Innlent

Vill ræða varnarmál við nágrannaþjóðir

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir að Íslendingar þurfi að ræða varnarmál við nágrannaþjóðir eins og Norðurlöndin og Bretland í ljósi stöðunnar sem hefur komið upp í varnarmálum. Hann segir að varnarmál Íslands snerti ekki aðeins okkur heldur líka nágrannaþjóðir okkar. Halldór segist ekki ætla að biðja um sérstakann fund við George W. Bush að svo stöddu til að ræða varnarsamstarf, heldur muni hann fyrst skrifa honum bréf og sjá hvað kemur út úr því.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×