Innlent

Þungatakmarkanir á öllum hringveginum

MYND/E.Ól

Þungatakmarkanir eru nú á öllum hringveginum og ýmsum leiðum út frá honum og eru það óvenju víðtækar takmarkanir af hálfu Vegagerðarinnar. Gripið er til þessa þar sem klaki er að fara úr jörðu og þá verður undirlag veganna veikt.

Meðalstór þriggja öxla vöruflutningabíll með meðalstóran þriggja öxla tengivagn, sem mátti bera 18 til 22 tonn, verður nú að minnka farminn um fjögur til fimm tonn, sem í þónokkrum tilvikum þýðir að senda verði tvo bíla í stað eins. Þrátt fyrir það skemmast vegirnir minna en ella því eyðingarstuðullinn fyrir hvert tonn á hvern öxul umfram leyfilega þyngd er margfaldur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×