Innlent

Mikill eldur logar í atvinnuhúsnæði í Garðinum

Allt tiltækt lið Brunavarna Suðurnesja er að berjast við eld, sem kviknaði í stóru atvinnuhúsi í Kothúsum í Garðinum á Reykjanesi um klukkan hálf fjögur í nótt. Fólk, sem var í húsinu, komst út ómeitt. Þegar slökkviliðið kom á vettvang var eldur kominn í hluta þekju hússins og mikill eldur logaði innandyra í hluta þess. Svo vel vill til að vindátt er hagstæð þannig að reyk leggur ekki yfir þorpið en lögregla hefur þó farið í nokkur hús og bent fólki á að loka öllum gluggum. Ljóst er að slökkvistarf mun standa fram eftir morgni. Útvegsfyrirtækið Garðskagi rak fiskvinnslu í húsinu í mörg ár, en nú er þar listasmiðja og keramikverkstæði. Eldsupptök eru ókunn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×