Innlent

Segir flokkinn verða að skoða stöðu sína

Stjórn Sambands ungra Framsóknarmanna harmar og hafnar hugmyndum Kristins H. Gunnarssonar í þá veru að huga að sameiningu Framsóknarflokks og Samfylkingar og líkir hugmyndinni við pólitíska hryðjuverkastarfssemi. Kristinn segir sama mann standa að ályktun um að reka hann úr flokknum og boði sérframboð gegn flokknum á Akureyri.

Í ályktun stjórnar Sambands ungra Framsóknarmanna frá í gærkvöldi, undir yfirskriftinni:" Góða ferð Kristinn H." segir að stanslausar árásir Kristins á eigin flokksfélaga og málefnastarf, séu fyrir margt löngu komnar út fyrir öll velsæmismörk og ekki verði sérstök eftirsjá af Kristni þótt hann hverfi úr félagaskrá Framsóknarflokksins.

Kristinn sagði á fréttavaktinni fyrir hádegi, að meðalfylgi flokksins samkvæmt Gallup könnunum á undanförnum árum hafði lækkað úr um 18 prósentum í fjórtán. Flokkurinn sé því varla lengur að tefla á hinu pólitíska skákborði og verði að fara að athuga stöðu sína. Fylgið hafi ekkert aukist við að formaður flokksins varð forsætisráðherra í ágúst í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×