Innlent

Pólitísk hryðjuverkastarfsemi

Stjórn Sambands ungra framsóknarmanna harmar og hafnar hugmyndum Kristins H. Gunnarssonar í þá veru að huga að sameiningu Framsóknarflokks og Samfylkingar og líkir hugmyndinni við pólitíska hryðjuverkastarfssemi. Í ályktun sambandsins frá í gærkvöldi, segir að stanslausar árásir Kristins á eigin flokksfélaga og málefnastarf séu fyrir margt löngu komnar út fyrir öll velsæmismörk og ekki verði sérstök eftirsjá af Kristni þótt hann hverfi úr félagaskrá Framsóknarflokksins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×