Segir Morgunblaðið spinna pólitískan lopa á kostnað framsóknarmanna 15. mars 2006 11:43 MYND/Anton Brink Morgunblaðið er farið að spinna pólitískan lopa til að reyna að koma að fulltrúa frjálslyndra í borgarstjórn á kostnað framsóknarmanna og tryggja þannig sjálfstæðismönnum öll völd í málefnum Reykvíkinga. Þetta segir Björn Ingi Hrafnsson, oddviti framsóknarmanna fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor, á heimasíðu sinni. Björn Ingi gerir Staksteina Morgunblaðsins síðastliðinn sunnudag að umtalsefni í á heimasíðu sinni í gær. Hann segir að af Staksteinunum megi ráða að meiri svartsýni ríki en áður um að Sjálfstæðisflokkurinn fái hreinan meirihluta kosningunum í borginni í vor og því hafi höfundur Staksteina gripið til „áætlunar F" til að reyna að tryggja sjálfstæðismönnum völdin. Björn Ingi, sem er fyrrverandi blaðamaður á Morgunblaðinu, segir að í umræddum Staksteinum sé frambjóðanda frjálslyndra í þriðja sæti sérstaklega hampað og kenningin sé sú að hann njóti slíkrar almannahylli að það nægi til að tryggja F-listanum sæti í borgarstjórn á kostnað framsóknarmanna. „Af hverju skyldu spunameistarar sjálfstæðismanna vera áhugasamir um að koma slíkri kenningu á flot?" spyr Björn Ingi og svarar: „Augljóslega af því að þeir sjá í hendi sér að nái Frjálslyndir inn manni færist sjálfstæðismenn nær alræðisvaldi í málefnum borgarinnar. Telja þeir það einu von sjálfstæðismanna um hreinan meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur?" spyr hann svo aftur. Björn Ingi minnir á að frjálslyndir séu klofningsframboð úr Sjálfstæðisflokknum og að sagan segi mönnum að slík framboð leiti fyrr eða síðar aftur til uppruna síns. Því sé ekki að undra að gamalreynda stjórnmálaskýrendur í Kringlunni dreymi um að sjálfstæðismenn fái sjö borgarfulltrúa í kosningunum í vor og Frjálslyndir einn. Þannig nái þeir meirihluta, svona bakdyra megin, eins og Björn Ingi orðar það. Menn skuli þó spyrja að leikslokum. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Sjá meira
Morgunblaðið er farið að spinna pólitískan lopa til að reyna að koma að fulltrúa frjálslyndra í borgarstjórn á kostnað framsóknarmanna og tryggja þannig sjálfstæðismönnum öll völd í málefnum Reykvíkinga. Þetta segir Björn Ingi Hrafnsson, oddviti framsóknarmanna fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor, á heimasíðu sinni. Björn Ingi gerir Staksteina Morgunblaðsins síðastliðinn sunnudag að umtalsefni í á heimasíðu sinni í gær. Hann segir að af Staksteinunum megi ráða að meiri svartsýni ríki en áður um að Sjálfstæðisflokkurinn fái hreinan meirihluta kosningunum í borginni í vor og því hafi höfundur Staksteina gripið til „áætlunar F" til að reyna að tryggja sjálfstæðismönnum völdin. Björn Ingi, sem er fyrrverandi blaðamaður á Morgunblaðinu, segir að í umræddum Staksteinum sé frambjóðanda frjálslyndra í þriðja sæti sérstaklega hampað og kenningin sé sú að hann njóti slíkrar almannahylli að það nægi til að tryggja F-listanum sæti í borgarstjórn á kostnað framsóknarmanna. „Af hverju skyldu spunameistarar sjálfstæðismanna vera áhugasamir um að koma slíkri kenningu á flot?" spyr Björn Ingi og svarar: „Augljóslega af því að þeir sjá í hendi sér að nái Frjálslyndir inn manni færist sjálfstæðismenn nær alræðisvaldi í málefnum borgarinnar. Telja þeir það einu von sjálfstæðismanna um hreinan meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur?" spyr hann svo aftur. Björn Ingi minnir á að frjálslyndir séu klofningsframboð úr Sjálfstæðisflokknum og að sagan segi mönnum að slík framboð leiti fyrr eða síðar aftur til uppruna síns. Því sé ekki að undra að gamalreynda stjórnmálaskýrendur í Kringlunni dreymi um að sjálfstæðismenn fái sjö borgarfulltrúa í kosningunum í vor og Frjálslyndir einn. Þannig nái þeir meirihluta, svona bakdyra megin, eins og Björn Ingi orðar það. Menn skuli þó spyrja að leikslokum.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Sjá meira