íslendingum ekki fjölgað meira í um hálfa öld Íbúum á Íslandi fjölgaði meira í fyrra en mörg undanfarin ár og reyndar hefur þeim ekki fjölgað jafnmikið á einu ári í hátt í hálfa öld. Þetta kemur fram í nýjum tölum sem Hagstofan birti í dag. 15.3.2006 10:15
Þungatakmarkanir á öllum hringveginum Þungatakmarkanir eru nú á öllum hringveginum og ýmsum leiðum út frá honum og eru það óvenju víðtækar takmarkanir af hálfu Vegagerðarinnar. Gripið er til þessa þar sem klaki er að fara úr jörðu og þá verður undirlag veganna veikt. 15.3.2006 10:00
Tugmilljóna tjón í bruna í Garðinum Slökkviliði Brunavarna Suðurnesja tókst á áttunda tímanum að slökkva eld sem kviknaði í stóru atvinnuhúsi í svonefndum Kothúsum í Garðinum á Reykjanesi um klukkan hálf fjögur í nótt. Enn er er þó verið að slökkva í glæðum á nokkrum stöðum. Ljóst er að þar hefur orðið tuga milljóna tjón því hluti hússins er rústir einar. 15.3.2006 09:45
Samkomulag um vatnalagafrumvarp Samkomulag náðist um afgreiðslu vatnalagafrumvarps iðnaðarráðherra skömmu fyrir miðnætti í gærkvöld. Þá höfðu samningafundir stjórnar og stjórnarandstöðu staðið yfir klukkutímunum saman. Samkomulagið felur í sér að stjórnarandstæðingar hætta málþófi gegn því að lögin taka ekki gildi fyrr en haustið 2007. 15.3.2006 09:30
Dómur kveðinn upp í Baugsmáli um miðjan dag Dómur verður kveðinn upp í Baugsmálinu klukkan korter í þrjú í dag. Um er að ræða átta ákæruliði um brot sem vógu ekki þungt í meintu heildarbroti 40 ákæruliða. 15.3.2006 09:30
Ofsaakstur á Sæbraut í nótt Lögreglan í Reykjavík stöðvaði ökumann á tæplega 150 kílómetra hraða á Sæbraut í nótt þar sem hámarkshraði er 6o kílómetrar, þannig að hann var á umþaðbil 90 kílómetra hraða umfarm löglegan hámarkshraða. Auk þess kom í ljós að hann hafði áður verið sviftur ökuréttindum og var því próflaus. Hann var einn í bílnum og ódrukkinn 15.3.2006 09:00
Pólitísk hryðjuverkastarfsemi Stjórn Sambands ungra framsóknarmanna harmar og hafnar hugmyndum Kristins H. Gunnarssonar í þá veru að huga að sameiningu Framsóknarflokks og Samfylkingar og líkir hugmyndinni við pólitíska hryðjuverkastarfssemi. Í ályktun sambandsins frá í gærkvöldi, segir að stanslausar árásir Kristins á eigin flokksfélaga og málefnastarf séu fyrir margt löngu komnar út fyrir öll velsæmismörk og ekki verði sérstök eftirsjá af Kristni þótt hann hverfi úr félagaskrá Framsóknarflokksins. 15.3.2006 08:45
Rændu í það minnsta níu útlendingum Vopnaðir Palestínumenn rændu að minnsta kosti níu útlendingum á götu í Jenín á Vesturbakkanum í gær vegna umsáturs Ísraelsmanna. Nokkrum hefur verið sleppt en þó er enn í haldi bandarískur háskólaprófessor og segja Palestínumennirnir hann verða drepinn, verði Ahmed Saadat og fylgismönnum hans gert mein. 15.3.2006 08:00
Mikill eldur logar í atvinnuhúsnæði í Garðinum Allt tiltækt lið Brunavarna Suðurnesja er að berjast við eld, sem kviknaði í stóru atvinnuhúsi í Kothúsum í Garðinum á Reykjanesi um klukkan hálf fjögur í nótt. Fólk, sem var í húsinu, komst út ómeitt. Þegar slökkviliðið kom á vettvang var eldur kominn í hluta þekju hússins og mikill eldur logaði innandyra í hluta þess. Svo 15.3.2006 06:53
Hætta málþófi um vatnalög Samkomulag náðist á Alþingi laust fyrir miðnætti um að afgreiða vatnalagafrumvarp iðnaðarráðherra sem lög frá Alþingi. Stjórnarandstæðingar fengu það í gegn að lögin taka ekki gildi fyrr en eftir kosningar og geta þá afnumið þau áður en þau taka gildi nái þeir meirihluta. 15.3.2006 02:02
