Innlent

Íbúar á Breiðdalsvík eru lamaðir vegna brunans

Íbúar á Breiðdalsvík eru lamaðir vegna brunans í frystihúsinu en frystihúsið er stærsti vinnustaður bæjarins og þar vinna um fjörtíu manns. Slökkvilið vinnur enn að því að slökkva eldinn. Vindur er hægur á þessum slóðum svo nærliggjandi húsum stafar ekki hætta af eldinum. Soffía Rögnvaldsdóttir, verkstjóri í frystihúsinu, sagði í samtali við NFS að þetta væri áfall fyrir byggðalagið og ekki væri ljóst á þessari stundu hvenær og hvort starfsæmi gæti hafist á ný. Þá voru 24 íbúar á Ásvegi á Breiðdalsvík fluttir í burtu úr húsnæði sínu fyrr í kvöld vegna hugsanlegrar ammoníak mengunnar, en mikið magn ammoníaks er í frystihúsinu þar sem bruninn er.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×