Innlent

Hús rýmd út af sprengihættu

Frystihúsið skíðlogar.Eldurinn kviknaði í elsta hluta frystihússins. Þar eru birgðageymslur þess og var þak hússins hrunið þegar Fréttablaðið fór í prentun. Íbúðarhús höfðu verið rýmd vegna sprengihættu.
Frystihúsið skíðlogar.Eldurinn kviknaði í elsta hluta frystihússins. Þar eru birgðageymslur þess og var þak hússins hrunið þegar Fréttablaðið fór í prentun. Íbúðarhús höfðu verið rýmd vegna sprengihættu. MYND/Vilhelm

Frystihúsið á Breiðdalsvík, lífæð atvinnulífsins á staðnum, brann í gærkvöldi. Allt tiltækt slökkvilið á Breiðdalsvík og Fáskrúðsfirði vann að því að slökkva eldinn auk Stöðvarfjarðardeildar Rauða kross Íslands, björgunarsveitarmanna og lögreglu.

Íbúðarhús í nálægð við frystihúsið voru rýmd þar sem óttast var að ammoníakskútar sem tengdir eru frystigeymslum myndu springa. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu leiðbeindi mönnum fyrir austan um meðhöndlun kútanna í gegnum síma þar sem ammoníak getur verið ætandi losni um efnið.

Fjöldi fólks fylgdist með brunanum. Þegar Fréttablaðið fór í prentun skíðlogaði í elsta hluta frystihússins og var þakið hrunið. Búist var við því að slökkvistarfið stæði fram eftir nóttu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×