Hús rýmd út af sprengihættu Frystihúsið á Breiðdalsvík, lífæð atvinnulífsins á staðnum, brann í gærkvöldi. Allt tiltækt slökkvilið á Breiðdalsvík og Fáskrúðsfirði vann að því að slökkva eldinn auk Stöðvarfjarðardeildar Rauða kross Íslands, björgunarsveitarmanna og lögreglu. 15.3.2006 00:01
Íbúar á Breiðdalsvík eru lamaðir vegna brunans Íbúar á Breiðdalsvík eru lamaðir vegna brunans í frystihúsinu en frystihúsið er stærsti vinnustaður bæjarins og þar vinna um fjörtíu manns. Slökkvilið vinnur enn að því að slökkva eldinn. Vindur er hægur á þessum slóðum svo nærliggjandi húsum stafar ekki hætta af eldinum. 14.3.2006 22:05
Fór sjálfur á slysadeild Umferðaróhapp varð á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Laugavegs á fjórða tímanum í dag. Ökumaður annars bílsins kenndi eymsla í baki og hálsi og fór sjálfur á slysadeild til rannsókna. Fleiri sakaði ekki. 14.3.2006 22:55
Reynt að höggva á hnútinn Forystumenn stjórnarandstöðuflokkanna gengu rétt fyrir kl. 22 í kvöld inn á skrifstofu forseta Alþingis þar sem gerð er tilraun til að leysa þann hnút sem kominn er á umræður um vatnalagafrumvarp iðnaðarráðherra. Stöðugir fundir hafa staðið yfir í Alþingishúsinu í kvöld. 14.3.2006 22:14
Ný reglugerð um vigtun og skráningu sjávarafla Sjávarútvegsráðuneytið gaf í dag út reglugerð um vigtun og skráningu sjávarafla. Í reglugerðinni eru margvísleg nýmæli sem miða fyrst og fremst að því að fella vigtunina betur að vinnslu og viðskiptaferlum í atvinnugreininni. 14.3.2006 20:16
Baugsdómur á morgun Dómur verður kveðinn upp í átta ákæruliðum í Baugsmálinu á morgun. Dómsniðurstaðan kann að hafa áhrif á ákvörðun um það hvort ákært verði að nýju í veigamestu ákæruliðunum þrjátíu og tveimur sem vísað var frá dómi. 14.3.2006 19:02
70 börn á gjörgæsluna árlega Um sjötíu börn þarf að flytja, ár hvert, af Barnaspítalanum á gjörgæslu, sem er í næsta húsi. Hágæsluherbergi var ekki á forgangslista spítalans, enda talið brýnna að bæta við tækjum og fullmanna stöður fyrir almenna þjónustu. 14.3.2006 18:59
Þriggja akreina vegur hannaður milli Reykjavíkur og Hveragerðis Undirbúningur er hafinn að breikkun Suðurlandsvegar milli Reykjavíkur og Hveragerðis. Stefnt er að því að vegurinn verði þriggja akreina og að framkvæmdir hefjist á næsta ári. 14.3.2006 18:56
Óeðlileg fréttamennska sögð hafa lækkað hlutabréfaverð Framkvæmdastjóri VBS Fjárfestingarbanka segir að neikvæð umræða fjölmiðla sé aðalástæða niðursveiflu hlutabréfa síðustu daga. Hann sakar Morgunblaðið sérstaklega um að hampa neikvæðustu umsögnum erlendra matsfyrirtækja umfram það sem eðlilegt geti talist. 14.3.2006 18:45
Nýr sendiherra Íslands gagnvart Slóveníu Kristinn F. Árnason, sendiherra, afhenti í dag Janez Drnovsek, forseta Slóveníu, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands gagnvart Slóveníu, með aðsetur í Genf. Athöfnin fór fram í forsetahöllinni í Ljubljana, höfuðborg landsins. 14.3.2006 18:15
Líffæragjafir komi fram í ökuskírteinum Þingmál um að upplýsingar um líffæragjafir komi fram í ökuskírteinum einstaklinga hefur verið lagt fram á Alþingi. Fyrsti flutningsmaður er Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar. 14.3.2006 18:12
Íþróttavætt Ísland Allir eiga að hreyfa sig, í stórátaki stjórnvalda, félagasamtaka og atvinnulífs. Menntamálaráðherra kynnti sérstaka íþróttastefnu fyrir Ísland, með pompi og prakt, í Kópavogi í dag. 14.3.2006 18:11
Intrum innheimtir fyrir Borgarbókasafnið Borgarbókasafn Reykjavíkur hefur samið við innheimtufyrirtækið Intrum Justitia um innheimtu á efni safnsins sem er í vanskilum. 14.3.2006 17:59