Innlent

Íslendingum ekki fjölgað meira í um hálfa öld

Íbúum á Íslandi fjölgaði meira í fyrra en mörg undanfarin ár og reyndar hefur þeim ekki fjölgað jafnmikið á einu ári í hátt í hálfa öld. Þetta kemur fram í nýjum tölum sem Hagstofan birti í dag. Fólksfjölgunin í fyrra nam 2,2 prósentum og er hún aðallega rakin til mikils aðstreymis fólks frá útlöndum, einkum erlendra ríkisborgara. Við lok síðasta árs voru Íslendingar 299.891 en eins og kunnugt er urðu íbúar hér 300 þúsund snemma í janúar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×